Books by Óþekktur

Filter
Filter
Sort bySort Newest
  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Sagt er frá fátækum hjónum sem eignast lítinn son. Spáð er fyrir því að sonurinn muni giftast konungsdóttur. Þegar kóngurinn fréttir af spádómnum reiðist hann og skipar að láta stytta drengnum aldur. Böðullinn sem fær það verkefni aumkar sér svo yfir drengnum að hann getur ekki með nokkru móti drepið hann. Drengurinn lifir og þegar kemur að því að eignast kóngsdótturina þarf hann að ganga í gegnum erfiðar þrautir. Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Óþekktur
    From 9.99 kr.

    Fátækur bóndi á þrjá syni. Yngsti sonurinn, Nonni, er svo smávaxinn að hann getur falið sig í stígvéli pabba síns og er því alltaf kallaður Trítill. Trítill er mjög forvitinn um allt mögulegt og stoppar allsstaðar til þess að fræðast um það sem verður á vegi hans. Forvitnin verður honum þó til framdráttar og kennir okkur það að margur er knár, þó hann sé smár.Lítið er vitað um ritun og uppruna ævintýrsins um Trítil. Sagan á rætur að rekja til Frakklands en höfundur þess er óþekktur eins og algengt er þegar þjóðsögu ævintýri koma við sögu. Þriggja bræðra formið er þó þekkt víða og hefur skotið upp kollinum í ævintýrum um allan heim. Líklegt er að sagan um Trítil hafi gengið lengi manna á milli. Frakkar eiga ríka hefð fyrir þjóðsögum. Öskubuska, Fríða og dýrið og Stígvélakötturinn eru meðal frægustu þjóðsagna Frakklands.

  • by Óþekktur
    44.99 kr.

    Heiðarvíga saga er talin vera ein af elstu Íslendingasögunum. Hún segir frá afkomendum Egils Skalla-Grímssonar og átökum milli Húnvetninga og Borgfirðinga. Deilur þessa tveggja hópa enduðu svo á heiðinni Tvídægru en þaðan dregur sagan nafn sitt. Einnig er verkið kallað Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.Sagan varðveittist ekki sérlega vel en það kom ýmislegt fyrir sem orsakaði það, bruninn í Kaupmannahöfn, blaðsíður týndust, skrifað var upp eftir minni og fleira í þeim dúr svo því miður hefur sagan ekki varðveist almennilega sem ein heild.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Grænlendinga þáttur er stutt saga sem tilheyrir ritum Íslendingasagnanna. Verkið fjallar aðallega um þá Einar Sokkason frá Bröttuhlíð og mann að nafni Össur og bardaga sem átti sér stað þeirra á milli. Sokki faðir Einars leitaði í kjölfarið sátta á þingi en mætti þar ósætti Símonar, frænda Össurar. Sá taldi bæturnar sem um ræddi heldur fálegar og endaði það með vígi milli þeirra tveggja.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Gull-Þóris saga hefur einnig verið nefnd Þorskfirðinga saga. Sögusvið hennar er Ísland og einnig Noregur á köflum. Hún segir frá Gull-Þóri Oddssyni, syni Odds skrauta, sem var höfðingi í Þorskafirði. Átti sá maður í deilum við Hall nágranna sinn. Deilurnar snéru að því að Þórir hafði farið utan í hernað ásamt syni Halls, Hyrningi. Á ferðum sínum efnaðist Þórir mjög og vildi Hallur fá hlut af gulli hans fyrir hönd sonar síns en því var Þórir vitaskuld ósammála. Upphófust miklir bardagar í kjölfarið en enduðu þeir ferðafélagar Þórir og Hyrningur þó sáttir að lokum.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Gunnlaugs saga ormstungu er ein af vinsælustu sögum Íslendingasagnanna. Hún er einnig frekar dæmigerð og einkennandi fyrir Íslendingasögur almennt. Í henni má finna hina hefðbundnu hetjuímynd, forlagahyggju, kveðandi skáld, ástarævintýri og bændasyni sem fljúgast á. Helstu persónur sögunnar eru Gunnlaugur ormstunga, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra, barnabarn Egils Skalla-Grímssonar. Vart þarf að taka fram að mennirnir tveir keppast um hylli þessarar fögru konu. Höfundur gefur karlmönnunum þó töluvert meira rými í sögunni en Helga sjálf verður meira eins og aukapersóna. Verkið er ómissandi partur af Íslendingasögunum en það er stutt og heldur auðlesið.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Þórðar saga hreðu er ein Íslendingasagnanna og talin með þeim yngri í þeim flokki. Líklegt þykir að hún sé rituð í kring um 1350. Sögusvið hennar er að mestu Miðfjörður í Húnaþingi og Skagafjörður.Söguhetja bókarinnar er Þórður hreða eins og titillinn gefur til kynna. Þórður þessi flúði Noreg eftir að hafa vegið sjálfan Sigurð Gunnhildarson konung í Noregi. Settist hann svo að norður í landi og var hann orðaður við smíði margra nafnkunna húsa en hann reisti meðal annars skála Flatatungu í Skagafirði.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Reykdæla saga og Víga-Skútu er verk sem varðveitt er í handritum sem rituð voru á Íslandi í lok 17. aldar. Verkinu er skipt í tvær sögur en lítið samhengi er milli þeirra og hefur því verið haldið fram að um sé að ræða tvær sjálfstæðar sögur.Sú fyrri segir frá Vémundi kögri og gerist að mestu í Reykjadal en þar kemur einnig við sögu Áskell goði og skipar stóran sess í frásögninni. Síðari sagan segir frá Víga-Skútu syni Áskels en sá bjó í Mývatnssveit og gerist sú saga að mestu þar. Kemur þar fyrir bærinn Skútustaðir sem hreppurinn dregur nafn sitt af í dag.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Svarfdæla saga segir frá landnámi og deilum í Svarfaðardal og dregur hún þaðan nafn sitt. Ljótólfur goði á Hofi og Þorstein svörfuður á Grund áttu þar í deilum. Skáldið og berserkurinn Klaufi Hafþórsson kemur einnig við sögu ásamt hinni skapstóru Yngveldi fagurkinn.Sagan er ekki sérlega trúverðug en hafa þó fornminjar þótt benda til þess að í henni sé sannur kjarni. Verkið er ekki sérlega vel varðveitt og í hana kann að vanta kafla ásamt því að stór eyða er í sögunni. Ekki mátti miklu muna á að sagan í heild sinni hefði glatast.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Egils saga Skalla-Grímssonar er einna elst Íslendingasagna ásamt því að vera sú blóðugasta. Verkið fjallar aðallega um víkinga og gerist því að mestu utan landsteinanna. Aðalpersóna sögunnar er aðeins ein, Egill Skalla-Grímsson. Sá lét strax til sín taka á unga aldri og er að öllum líkindum grimmasta hetja Íslendingasagnanna.Sagan einkennist af víkingaferðum, ránum, bardögum og því sem helst einkenndi líf víkinga fyrr á öldum. Jafnframt koma við sögu ýmsir galdrar, yfirnáttúrulegar verur, rúnaletur og ásatrú.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Fljótsdæla saga gerist á Austurlandi, einkum í Fljótsdal. Sagan er sögð í framhaldi af Hrafnkels sögu Freysgoða. Einnig tengist hún Droplaugasona sögu og segir að hluta til frá sömu sögupersónum, Helga og Grími Droplaugarsonum. Stíll sögunnar er sérstæður og líflegur en persónur sögunnar eru fjölbreyttar og eftirminnilegar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Bárðar saga Snæfellsáss fjallar um Bárð nokkurn sem var hálfur maður og hálfur risi. Hann flúði land í Noregi og nam land á Snæfellsnesi. Síðar gekk hann svo í jökulinn og gerðist landvættur Snæfellinga.Sagan gerist á landnámsöld og er rituð í svokölluðum ýkjustíl. Hún segir frá tröllum, skapmiklum konum og hugdjörfum mönnum. Sögusvið bókarinnar er utanvert Snæfellsnes og tröllabyggðir Noregs. Átök kristni og heiðni koma við sögu, þar sem Bárður mætir sjálfum Ólafi Tryggvasyni, Noregskonungi.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Droplaugarsona saga er talin með elstu Íslendingasögum, líklega frá því fyrir eða um miðja 13. öld. Sagan segir frá sonum Droplaugar, þeim Helga og Grími. Sagan gerist á Austurlandi, beggja megin Lagarfljóts en hún skarast að hluta til á við Fljótsdælasögu sem gerist einnig þar eystra.Annar bróðirinn, Helgi, átti í deilum við nafna sinn Ásbjarnarson. Lýsingar á bardögum þeirra nafna eru með þeim eftirminnilegri í fornritum. Litríkir karakterar skreyta söguna og kvenskörungar á borð við þær Droplaugu, Gró á Eyvindará, Álfgerði lækni á Ekkjufelli og Þórdísi todda koma einnig við sögu.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Færeyinga saga gerist í Færeyjum á 10 öld. Verkið segir frá þeim Sigmundi Brestissyni og Þrándi í Götu sem áttu í deilum um yfirráð í Eyjunum um árið 1000. Þrándur sá er talinn einn eftirminnilegasti skúrkur íslenskra fornsagna en Sigmundur er svarinn í ætt við hetjur eins og Gunnar á Hlíðarenda.Sagan fjallar um kristnitöku í Færeyjum en líkt og á Íslandi gekk hún ekki átakalaust fyrir sig. Færeyinga saga er skemmtileg og nokkuð ólík helstu Íslendingasögum.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Bjarnar saga Hítdælakappa segir frá Birni Arngeirssyni frá Borg í Mýrum, afkomanda Egils Skalla-Grímssonar. Sagan fjallar um Björn þennan og deilur hans við mann að nafni Þórður Kolbeinsson. Sögusvið bókarinnar er Borgarfjörður en Björn hélt einnig utan þar sem hann hlaut lof fyrir hreysti sitt. Sagan er heldur frumstæð en í senn áhugaverð og skemmtileg.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Brennu-Njáls saga er segnnilega þekktasta Íslendingasagan og er hún kennd við flesta menntaskóla á Íslandi enn í dag. Sagan fjallar um hugrakkar hetjur sem leggja allt undir til þess að verja sæmd sína og heiður. Atburðir sögunnar gerast flestir á suðurlandi en þó einnig utan landsins.Í upphafi segir frá lífi fólksins á Hlíðarenda, þeirra Gunnars, Hallgerðar Langbrókar og sona þeirra. Síðar tekur við frásögn af lífi Njáls á Bergþórshvoli, Bergþóru konu hans og drengja þeirra. Sagan einkennist af bardögum, hefnd, tilraunum til sátta og síðast en ekki síst fjallar hún um einn hörmulegasta atburð Íslendingasagnanna, Njálsbrennu sem sagan dregur nafn sitt af.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Flóamanna saga er talin rituð um 1300 en hún hefur varðveist í tveimur útgáfum sem eru heldur frábrugðnar hvor frá annarri. Sögusviðið hennar er Gaulverjabær á Suðurlandi en einnig teygir hún sig til Noregs, Bretlands og Grænlands.Verkið fjallar um Þorgils Örrabeinsstjúp, nokkuð dæmigerða íslenska hetju sem tekur upp kristni og uppsker í kjölfarið reiði þrumuguðsins Þórs. Auk hans koma við sögu þekktar persónur eins og Ingólfur Arnarson, fóstbróður hans Leifur, Eiríkur rauði og Ásgrímur Elliða-Grímsson. Verkið er vel uppbyggt og þykir frásögnin frá dvölinni á Grænlandi áhrifamikil og nokkuð raunsönn.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Gísla saga Súrssonar er einna vinsælust Íslendingasagna og er Gísli talinn til ástsælustu hetja þeirra. Saga þessi er líklega rituð um lok 13. aldrar en sögusviðið er að mestu Vestfirðir, einkum Dýrafjörður, Arnarfjörður og Breiðafjörður. Talið er að kjarni sögunnar sé sannur en hún hafi þó að miklu leyti fengið á sig skáldlegan búning.Verkið fjallar um ósættir og mannvíg þar sem hinn forni frændsemisháttur ríkir. Helstu persónur bókarinnar eru Gísli Súrsson, Auður kona hans, Þorkell bróðir Gísla og Þorgrímur goði. Sagan þessi er ein þeirra Íslendingasagna sem hefur verið kennd í gunn- og menntaskólum landsins um árabil.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Grettis saga fjallar um Gretti sterka Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði. Hann var ógnarsterkur og hræddist fátt. Verkið segir frá æsku Grettis og uppvexti, lífshlaupi hans og óláni. Einna þekktust er sagan af útlegð hans sem endaði í Drangey í Skagafirði þar sem hann var að lokum veginn. Grettis saga telst til þekktustu og vinsælustu Íslendingasagna og er mikilvæg lesning fyrir alla unnendur þeirra.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Fóstbræðra saga gerist á síðari hluta 10. aldar og er sögusvið hennar Ísland, Grænland og Noregur. Sagan segir frá fóstbræðrunum Þormóði Kolbrúnarskáldi og Þorgeiri Hávarssyni. Þrátt fyrir sterk vinabönd og samleið eru þeir félagar ansi ólíkir. Þorgeir er vígamaður mikill og heiðinn en Þormóður er kvennamaður og skáld sem á auðvelt með að laga sig að aðstæðum og getur til að mynda tekið upp nýja trú án vandræða.Sagan er frábrugðin helstu Íslendingasögum að mörgu leyti og má þá helst nefna höfundarafstöðu. Í flestum Íslendingasögum er höfundur ósýnilegur en í þessu verki talar höfundur hér um bil beint til lesandans. Sagan þykir heillandi fyrir skemmtilegar lýsingar og sérstæðan stíl og má þess geta að Gerpla eftir Halldór Laxness er byggð á verki þessu.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Eyrbyggja saga er sérstök og heldur frábrugðin helstu Íslendingasögum. Bygging hennar er frábrugðin og persónur hennar skarast gjarnan á við það sem þekkist úr Brennu-Njáls sögu og Laxdælu sem dæmi. Sögusviðið er norðanvert Snæfellsnes um og eftir árið 1000.Sagan fjallar um Snorra goða Þorgrímsson, litríkan og blendinn málafylgjumann og segir frá valdaferli hans á hugmyndafræðilegan hátt. Verkið fjallar ekki einvörðungu um ævi Snorra heldur er það skýr þjóðfélagsspegill þess tímabils sem sagan spannar. Ljóst er að höfundur veitir samfélagslegum þáttum á söguöld mikla athygli en Sturla Þórðarson hefur gjarnan verið nefndur sem hugsanlegur höfundur sögunnar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Eiríks saga rauða segir frá landkönnun norrænna manna bæði á Grænlandi og í Vesturheimi. Eiríkur rauði var hrakinn frá Íslandi og fór þaðan til Noregs þar sem hann tók upp kristna trú að ósk Noregskonungs. Verkið fjallar um áætlaða för Eiríks til Íslands frá Noregi en hann rak á land í Skotlandi þar sem hann varð veðurtepptur um hríð og kynntist konu. Áfram hélt hann svo en enn blésu vindar og hann endaði á því að finna Vínland.Sagan er talin hafa verið skrifuð snemma á 13. öld en hún er varðveitt bæði í Hauksbók og Skálholtsbók. Líkt og með aðrar Íslendingasögur sem varðveist hafa í fleiri en einu riti ber þeim ekki saman að öllu leyti. Þó er talið að sú útgáfa sem finnst í Skáholtsbók sé líkari upphafsgerðinni frá 13. öld.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Bandamanna saga er eina Íslendingasagan sem öll gerist eftir söguöld eða skömmu eftir 1050. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og svo á alþingi á Þingvöllum. Verkið fjallar um feðgana Ófeig Skíðason og Odd son hans. Sá yngri varð auðugur af verslun og keypti sér jörð á Mel í Miðfirði ásamt því að kaupa sér þar goðorð. Lendir hann svo í hinum ýmsu vandræðum þar sem faðir hans kemur honum til bjargar. Bandamanna saga er sögð á gamansaman hátt en deilir um leið á stétt höfðingja.Frásögnin er merkileg fyrir þær sakir að hún er varðveitt í bæði Möðruvallabók og Konungsbók. Útgáfurnar tvær eru ekki eins að öllu leyti og er sú sem finnst í Möðruvallabók töluvert lengri en hin, sem dæmi. Skiptar eru skoðanir fræðimanna á því hvor útgáfan hafi komið á undan.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Finnboga saga ramma gerist á 10. öld og er sögusvið hennar aðallega Flateyjardalur í Suður-Þingeyjasýslu og Noregur um tíma. Sagan er með yngri Íslendingasögum og talin hafa verið rituð snemma á 14. öld. Hún segir frá Finnboga ramma sem borinn var út sem barn en bjargað af því ágæta fólki Gesti og Syrpu á Tóftum í Flateyjardal.Upphaflega var Finnbogi kallaður Urðarköttur en er hann fannst var hann reifaður í urð. Síðar bjargaði hann manni að nafni Finnbogi úr sjávarháska og þegar sá maður lést gaf hann Urðarketti nafn sitt. Viðurnefnið rammi hlaut hann svo af vexti sínum en Finnbogi var mikill vígamaður. Sagan er bæði fjölskrúðug og viðburðarík.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Ljósvetninga saga er varðveitt í tveimur gerðum en sú yngri inniheldur einnig nokkra sjálfstæða þætti. Verkið er ekki sérlega vel varðveitt og er bygging þess heldur sundurlaus. Talið er að sagan hafi verið rituð á 13. öld þó mögulegt sé að það hafi verið fyrr.Verkið fjallar um Þorgeir Ljósvetningagoða og syni hans en einnig um Guðmund ríka. Eftir Íslendingaþættina þrjá í sögunni er aðallega fjallað um Guðmund ríka og deilur hans við Ljósvetninga. Þórarins þáttur ofsa skipar svo lokin á bókinni þar sem Ljósvetningar koma hvergi við sögu.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 27.99 kr.

    Grænlendinga saga segir að mörgu leyti frá sama efni og Eiríkssaga rauða en þó ekki á alveg sama hátt. Hún er talin hafa verið rituð um miðja 13. öld og hefur það varðveist í Flateyjarbók.Verkið segir frá því þegar Bjarni Herjólfsson hóf leit að föður sínum sem hafði farið ásamt Eiríki rauða til Grænlands. Einnig segir frá Leifi heppna, landafundum hans og hvernig hann hlaut viðurnefni sitt. Guðríður Þorbjarnardóttir kemur einnig við sögu en sú kona var talin vera víðförlasta kona heims í kring um árið 1000. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Kormáks saga gerist á tíundu öld og aðalpersónur verksins eru Kormákur Ögmundarson og hans stóra ást, Steingerður. Kormákur var eitt nafnkunnasta skáld síns tíma og segir sagan frá honum, eirðarlausum förumanni á ferð um Ísland, Noreg og Bretlandseyjar. Verkið inniheldur fjölmörg ljóð sem eignuð eru Kormáki og eru þau mörg hver ástarjátningar til Steingerðar en í sögunni má finna ríflega áttatíu dróttkvæði. Kvæðin fjalla um ástina, lof til Steingerðar en einnig má í þeim finna niðrandi orðsendingar til eiginmanns hennar. Sagan er talin vera með fyrstu Íslendingasögum sem skrifaðar voru en hún hefur varðveist vel.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Króka-Refs saga segir frá Refi Steinssyni sem hrekst frá Íslandi vegna deilna. Ferðast hann þá víða og fer meðal annars til Grænlands, Danmerkur og Noregs. Þrátt fyrir að teljast ekki til vinsælustu Íslendingasagna er sagan um margt skemmtileg. Hún minnir á riddarasögur eða fornaldarsögur Norðurlanda.Verkið er ólíkt helstu Íslendingasögum að því leyti að söguhetjan, Refur, er ekki sérlega líkur algengustu hetjum og stórmennum. Hann er nokkurs konar blanda af andhetju og ofurhetju. Til að mynda hikar hann ekki við að beita brögðum til að ná sínu fram og kemur sér hjá beinum átökum án nokkurrar skammar. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Kjalnesinga saga tilheyrir flokki yngri Íslendinga sagna en hún er talin rituð eftir aldamótin 1300. Sagan ber merki um skyldleika við þjóðsögur og einnig fornaldar- og riddarasögur. Höfundur virðist leggja mikið upp úr því að skemmta lesandanum í þessari sögu.Verkið segir frá landnámsmönnum Íslands en hefst á því að Helgi Bjóla nemur land á Kjalarnesi og giftist Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar. Við sögu koma einnig Þorgrímur og Arngrímur synir þeirra hjóna, Örlygur, Andríður, Kolli og Esja ásamt fleirum. Verkið er auðlesið auk þess að vera skemmtilegt aflestrar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 27.99 kr.

    Hænsna-Þóris saga fjallar um átök á milli bænda. Hænsna-Þórir þótti heldur ógeðfelldur maður. Hann var upphaflega fátækur en reis upp úr fátæktinni og gerðist bóndi. Þóri var gjarnan uppsigað við nágranna sína sem hann hafði jafnan grunaða um að líta niður á sig. Þegar heyskortur varð þurftu grannarnir þó að leita til Þóris sem neitaði þá að selja þeim hey. Vegna þessa urðu svo átök í kjölfarið.Verkið er heldur frábrugðið helstu Íslendingasögum en hefur það verið nefnt að sagan sé viðbrögð við lögum Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Lög þau kváðu á um að þeir bændur sem veitt gætu hey í heyskorti væru skyldugir að gera svo. Taldist það því ekki glæpur eða refsivert að herja á bónda sem neitaði í slíkum aðstæðum. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.