Books by – Ýmsir
-
From 64.99 kr. Í þessari fimmtu bók í bókaflokknum Norræn sakamál eru tekin til umfjöllunar þau sakamál sem hafa verið í kastljósinu í sínu landi á undanförnum misserum. Hæst ber án efa morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar í september 2003 og rannsóknina sem fylgdi í kjölfar þess. Þetta mál vakti alla Norðurlandabúa til umhugsunar um bæði eigið öryggi og öryggi stjórnmálamanna og þekktra persóna. Í kjölfar rannsóknarinnar beindust sjónir manna að ýmsum málum í samfélaginu svo sem málefnum innflytjenda, málefnum geðsjúkra og vinnubrögðum lögreglunnar.Frásagnirnar í bókinni eru sextán talsins og þar af fimm íslenskar. Flest málin hafa fengið umfjöllun í fjölmiðlum og ættu því að vera lesendum að einhverju leyti kunn. Frásagnirnar eru að vanda sagðar af lögreglumönnum sem stóðu að rannsókn þeirra.Í litlu samfélagi, eins og því sem við búum í, getur verið nokkuð vandasamt að fjalla um atburði eins og þá sem jafnan eru til umfjöllunar í þessum bókum. Jafnan er reynt að gera það samkvæmt bestu vitund og með þeim hætti að mál og málsatvik séu þungamiðja hverrar frásagnar en ekki þær persónur sem þar koma við sögu. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar eru þau meginatriði sem reynt er að koma til skila í þessum frásögnum og vonandi hefur það tekist þokkalega.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
From 9.99 kr. Rannsókn á íkveikju í Halland haustið 2002 leiddi til þess að lögreglunni tókst að koma upp um brotamann sem réðst á útlendinga af því að hann óttaðist þá og hataði. Hann sóttist líka eftir athygli! Athyglisþörfinni var fullnægt þegar fjölmiðlarnir fjölluðu um brot hans! Þegar búið var að handtaka manninn var ferilsskrá hans gerð upp og fleiri ódæðisverk litu dagssins ljós. En ekki fyrr en lögreglan hafði látið þýða það sem maðurinn hafði skrifað í dagbók sína, en hann notaðist við rúnaletur! Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
From 9.99 kr. Hversdagslíf Lögreglu er oft mjög fjölbreytt og stundum furðulegt. Hér er fjallað um ýmis dæmi af afskiptum lögreglu sem eru nokkuð óvenjuleg. Hér er fjallað um ýmis óvenjuleg uppátæki almennings þar sem lögregla hefur verið kölluð til eða haft afskipti af fólki. Eftirfarandi frásagnir eru allar byggðar á raunverulegum atvikum.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
From 28.99 kr. Á sama hátt og fréttin af morðinu á Olof Palme forsætisráðherra skók Svíþjóð og heimsbyggðina 28. febrúar 1986 skók fréttin af hryllilegu morðinu á Önnu Lindh heimsbyggðina í september 2003. En í þetta sinn tókst lögreglunni að leysa málið fljótlega. Morðinginn var handtekinn eftir mikla rannsóknarvinnu. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.