Books by H.c. Andersen

Filter
Filter
Sort bySort Newest
  • by H.c. Andersen
    From 9.99 kr.

    Við götu nokkra stendur gamalt strætisljósker. Það hefur staðið þar alla sína strætisljóskers tíð og þekkir ekkert annað. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum því þetta er síðasta kvöld þess í embætti sínu. Daginn eftir skal það fært á skrifstofuna og örlög þess ráðin af embættismönnum. Ljóskerið gamla kvíðir framtíðinni sem er býsna loðin, hvort það verði brætt niður eða flutt í annan stað. Mest óttast það þó að tapa þeim minningum sem það hefur öðlast gegnum ævina. Nú og einnig að skiljast við næturvörðinn og konu hans. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Sagan um strætisljóskerið hefst á þeim orðum, að hún sé líklega ekki sérlega skemmtileg saga. Það kann að vera rétt en þó tekur hún til eins stærsta viðfangsefnis lífsins, nefnilega þess að verða gamall. Þótt það sé ekki sérlega skemmtilegt, speglar sagan af strætisljóskerinu innra líf flestra þeirra sem standa frammi fyrir því að eldast og láta af störfum. Og óttann við að vita ekki hvað bíður þegar ævikvöldið nálgast.

  • by H.c. Andersen
    From 9.99 kr.

    Prinsessa nokkur hefur látið þau boð út ganga, að hún muni taka sér fyrir eiginmann þann biðil sem best komi fyrir sig orði. Allir þeir ungu menn sem nokkuð telja sig hafa til brunns að bera leggja af stað í bónorðsför. Það gera einnig bræður tveir sem þykja afburða gáfaðir. Faðir þeirra ljær þeim gæðinga mikla til fararinnar, en þegar þeir eru við það að hleypa úr hlaði birtist þriðji bróðirinn. Sá þykir heldur fákænn, en er engu að síður staðráðinn í að vinna ástir prinsessunnar. Bræður hans gera að honum stólpa grín, en mun Hans Klaufi reynast sá orðsnjallasti af öllum saman?Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Hans Klaufi er eitt af grínartugri ævintýrum hans. Þrír bræður á leið út í heiminn að biðja prinessu er ekki óalgengt ævintýraminni úr munnlegri hefð. En hér tekst Andersen, með smellnum vísunum, að færa það nær samtíma sínum – og deila á hann um leið.

  • by H.c. Andersen
    From 9.99 kr.

    Í fögrum garði er margt að finna, ýmsar blómplöntur og jurtir lifa í sátt og samlyndi við smádýrin. Fyrir utan garðinn lifa stærri skepnur, svo sem kýr og kindur. Rósaviður er þar einn, sem springur út með fögrum blómstrum sumar hvert. Undir honum býr snigill sem hefur nokkuð háleitar hugmyndir um sjálfan sig. Rósaviðurinn og snigillinn eru sannarlega ekki sammála um aðalatriðin í lífinu. Þau takast á undir ólíkum formerkjum, en þegar öll kurl eru komin til grafar er erfitt að segja hvort hefur rétt fyrir sér. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í sögunni „Snigilinn og rósaviðurinn" bregður Andersen á þann leik að láta fyrirbæri úr náttúrunni velta fyrir sér heimspekilegum hugðarefnum mannanna. Þetta er ekki óþekkt bragð í skrifum hans og táknsögur af þessu tagi verða gjarnan til þess að ljá gömlum spurningum nýja vídd og aukið vægi.

  • by H.c. Andersen
    From 9.99 kr.

    Innan um nýju húsin við götuna stendur ennþá eitt gamalt hús. Flestir hafa horn í síðu þess, þar sem það sker sig úr nýbyggingunum og er illa viðhaldið. Einn er þó sá, sem geðjast vel að gamla húsinu, en það er ungur drengur sem býr í nýlegu húsi gengt því. Dag hvern horfir hann á húsið út um gluggann og sér þá söguna ljóslifandi sér fyrir hugskots sjónum. Þegar drengurinn kemst að því að í gamla húsinu búi einmana gamall maður kemst hann við, og ákveður að senda honum annan tindátann sinn að gjöf. Þessi örláta og óvænta sending verður til þess að kveikja vináttu milli kynslóða, sem markar djúp spor í báðar áttir. Og seinna verða tákn um veröld sem var. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Gamla húsið" dregur upp mynd af forgengileika fortíðarinnar gagnvart nýjum tímum. Sagan minnir á mikilvægi þess að yngri kynslóðir gleymi ekki því sem áður var og dæmi ekki þá sem eldri eru með sleggjuna að vopni. Vináttan spyr ekki að fæðingarári.

  • by H.c. Andersen
    From 9.99 kr.

    Storkafjölskylda nokkur á sér hreiður á þaki yst í þorpinu. Þar stendur storkapabbi á öðrum fæti en storkamamma gætir hreiðursins með ungunum í. Á hverjum degi koma börnin úr þorpinu og leika sér í námunda við hreiðrið. Þegar þau sjá storkana taka þau verstu þeirra uppá því að syngja ljóta vísu, sem meðal annars fjallar um hræðileg örlög sem ætluð eru storkaungunum. Þeir verða sem von er óttaslegnir og sækja huggunar til móður sinnar, sem reynir að fá þá til að láta sem ekkert sé. Storkarnir litlu vaxa úr grasi og ala með sér hefndarhug í garð barnanna sem sungu kvæðið. Þegar þeir hafa verið teknir í fullorðinna tölu og ráða sér sjálfir, hyggjast þeir láta til skarar skríða. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Storkarnir" er grimmileg saga, þar sem leikið er að goðsögnum og þjóðtrú á nokkuð kaldranalegan máta. Andersen tekst þar að ávarpa ýmis málefni sem voru honum hugleikin, svo sem að vekja börn til umhugsunar um hvernig þau koma fram við smælingja. Afleiðingarnar sem börnin í sögunni verða að stæta, fyrir að hafa hrellt storkana, eru þó nöturlegri en tárum taki.

  • by H.c. Andersen
    From 9.99 kr.

    Í fegurstu rósinni í garðinum býr agnarlítill álfur, svo lítill að ekkert mannlegt auga fær greint hann. Kvöld eitt er hann svo seint á ferð að rósin hans hefur lokað blöðum sínum. Á næturgöltri sínu um garðinn gengur hann fram á elskendur á ástarfundi, og verður í kjölfarið vitni að voðaverki. Knúinn áfram af gæsku og samúð með ástfangna unga fólkinu leggur hann upp með það að markmiði að illvirkinn fái makleg málagjöld. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Þrátt fyrir fagran titil er „Rósarálfurinn" myrk saga um morð og illþýði. Eins og svo oft í sögum Andersens er stillt upp andstæðum manns og náttúru, þar sem hið síðarnefnda er gott og fallegt meðan mannskepnan er óréttlát og grimm. Sagan hverfist um glæpamál, lausn þess og makleg málagjöld, sem minnir um margt á norrænu glæpasöguna sem ómældra vinsælda nýtur á okkar tímum.

  • by H.c. Andersen
    From 9.99 kr.

    Oflátungslegur flibbi bítur í sig þá hugmynd að hann sé kominn á giftingaraldur. Hann fer á fjörurnar við fallegt sokkaband í þvottakörfunni, en fær afdráttarlausa höfnun. Strauboltinn tekur málskrúði hans fortum fjarri og skærin sníða í hann rifu til að sýna vandlætingu sína. Loks leitar hann ásjár hjá greiðunni, en hún reynist lofuð öðrum. Þegar nálgast ævikvöldið hyggst flibbinn fegra sögu sína, og segir hana fjálglega. En dramb er falli næst og hans bíða nokkuð óvænt örlög. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í „Flibbanum" eiga sér stað töfrar, eins og svo oft í sögum Andersens, og dauðir hlutir öðlast líf og mennsk persónueinkenni. Oftar en ekki má draga lærdóm af þessum sögum, og endurspegla hlutirnir gjarnan kosti og galla mannfólksins. Úr verður skemmtilega kaldhæðin táknsaga, með bísna nútímalegan boðskap í anda samþykkis og sannsögli.

  • by H.c. Andersen
    39.00 kr.

    Holger Danske sidder endnu i kælderen på Kronborg og vogter med sit store skjold. Nok er han lavet af sten, men fortællingen går, at han en dag vil vågne fra de døde ...Hans Christian Andersen (1805-1875) er en af Danmarks højst elskede forfattere og velsagtens den mest kendte dansker i verden. Han var en af de førende kulturpersonligheder inden for den danske guldalder og udmærkede sig inden for både poesi, kunsteventyr, romaner og papirklip. H.C. Andersen er født i Odense, hvor der er oprettet et museum til ære for ham.

  • by H.c. Andersen
    From 32.99 kr.

    Úrval dásamlegra jólaævintýra eftir hinn ástsæla höfund Hans Christian Andersen sem gaman er að njóta á notalegum vetrarkvöldum. Láttu hrífast með inn í töfraveröld eins rómaðasta ævintýraskálds allra tíma. Enn í dag, næstum því tveimur öldum eftir að þau birtust fyrst á prenti, segja hin sígildu ævintýri H.C. Andersen okkur ótal dæmisögur um hið góða og hið illa, um ástina og sorgina, um þrautseigju í erfiðum aðstæðum. Ævintýrin höfða vel til barna, en veita fullorðnum lesendum einnig margt að hugsa um! Rifjaðu upp gömul kynni af uppáhaldsævintýrum bernskuáranna og opnaðu ungum lesendum leið inn í heillandi hugarheim H.C. Andersen – nú, þegar jólin eru alveg að ganga í garð... nH.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Þar blandar hann saman ævintýraminnum munnmælaheimsins og ljúfsárri sköpun sinni svo úr verður hreinn og tær táknheimur sem hægt er að lesa á ýmsa vegu.nSögur H.C. Andersens hafa verið færðar í ótal listform, svo sem leikrit, ballett og kvikmyndir.

  • by H.c. Andersen
    70.99 kr.

    Lítill, ljótur andarungi reynist vera fallegur svanur. Snædrottningin er með ís í hjartanu og litla hafmeyjan þráir að losna við fjötra hreisturs og sporðs og ganga tveimur fótum meðal manna. Ævintýraheimur Hans Christians Andersens er flestum að góðu kunnur. Þó eftir hann liggi bæði skáldsögur, leikrit og ljóð eru það listævintýri hans sem lifa með lesendum, jafnt í bóklegri- og munnlegri geymd. Þó börn séu ötulir lesendur ævintýra höfða sögur H.C. Andersen jafnt til eldri lesenda, sem eru ekki síður færir um að líta milli línanna, sársaukann, þjóðfélagsádeiluna, gleðina og boðskapinn sem þar er að finna. Brugðið er upp mynd af töfrunum í hversdagsleikanum, sem oft er býsna napur í fátæktinni en einnig af sönnum ævintýraheimum, sem leynast undir yfirborðinu. Safnið Ævintýri og sögur geymir 14 af hans fegurstu ævintýrum í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, sem færði stóran hluta verka Andersens yfir á íslensku. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Þar blandar hann saman ævintýraminnum munnmælaheimsins og ljúfsárri sköpun sinni svo úr verður hreinn og tær táknheimur sem hægt er að lesa á ýmsa vegu. rnSögur H.C. Andersens hafa verið færðar í ótal listform, svo sem leikrit, ballett og kvikmyndir.

  • by H.c. Andersen
    22.99 kr.

    Hans Christian Andersen est l'un des auteurs pour enfants les plus connus et les appréciés au monde. Ses contes de Noël sont parfaits pour quand les nuits s'allongent and les enfants s'impatientent. Retrouvez ici dix de ses histoires de Noël les plus connues et laissez-vous emporter par la magie du conteur danois. Cette collection contient : "Le Sapin", "Le Nixe chez l'épicier", "Douze en voiture de poste", "Le Dernier Rêve du vieux chêne", "La Petit Fille aux Allumettes", "Le Nixe et la Patronne", "L'Homme de neige", "La Reine des Neiges", "La Vierge des glaces" et "L'Inébranlable soldat de plomb".Hans Christian Andersen naquît en 1805 à Odense au Danemark. Fils de cordonnier, il partit à quatorze ans pour Copenhague suivant la mort de son père. Et c'est là que la célèbre histoire commence. Au cours de sa vie, Andersen écrivit plus de 150 contes. Il entreprit en tout trente voyages vers l'Allemagne, le Royaume-Uni, l'Italie, l'Espagne et l'Empire Ottoman. Il devint le poète et écrivain Danois le plus connu au monde. Il mourut en août 1875 à Copenhague. Parmi ses contes les plus célèbres, on peut nommer entre autres : "La Petite Sirène", "La Petite Fille aux Allumettes", "Le Vilain Petit Canard", et "La Reine des Neiges".

  • by H.c. Andersen
    38.99 kr.

    Her har du en samling af den legendariske danske forfatter H.C. Andersens mest vidunderlige juleeventyr, som du kan lade dig opsluge af i den kolde og mørke, men hyggelige juletid. Det er over hundrede år siden, eventyrene blev skrevet, men de er stadig relevante. De handler om emner, alle kan forholde sig til, såsom kærlighed, venskab, forvandling, forgængelighed og kampen mellem det gode og onde. Der er tale om verdenslitteratur for både børn og voksne. Genopdag dine favoritter blandt H.C. Andersens juleeventyr eller introducer forfatterskabet for yngre læsere i højtidsdagene.Denne bog rummer følgende eventyr: "Den standhaftige tinsoldat", "Det gamle egetræs sidste drøm", "Grantræet", "Den lille pige med svovlstikkerne", "Isjomfruen", "Nissen hos spækhøkeren", "Nissen og madammen", "Snemanden" og "Tolv med posten".Hans Christian Andersen (1805-1875) er en af Danmarks højst elskede forfattere og velsagtens den mest kendte dansker i verden. Han var en af de førende kulturpersonligheder inden for den danske guldalder og udmærkede sig inden for både poesi, kunsteventyr, romaner og papirklip. H.C. Andersen er født i Odense, hvor der er oprettet et museum til ære for ham.

  • by H.c. Andersen
    10.99 kr.

    Forríkur kaupmaður, sem ávaxtað hefur pund sitt á besta mögulega máta fellur frá. Sonur hans er ekki lengi að taka sig til og eyða arfinum. Fljótlega stendur hann uppi allslaus og vinasnauður, fyrir utan einn, sem af hjartagæsku sinni yfirgefur hann ekki. Sá sendir honum koffort, sem er gætt þeirri undarlegu náttúru að geta flogið. Kaupmannssonurinn stígur um borð og flýgur til fjarlægra landa. Þar kemst hann í kynni við kóngsdóttur, sem á hvíla undarleg álög. Þau verða óðara ástfangin, en beita þarf brögðum til þess að vinna hugi tengdaforeldranna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Koffortið fljúgandi" er einskonar rammasaga, svolítið í anda Þúsund og einnar nætur. Andersen setur hér sögu inní sögu og báðar eru skemmtilega í hans anda. Önnur inniheldur konunglega ástarsögu, en í hinni lifnar húsbúnaðurinn við. Báðar hafa þær boðskap, sem ungum og öldnum lesendum er til eftirbreytni.

  • by H.c. Andersen
    10.99 kr.

    Konungssonur nokkur óskar sér einskis heitar en að giftast prinsessu, en það verður að vera sönn prinsessa. Þrátt fyrir mikla leit verður honum lítið úr að finna nokkra sem uppfyllir þær kröfur. En eitt votviðrasamt kvöld ber hráblaut stúlka að dyrum og beiðist gistingar. Það liggur í augum uppi að hún er prinsessa – en er hún sönn prinsessa? Gamla drottningin kann ráð til að komast að því. Hún leggur baun neðst í rúmið hennar, til að sjá hvernig henni verði við. Og morguninn eftir hefur hún sögu að segja. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Prinsessan á bauninni" er örstutt saga sem dregur saman ímynd margra prinsessa sem finna má í verkum hans. Þó ekki sé ljóst hvers vegna hin sanna prinsessa var ein á ferli í óveðrinu er ljóst, að hún er svo sannarlega viðkvæm eins og skrautblóm.

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Í þrjúhundruð sextíu og fimm ár hefur gamla eikitréð staðið á sama stað í skóginum. Okkur virðist það óralangt, en fyrir öldunginum er tíminn afstæður og eitt ár virðist jafnast á við einn dag í okkar lífi. Enn annar tímamælikvarði er á lífi dægurflugunnar, sem flögrar í kring um blöð eikarinnar. Þær talast við um tímans rás, en skilja ekki hvor aðra. Þegar hausta tekur færist nótt yfir gamla eikitréð. Það fellir laufin og vefur sig í mjúkan fannarfeld, sofnar og leggst í dvala. Í vetrarsvefninum dreymir það einkennilegan draum, sem reynist vera fyrirboði, eða jafnvel birtingarmynd raunveruleika. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Síðasti draumur gamla eikitrésins" er ein af jólasögum hans, sem hafa unnið sér stað í hjörtum lesenda um víðan heim. Þar vekur hann náttúruna til lífsins og fær hana á fagran hátt til að spegla veruleika mannanna. Tíminn er afstæður eftir því hvernig er á hann litið, en eilífðin er alltaf sú sama.

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Maður nokkur er á ferð í heitum löndum, þar sem sólin skín svo skært að vonlaust er að vera úti á daginn. Það er ekki fyrr en eftir sólsetur að borgin lifnar við og fólk fer á stjá. Á svölunum gegnt íbúð mannsins er þó undarlega líflaust, þó öll ummerki bendi til þess að þar búi dugmikill einstaklingur. Manninn fýsir mjög að kynnast þessum nágranna, en erfiðleikum virðist bundið að komast í tæri við hann. Kvöld nokkurt situr maðurinn á sínum eigin svölum og sér hvernig ljósið varpar skugga hans yfir á svalirnar á móti. Hann espar skuggann upp í að heimsækja nágrannann dularfulla og fræða sig um hagi hans. Hið undarlega atvik á sér stað að skugginn hverfur inn um dyrnar á móti og hætti að fylgja manninum. Honum verður sem von er hverft við, en með tímanum vex honum nýr skuggi og sá gamli gleymist. Þar til dag nokkurn, löngu síðar, að torkennilegur maður ber að dyrum. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Skugginn" er dimm og grimmdarleg saga, sem sækir ýmsa frásagnarhætti til hryllingssöguskrifa. Hið ókennilega tvífaraminni er leiðarstef sögunnar, auk þess sem hún fjallar um eitt kraftmesta aflið í lífi Andersens sjálfs, nefnilega skáldskapinn. Úr verður nokkuð nöturleg frásögn um hinar bókstaflegu skuggahliðar lífsins, sem fær hárin til að rísa. rn

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Í fjarlægu landi búa tólf systkin, ellefu bræður og ein systir. Börnin eru konungborin og lifa lífi sínu eftir því, þar til þau verða fyrir því óláni að faðir þeirra kvongast á ný. Nýja drottningin er reglulegt galdraflagð. Dótturina sendir hún í burtu úr höllinni en á synina leggur hún þau álög að þeir breytist í svani á björtum degi og megi einungis öðlast sitt mennska form er sól hnígur til viðar. Þegar systirin, Elísa, er orðin fimmtán ára hittir hún bræður sína á ný og verður vísari um örlög þeirra. Hún sver þess dýran eið að rifta álögunum sama hvað það kosti. Henni vitjast lausn í draumi, en sú er ekki þrautalaus og fleiri steinar eiga eftir að verða í götu hennar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Svanirnir" er fallegt ævintýri um systkinakærleik, sem um leið blandar saman mörgum þekktum ævintýraminnum. Sagan inniheldur aukinheldur ýmsar vísanir, sem útskýrðar eru á vandvirknislegan máta í neðanmálsgreinum. rn

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Það er alkunna að þegar börnin syfjar á kvöldin er það vegna þess að Óli Lokbrá stráir dufti í augu þeirra, sem gerir augnlokin þung svo þau haldist ekki uppi. Þetta gerir hann svo börnin verði róleg og þæg og hann geti sagt þeim sögur. Með regnhlífunum sínum tveimur stjórnar hann draumförum barnanna. Með þeirri skrautlegu færir hann góðum börnum fegurstu drauma, en með hinni, sem á er alls ekki neitt færir hann óþekkum börnum draumlausan kjánasvefn.Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Hér komast lesendur í betri kynni við Óla Lokbrá, sem flest þekkja þó af afspurn. Gegnum sjö sögur, eina fyrir hvern vikudag, sem hann segir litlum dreng verður baksaga hans skýrari. Hver saga er draumaævintýr, þar sem hversdagslegir hlutir eins og leikföng vakna til lífsins, og allt er mögulegt. Um leið sýnir Óli Lokbrá drengnum ýmsar skuggahliðar veraldarinnar, og kynnir hann meðal annars fyrir bróður sínum, og þar eru harla óvænt fjölskyldutengsl.

  • by H.c. Andersen
    12.99 kr.

    W duńskim miasteczku Kjöge po sąsiedzku mieszkała dwójka przyjaciół: Kanut i Joasia. Dzieci często się spotykały, ponieważ ich rodzice żyli ze sobą w przyjaźni. Młodzi bohaterowie najbardziej lubili bawić się pod starą wierzbą. Beztroski czas przerwała śmierć matki Joasi. Wkrótce potem ojciec dziewczynki planował ponowny ożenek w stolicy. W związku z tym Joasia wyprowadziła się z miasteczka. Kanut i Joasia dojrzewali w różnych światach. On uczył się rzemiosła, a ona rozpoczęła karierę śpiewaczki. Czy ich drogi jeszcze kiedyś się zejdą?„Pod starą wierzbą" to jedna z mniej popularnych baśni spod pióra Andersena, która zasługuje na uwagę czytelnika. Historia o wyjątkowej przyjaźni, dziecięcych marzeniach i dorosłych rozczarowaniach. O tęsknocie, bólu odrzucenia oraz o wielkiej miłości, której nic nie jest w stanie ugasić. Hans Christian Andersen (1805-1875) – duński pisarz i poeta. Pochodził z biednej rodziny, był synem szewca i praczki. Od dzieciństwa cechował się bogatą wyobraźnią. Marzył o tym, by tworzyć. W wieku 14 lat wyjechał z domu do Kopenhagi, by uczyć się i pisać. Debiutował zbiorem opowiadań „Młodzieńcze próby" (1822). Wiele podróżował po Europie. Wydał kilka powieści, tomików wierszy oraz ponad trzydzieści utworów dramatycznych. Międzynarodową sławę przyniosły mu dopiero baśnie. Łącznie napisał ich blisko 150. Część z nich to zapisy znanych Andersenowi utworów ludowych. Wiele z baśni ma charakter autobiograficzny, jak np. „Brzydkie kaczątko", i przeznaczonych jest dla osób dorosłych, a tylko nieliczne nadają się do czytania najmłodszym. Do najbardziej znanych baśni Andersena należą m.in.: „Mała syrenka", „Nowe szaty cesarza", „Calineczka" i „Królowa Śniegu". Baśnie zostały przetłumaczone na ponad 100 języków, a ich nowe adaptacje ukazują się także współcześnie.

  • by H.c. Andersen
    From 12.99 kr.

    Królewna Eliza wraz z jedenastoma braćmi wiodła spokojne życie przy boku ojca. Beztroski czas mija bezpowrotnie, gdy król żeni się po raz drugi. Jego wybranka okazuje się wiedźmą. Zamienia wszystkich braci w łabędzie, a Elizę wyrzuca z zamku. Dziewczyna rusza na poszukiwania rodzeństwa. Okazuje się, że zaklęcie działa tylko w dzień, w noc zaś jej bracia wracają do ludzkiej postaci. Eliza dowiaduje się, że istnieje jeden sposób na całkowite pozbycie się czaru. Wymaga ono dużego poświęcenia. Narażając się na utratę zdrowia i życia dziewczyna podejmuje próbę. Czy wyjdzie z niej zwycięsko?Wzruszająca opowieść o sile siostrzanej miłości, która wszystko zniesie. Hans Christian Andersen (1805-1875) – duński pisarz i poeta. Pochodził z biednej rodziny, był synem szewca i praczki. Od dzieciństwa cechował się bogatą wyobraźnią. Marzył o tym, by tworzyć. W wieku 14 lat wyjechał z domu do Kopenhagi, by uczyć się i pisać. Debiutował zbiorem opowiadań „Młodzieńcze próby" (1822). Wiele podróżował po Europie. Wydał kilka powieści, tomików wierszy oraz ponad trzydzieści utworów dramatycznych. Międzynarodową sławę przyniosły mu dopiero baśnie. Łącznie napisał ich blisko 150. Część z nich to zapisy znanych Andersenowi utworów ludowych. Wiele z baśni ma charakter autobiograficzny, jak np. „Brzydkie kaczątko", i przeznaczonych jest dla osób dorosłych, a tylko nieliczne nadają się do czytania najmłodszym. Do najbardziej znanych baśni Andersena należą m.in.: „Mała syrenka", „Nowe szaty cesarza", „Calineczka" i „Królowa Śniegu". Baśnie zostały przetłumaczone na ponad 100 języków, a ich nowe adaptacje ukazują się także współcześnie.

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Jóhannes er hjartahreinn ungur maður sem í upphafi sögunnar situr við dánarbeð föður síns. Eftir lát gamla mannsins ákveður hann að halda út í heiminn, með föðurarf sinn og fátæklegar eigur í veganesti, ásamt einlægri trú á góðan guð. Á ferð sinni gerir hann ýmis góðverk, svo sem að gefa aleigu sína þorpurum sem hyggjast svívirða lík látins manns. Eftir að hafa verið nokkurn tíma á ferðinni verður á vegi hans sérstæður förumaður, og ákveða þeir að fylgjast að. Sá hefur í fórum sér töfrasmyrsl sem læknað getur hverskonar krankleik, en í laun fyrir slíka greiða þiggur hann ýmis einkennileg amboð. Félagarnir fara víða og koma loks til borgar nokkurrar, þar sem Jóhannes verður yfir sig ástfanginn af fagurri konungsdóttur. Sú reynist hin mesta galdrakind, sem hefur líf margra vonbiðla á samviskunni. Þá kemur Jóhannesi vel að eiga sér fjölkunnugan förumann að vini. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Förunauturinn" sameinar mörg kunnugleg ævintýraminni, eins og grafræningja og prinsessu hverrar biðlar hljóta grimmileg örlög. Mest er þó áberandi hin einlæga guðstrú Andersens sjálfs, sem fylgdi honum alla ævi. En aðalpersóna sögunnar hvikar hvergi í trú sinni á algóðan guð, sem ævinlega muni leiða hann við hönd sér. rn

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Hafmeyjan litla er yngst sex systra sem alast upp hjá föður sínum, hafkónginum, og ömmu sinni á hafsbotni. Systurnar alast upp sem perlur í ostruskeljum undirdjúpanna, en láta sig dreyma um heiminn ofan hafsins. Á fimmtán ára afmælisdaginn fá þær loksins leyfi til að synda upp úr sjónum og skoða mannheima. Litla hafmeyjan sér á eftir systrum sínum einni af annarri upp á yfirborðið, allar heillast þær af ólíkum hlutum en verða fljótlega leiðar á landinu og sækja aftur í hafdjúpin. Þegar hinn langþráði afmælisdagur rennur loksins upp syndir hafmeyjan litla upp á yfirborðið full eftirvæntingar. Þar hittir hún fyrir skip ungs konungssonar og verður samstundis ástfangin af honum. Þegar skipið ferst í óveðri bjargar hún prinsinum unga og kemur honum á þurrt land. Sjálf snýr hún aftur í hafdjúpin, en getur ekki gleymt ástinni sinni. Að lokum ákveður hún að fórna heimkynnum sínum og sporðinum til að lifa í samfélagi manna. En sú ákvörðun hefur víðtækar og sársaukafullar afleiðingar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Hafmeyjuna litlu" þarf vart að kynna, en hún er ein hans þekktari sagna, hefur heillað margar kynslóðir með ljúfsárri sögu sinni og fallegum boðskap, en einnig blásið mörgum listamönnum sköpunarkrafti í brjóst. Fræg er stytta Edvards Eriksen sem er eitt af einkennismerkjum Kaupmannahafnar. Litla hafmeyjan er þroskasaga sem segir frá því að yfirgefa fjölskylduna og fullorðnast, með þeim erfiðleikum og vonbrigðum sem því getur fylgt, allt ofið í ævintýraljóma sagnaheims H.C. Andersen. rn

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Gamla konu dreymir um að eignast litla dóttur og þegar galdranorn útvegar henni byggkornið, sem úr skríður stúlkan Þumalína, verður hún himinsæl. Þumalína litla er ekki stærri en þumall, og unir hag sínum vel á eldhúsborði konunnar, þar sem hún leikur sér í vatnsdiski og sefur í ofurlítilli valhnetuskurn. En ekki fær anginn litli lengi að lifa eins og blómi í eggi. Hræðileg froskpadda verður hennar vör, og sér í henni ákjósanlega brúði handa syni sínum, sem bæði er ógeðfelldur og illa talandi. Paddan bregður á það ráð að nema Þumalínu á brott, með sæng og öllu saman. Þetta er þó bara upphaf þeirra hrakninga sem bíða stúlkunnar litlu, sem á eftir að flækjast um heiminn og standa frammi fyrir fleiri en einu óspennandi bónorðum. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í „Þumalínu" fara saman fegurð og ljótleiki náttúrunnar, þar sem viðkvæmni hins smáa er í fyrirrúmi. Þumalína er tákn fyrir allar þær konur sem gefnar hafa verið í hjónaband gegn vilja sínum, en líka vonarstjarna, þar sem henni tekst að brjótast gegn örlögum sínum og snúa gæfunni sér í vil. rn

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Stúlkan Katrín er sárafátæk, en á dánardegi móður hennar gefur gamla skóarakonan henni rauða skó. Katrínu þykja skórnir undurfagrir og ber þá við útför móður sinnar. Í kjölfarið verður hún fyrir þeirri lukku að gömul sterkefnuð kona tekur hana að sér. Þeirrar fyrsta verk verður að brenna rauðu skóna og fata Katrínu uppá nýtt. Hún lifir nú sældarlífi undir verndarvæng gömlu konunnar um nokkra hríð. Þegar kemur að því að kaupa á hana fermingarfötin fara þær meðal annars til skósmiðsins. Katrín heillast þar af eldrauðum skóm, sem minna hana á bernskuskóna – en gamla konan tekur því fjarri. Þannig vill þó til að henni er farin að daprast sjón, svo Katrín leikur á hana, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Rauðu skórnir" eru saga um hvernig hégómi og undirferli getur farið með fólk. Stúlkan Katrín tekur sannarlega út fyrir syndir sínar, en iðrunin gæti þó fært henni frið. rn

  • by H.c. Andersen
    10.99 kr.

    Berfætt og gegnköld reikar lítil stúlka um götur borgarinnar. Alltof stórum skónum tapaði hún við að flýja undan hraðskreiðum vögnum og nú eru fætur hennar, jafnt og hendur, bólgin af kulda. Það eina verk sem henni var falið, að selja eldspýtnabréf, hefur mistekist. Enginn hefur keypt og auralaus þorir hún ekki heim. Í ráðaleysi sínu sest hún skjálfandi niður í húsasundi, og freistast til að kveikja á einni eldspýtu til að orna sér ofurlítið við. Bjarmi þeirra birtir henni þær yndislegustu tálsýnir um hlýju og velsæld sem hún hefur nokkru sinni getað látið sig dreyma um. Eina af annarri lætur hún eldspýturnar blossa, og hver og ein færir henni nýja draummynd. En sú síðasta verður henni afdrifarík. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Litla stúlkan með eldspýtunar" er eitt þeirra sem flest þekkja og hefur, þrátt fyrir nöturlega segðina, verið vinsæl jólasaga og aðlöguð að ýmsum formum. Í sögunni birtast kunnugleg minni Andersens, eins og samúðin með fátæktinni og þá sérstaklega fátæku börnunum. Hungrið og kuldinn nístir gegnum hvert orð og ekki fer hjá því að sá boðskapur sé mikilvægur um jólaleytið, þegar smjör drýpur af hverju kuldastrái velmegunarinnar. rn

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Í kínverska keisaradæminu er mikið um dýrðir, postulínshallir og skrúðgarðar gleðja þar gestsaugu. Öllum sem heimsækja staðinn ber þó saman um að af beri söngur næturgalans, sem syngur fyrir fátæka fólkið á kvöldin. Um þetta les keisarinn sjálfur í bók, dag nokkurn, og verður steinhissa á því að hafa ekki fyrr vitað um tilvist næturgalans. Óðara lætur hann senda út leitarflokk, til að finna fuglinn, svo hann megi hlýða á söng hans. Fuglinn syngur með mestu ánægju og keisarinn kemst við af fegurðinni. Fær hann nú fuglinum fasta stöðu við hirðina, sem hann gegnir ófrjáls um hríð, þar til stöðunni er ógnað af vélfugli sendum frá Japan. Þá sé litli fuglinn sér leik á borði, en fundum þeirra keisarans á þó eftir að bera aftur saman síðar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Næturgalinn er eitt af hans frægustu verkum. Þar blandast, eins og í mörgum öðrum sögum hans, andstæðir heimar menningar og náttúru. Samskiptamátinn þessara tveggja póla markar sögunni áhugaverða sérstöðu, en hér talar fuglinn sama tungumál og mennirnir. Þessa staðreynd má túlka á ýmsa vegu, en sú fegursta er án vafa, að tungumál fegurðarinnar skiljist þvert á tungur og tegundir.

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Fallegt lítið grenitré stendur í skógi og á sér þann draum heitastan að verða stærra og fallegra og öðlast æðri tilgang. Fegurð hversdagsins fer framhjá því meðan það hugsar ekki um annað en að stækka. Utan að sér heyrir það sögur af stórum grenitrjám sem breytast í siglutré en fljótlega verður æðsta takmarkið að fylgja mönnunum heim og verða jólatré. Er líður að jólum er grenitréð höggvið og ver sínu hamingjuríkasta kvöldi og nótt skreytt fegurstu djásnum og prjáli. En draumurinn endist ekki lengi og strax að loknum jólum er því kastað í geymslu á háaloftinu, þar sem óvænt ævikvöld bíður þess. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í sögunni um „Grenitréð" gætir ádeilu hans á framkomu mannsins gagnvart náttúrunni, sem er leiðarstef í mörgum ævintýrum hans. Þar spretta einnig upp þemu eins og hverfulleiki efnislegra gæða og mikilvægi þess að gleyma ekki að njóta líðandi stundar. Náttúruverndarboðskapur sögunnar og núvitund tala með beinum hætti til þeirra málefna sem brenna á fólki enn þann dag í dag, sem sýnir hversu tímalausar sögur Andersens eru. rn

  • by H.c. Andersen
    From 10.99 kr.

    Ungur dáti á leiðinni heim úr stríði mætir gamalli kerlingu. Sú segir honum að geri hann henni lítinn greiða skuli hann eignast alla þá peninga sem hann getur óskað sér. Verkefnið sem honum er falið er að klifra niður í holan trjástofn og sækja gömul eldfæri. Þar mæta honum hundar þrír, sem hafa augu á stærð við undirskálar, mylnuhjól og sívaliturna, og gæta hver um sig kistla með kopar-, silfur- og gullpeningum. Kerlingin kenndi honum brellu til að leika á hundana og hann fyllir vasa sína af gullpeningum. En mikill vill meira og í ágirnd sinni á eldfærunum dularfullu drepur hann kerlinguna og heldur til borgarinnar að lifa í vellystingum. Þar uppgötvar hann galdramátt eldfæranna sem verða upphafið að atburðarrás græðgi og klækjabragða.Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Eldfærin" eru eitt af hans grimmustu ævintýrum, sem þrátt fyrir að hafa yfirbragð spennu og bellibragða sýna hvernig ágirndin getur hlaupið með menn í gönur, með ófyrirséðum afleiðingum. rn

  • by H.c. Andersen
    10.99 kr.

    Á degi hverjum glymur í eyrum stórborgarbúanna undurfagur hljómur dularfullrar klukku. Enginn veit hvar klukkan er sem hringir svona fagurlega. Fólkið leggur af stað út í skóginn í leit að uppsprettu hljóðsins, en truflast á leiðinni og alltaf slær klukkan utan seilingar. Keisarinn lætur þau boð út ganga, að hver sá sem geti uppgötvað, hvaðan hljóðið komi verði skipaður „heimshringjari". Ýmsir sækjast eftir þeirri nafnbót, en falsspámenn eru víða. Það er ekki fyrr en tveir ungir fermingardrengir fara á stúfana, fullir af æskufjöri og fróðleiksþorsta, að nýjar vísbendingar koma fram í hinu dularfulla klukkumáli. Þó leiðir þeirra liggi ekki saman er áfangastaðurinn einn og hinn sami, en útlit klukkunnar er heldur óvænt. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Klukkan" sameinar mörg af hans helstu skáldskapareinkennum. Þar birtist samspil manns og hinnar upphöfnu náttúru sem mannskepnan skilur varla lengur. Trúarlegur undirtónn, sem er áberandi víða í ævintýrum Andersens, skapar fyllingu í heildarmyndina. Úr verður undurfagurt samspil fegurðar náttúrunnar og barnslegs hreinleika manneskjunnar. rn

  • by H.c. Andersen
    10.99 kr.

    Í tindátaöskjunni er einn sem sker sig úr. Sá er tindátinn sem vantar á annan fótinn, sökum þess að tinið var uppurið þegar búið var að steypa bræður hans. Dátinn lætur fótskortinn þó ekki á sig fá og stendur jafn stöðugur og hinir. Saman flytja þeir á nýtt heimili þar sem kennir ýmissra grasa í leikfangaherberginu. Mest af öllu heillast tindátinn þó af fagurri dansmey, sem líkt og hann stendur á öðrum fæti. Hún er þó umtalsvert hærra sett og býr í kastala. Það kemur ekki í veg fyrir að tindátinn unni henni hugástum. Þegar nóttin leggst yfir og heimilisfólkið fer að sofa bregða barnagullin á leik. Það gengur á með dansi og látum, hjá öllum nema tindátanum og dansmeynni. Bæði standa staðföst á sínum eina fæti og horfast á af einbeitni. En tindátinn átti eftir að taka á honum stóra sínum og lenda í ýmsum hremmingum áður en hann fengi að nálgast ástina sína. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Tindátinn staðfasti" er ein þeirra sagna Andersens þar sem leikföngin vakna til lífsins, og eiga slíkar sögur enn í dag sér beina leið inn í barnshjörtun. Tindátinn er ekki eins og allir hinir, en lætur það ekki á sig fá og stendur staðfastur á sínu. Sagan hans er falleg frásögn um það, hvernig það að eiga sér takmark og ástríðu getur hjálpað hverjum sem er að takast á við erfiðleika í lífinu. rn