Books in Icelandic

Filter
Filter
Sort bySort Newest
  • by Janosch
    From 9.99 kr.

    Sagan um það þegar litla tígrisdýrið og litli björninn fóru til Panama."Þegar þú vin átt, þá þarftu ekkert að óttast!" Allir vita að litli björninn og litla tígrisdýrið eru góðir vinir. Saman eru þeir tveir dásamlega sterkir - sterkir eins og björn og sterkir eins og tígrisdýr. Þeim líður vel í húsinu sínu við ána. Dag einn finnur litli björninn kassa sem lyktar af yndislegum bönunum. Á kassanum stendur: "Panama". Svo vinirnir tveir halda af stað í ferðalag til draumalands síns, Panama.Janosch fæddist í Zabrze í Póllandi árið 1931. Hann hefur skrifað yfir 100 barnabækur, myndabækur og hefur skapað fjölda af sögum og persónum - og er stoltur faðir litla tígrisdýrsins, litla bjarnarins og allra vina þeirra. Hann hlaut þýsku unglingabókmenntaverðlaunin fyrir bók sína "Ferðin til Panama".

  • by Janosch
    From 9.99 kr.

    Sagan um það hvernig litli björninn og litla tígrisdýrið leituðu að hamingju heimsinsLitla björninn og litla tígrisdýrið dreymir um að finna mestu hamingju heimsins - mikið magn af gulli og gimsteinum. Og hvar eru slíkar gersemar yfirleitt grafnar? í jörðinni, auðvitað! Svo þeir byrja að grafa og leita allsstaðar.Janosch segir frá því á heillandi hátt hverja vinirnir hitta á ferðalagi sínu, hvernig þeir verða ríkir en missa allt aftur og verða svo hamingjusamir að lokum.Janosch fæddist í Zabrze í Póllandi árið 1931. Hann hefur skrifað yfir 100 barnabækur, myndabækur og hefur skapað fjölda af sögum og persónum - og er stoltur faðir litla tígrisdýrsins, litla bjarnarins og allra vina þeirra. Hann hlaut þýsku unglingabókmenntaverðlaunin fyrir bók sína "Ferðin til Panama".

  • by Daniel Zimakoff
    From 44.99 kr.

    Hér er að finna bækur nr. 6-10 í vinsælu seríunni um fótboltaliðið KF-Mezzi.KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.

  • by Erling Poulsen
    44.99 kr.

    Þegar hin nítján ára Kit Tanning vaknar við skothvell og finnur særðan mann við heimili sitt tekur tilvera hennar stakkaskiptum. Þrátt fyrir að maðurinn þjáist af minnisleysi eftir árásina laðast Kit samstundis af hlýrri nærveru hans. Sömu nótt er hann fluttur á sjúkrahús en er stuttu seinna sakaður um glæpi á borð við mannrán og hryðjuverk. Þegar hann leitar aftur á náðir Kits á flótta undan lögreglunni stendur hún frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Line Kyed Knudsen
    From 28.99 kr.

    K fyrir Klara fjalla um vináttuna, skólann og það að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans.K fyrir Klara 11 - erum við vinir?"Það var nýr strákur að byrja í bekknum, Nikulás. Hann er góður í fótbolta, brosir mikið og stelpurnar eru vissar um að hann muni verða mjög vinsæll. Þegar Júlía og Rósa halda að hann sé hrifinn af Klöru breytist allt." K fyrir Klara 12 - Að fara á hestbak"Júlía kemst ekki með Klöru og Rósu á frístundaheimilið vegna þess að hana langar að aðstoða frænku sína með sætan hest, sem heitir Freyja. Klöru langar bæði að fara með Júlíu, en líka að sauma klúta með Rósu, sem er hrædd við hesta. Þegar Rósa kemur loksins með þeim í reiðskólann, verður heimsóknin ekki alveg eins og vinkonurnar höfðu vonað."K fyrir Klara 13 - Andinn í glasinu"Klara og bekkurinn hennar eru með náttfatapartí í skólanum. Þau hlakka öll mjög mikið til. Júlía kom með leikinn "Andinn í glasinu". Hún segir að hann geti hjálpað þeim að tala við drauga. Rósu og Möllu finnst það of ógnvekjandi, og þegar þrumurnar þenja raust sína, veit Klara ekki lengur hvort henni finnist leikurinn vera skemmtilegur".K fyrir Klara 14 - Er ég feit, mamma?"Júlía býður bekknum í afmælisveisluna sína. Þau ætla að fara saman í sundlaug. Eftir það munu þau borða pitsu saman. Rósa spyr hvort það sé eitthvað annað í boði en pitsa, vegna þess að hana langar ekki til þess að borða óhollan mat. Klara skilur ekki. Rósa elskar pitsu. Og hún er svo mjó. Og ef Rósu finnst hún vera feit, er þá Klara ekki feit líka?"K fyrir Klara 15 - Forboðna myndin"Klara er spent fyrir því að láta taka bekkjarmyndina sína. Nokkrir strákanna taka myndir með símunum sínum. Þeir deila myndunum sín á milli. En, allt í einu er sumar myndirnar ekki svo saklausar og sumar af stelpunum verða mjög leiðar".Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.

  • by Line Kyed Knudsen
    From 28.99 kr.

    K fyrir Klara fjalla um vináttuna, skólann og það að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans.K fyrir Klara 6 - Þetta kallar á stríð!"Klara, Rósa og Júlía ætla allar saman í hárgreiðsluleik á frístundaheimilinu eftir skóla. Strákarnir ætla að fara í stríðsleik. Þegar Klara verður spennt fyrir því að vera með í stríðsleiknum verða stelpurnar leiðar og togstreita myndast um það hver fær að ráða leiknum." K fyrir Klara 7 - Ég finn til með þér"Rósa er nýbúin að fá kanínu sem heitir Nínus. Klöru finnst hún svo krúttleg og biður kanínu um í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. Þegar pabbi hennar missir vinnuna byrja foreldrar hennar að rífast örlítið og Klara verður hrædd um að þau muni skilja." K fyrir Klara 8 - Nýja frístundaheimilið"Klara, Júlía og Rósa eru að byrja á nýju frístundaheimili; þangað sem stóru krakkarnir fara. Klara er bæði kvíðin og spennt. Fyrstu dagarnir eru viðburðarríkir þar sem Klara lendir í óhappi á trampólíni fyrir framan Frey, sem er í fimmta bekk, og er seinna meir sökuð um að vera hjólabrettaþjófur." K fyrir Klara 9 - Skólaferðalagið"Klara, Rósa og Júlía eru á leið í fimm daga skólaferðalag. Rósa situr ein í rútunni á leiðinni og fer að gráta vegna þess að hún er bílveik. Klara og Júlía skemmta sér konunglega alla ferðina. Rósa er ekki eins glöð og vinkonurnar skilja ekkert hvað hefur komið fyrir." K fyrir Klara 10 - Stjörnustelpan "Það er verið að setja upp leikrit á frístundaheimilinu. Júlíu langar til þess að leika aðalhlutverkið, Stjörnustelpuna. Klara segir að hún muni vera ánægð með aukahlutverk sem Tunglskinsdrottningin. Þegar aðalhlutverkin eru gefin til Klöru og Freys breytist allt." Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.

  • by Line Kyed Knudsen
    From 28.99 kr.

    K fyrir Klara fjalla um vináttuna, skólann og það að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans.K fyrir Klara 16 - Alveg fullkomin"Klöru finnst henni vera að ganga vel í skólanum. En, einn daginn segir kennarinn nokkuð við hana sem lætur hana halda að henni gangi í raun ekki svo vel. Hvernig getur hún orðið betri? Eða, hvernig getur hún orðið algerlega fullkomin?"K fyrir Klara 17 - Bara grín!"Klara og bekkurinn hennar spila nýja leiki á iPadana sína. Það er skemmtilegt og spennandi að sjá alla hrópa hátt og blóta, þegar eitthvað slæmt gerist í leiknum. En það er bara grín, eða hvað? Klara veit það ekki og það lætur henni líða eins og hún sé skrítin."K fyrir Klara 18 - Óvinir að eilífu"Lára í hinum bekknum sakar Rósu um að gera eitthvað sem er ekki satt. Það gerir Rósu sorgmædda. Klöru langar til þess að hjálpa Rósu, svo að allir geti séð að Lára er að ljúga. En Klara gerir óvart svolítið heimskulegt og allt í einu eru Klara og Rósa óvinir að eilífu".K fyrir Klara 19 - Ertu ástfangin?"Klara er að fara í vatnsrennibrautagarð með bestu vinkonu sinni. Þetta verður besta frí í heiminum. Í garðinum hittir hún Karl... Karl með kái. Hann er sætur og Klöru líður eins og hún sé að verða ástfangin, en er Karl líka ástfanginn af henni?"K fyrir Klara 20 - Hver er vinsælastur?"Það byrjar ný stelpa í bekknum hennar Klöru: Gabríella. Hún er ljúf og vinsæl. Það finnst öllum, nema Klöru. Henni finnst Gabríella vera pirrandi og vond. Klara forðast Gabríellu en það er ekki gaman, vegna þess að allt í einu finnst Klöru hún vera útundan. Hvað getur hún gert?"

  • by Marvel
    9.99 kr.

    Hér er komin sagan um hvernig meðlimir Verndara alheimsins hittust. Heyrið um hvað fékk Peter Quill til að halda á vit geimævintýra og hvernig hann varð að Star-Lord.Einhver hefur brotist inn í rannsóknarstofur Nóva-sveitarinnar og Gamóru grunar að hún þekki innbrotsþjófinn persónulega. Hún fer ein af stað til að gera upp sakirnar – en getur hún bjargað sér án Verndaranna?© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Victoria Holt
    From 44.99 kr.

    Catherine er nýflutt heim til Yorkshire eftir nám í Dijon þegar hún hittir ungan mann að nafni Gabriel Rockwell. Hann er sonur baróns og býr á herragarði í útjaðri Yorkshire. Fundurinn verður ást við fyrstu sýn og Catherine og Gabriel gifta sig. Þegar heim á herragarðinn er komið áttar Catherine sig á því að ekki eru allir jafn ástfangnir af henni og Gabriel og ekki er allt eins og það á að vera. Yfir býlinu ríkir kuldalegt andrúmsloft og það virðist búa yfir hræðilegum leyndarmálum.idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /htmlVictoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Netta Muskett
    From 47.99 kr.

    Þegar Debóra Towner kynnist Brian Hayne vakna hjá henni tilfinningar sem voru henni áður ókunnar. Þau Debóra og Brian eiga sér ævintýralegt og ástríðufullt ástarsamband þar til að myrk leyndarmál Brian fikra sér leið upp á yfirborðið. Debóra situr eftir með sárt ennið og virðist þurfa að gjalda stórt fyrir að hafa gleymt sér í hita leiksins þegar líf hennar tekur stakkaskiptum á ný. Hún kynnist Uan Palisser. Uan er ríkur maður sem býður henni upp á allt sem hugann girnist og meira til. Með Uan getur Debóra leyft sér allann munað, klæðst fínustu flíkum og skartgripum. Hana skortir ekkert, eða næstum ekkert. Áfram leika örlögin Debóru grátt og fleiri menn flækjast inn í líf hennar. Hún verður yfir sig ástfangin af Adrian Penarth en telur sig ekki geta átt hann, né haldið áfram daglegu lífi, nema að játa allar syndir sínar og gera honum ljóst hver hún er í raun. Þá liggur leið hennar í klaustur þar sem hún ritar sögu sína.Netta Muskett (1887–1963) fæddist í Sevenoaks, Kent, Englandi, hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill. Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim. Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins. Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.

  • by Erling Poulsen
    44.99 kr.

    Systurnar Nora og Suna hafa alltaf átt í stirðu sambandi enda ólíkar á alla mögulega vegu. Þegar Nora fær fréttir af andláti systur sinnar vakna því hjá henni blendar tilfinningar. Eftir jarðarförina verður hún fyrir höfuðhöggi sem veldur því að hún missir tengslin við raunveruleikann. Við taka dagar sem einkennast af ringulreið, óvæntum ástum og undarlegum atvikum sem tengja þær systur á nýjan hátt.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Victoria Holt
    From 44.99 kr.

    Frá því Dallas Lawson hittir hinn heillandi og alræmda de la Talle greifa, veit hún að ekkert mun verða eins og áður. Kastalinn sjálfur hefur einnig dularfull áhrif á Dallas, en hann er djúpt inni í vínhéruðum Frakklands og segir sagan að þar sé reimt. Dallas er staðráðin í að ljúka ævistarfi föður síns; vinna við endurbætur á ómetanlegum málverkum í kastalanum. Hún sogast hins vegar inn í dularfulla leyndardóma – bæði sem varða kastalann og eiganda hans. Fljótt er ljóst að ekki aðeins málverkin í kastalanum þarfnast blíðu og umhyggju. Þegar Dallas hnýtur um gamalt leyndarmál þróast aðstæður yfir í að verða örlagaríkar, bæði fyrir de la Talle fjölskylduna og Dallas sjálfa. Getur hún treyst franska greifanum? Og voru það örlögin sem ráku hana í fangið á honum, eða var það eitthvað mun óhugnanlegra ... ? idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /htmlVictoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Erling Poulsen
    From 44.99 kr.

    Aðeins tólf ára gömul lendir Susanne í alvarlegu slysi þegar hún verður fyrir bíl á reiðhjólinu sínu. Gripinn ótta ekur bílstjórinn af vettvangi og skilur stúlkuna eftir bjargarlausa. Þrátt fyrir að Susanne lifi slysið af, hafa afleiðingarnar alvarleg áhrif á sálarlíf hennar og drauma um að verða leikkona. Það sem hún ekki veit er að sá sem olli slysinu er nær en hana grunar og brátt munu leiðir þeirra liggja saman á ný.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Erling Poulsen
    From 44.99 kr.

    Frank Holt er á leiðinni til Agadir í Morocco til þess að sameinast fjölskyldu sinni. Sonur hans, Tom, bíður föður síns með mikilli eftirvæntingu en stjúpmóðir hans virðist ekki sama sinnis. Áður en Frank kemst á leiðarenda skekur kröftugur jarðskjálfti borgina og veldur mikilli eyðileggingu. Það sem áttu að vera ljúfir endurfundir breytast fljótt í martröð þegar Frank í örvæntingu leitar fjölskyldu sinnar í húsarústunum. Grunlaus um ráðabrugg eiginkonu sinnar áttar Frank sig ekki á að hætturnar liggja víðar en í hamförunum.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    9.99 kr.

    Bindindissögur, eins og titillinn gefur til kynna, fjallar um áfengi og edrúmennsku á 20. öldinni. Hér eru fimm sögur sem eiga allar sameiginlegt þema. Bindindismennska þótti mikil dygð á 20. öldinni og strengdi fólk gjarnar bindindisheit af trúarlegum ástæðum.Sumar í sveitinni fjallar um Pál, hann er efnilegur og góður unglingur sem berst við að taka góðar ákvarðanir þegar hann gengur í gegnum viðkvæman tíma. Freistingar - Sigur er frásaga úr lífi drykkjumanns sem snertir á fjölskyldulífi og ást. Bón Fannýjar fjallar um verðandi brúður sem biður unnusta sinn að leggja niður bindindi sitt í eitt kvöld til þess að skála í brúðkaupinu. Gamla sagan og Úrfestin eru jólasögur sem fjalla um áfengisneyslu í kringum jólahátíðirnar.Hér veitir Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) innsýn í samfélagsmál á 20. öldinni, hún var trúrækin prestsdóttir sem kynnti sér fjölmörg samfélagsmál á ferli sínum sem stjórnmálakona og rithöfundur.Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Páll Eggert Ólason
    69.99 kr.

    Í öðru hefti ævisögu Jón Sigurðssonar er gerð grein fyrir afnámi Alþingis á Íslandi og stofnun landsyfirréttar. Að vana lét Jón hag og höfuðmál þjóðarinnar sig varða, en þá voru verslunarmál, fjárhagsmál og stjórnarhagir landsins efst á baugi. Fjallað er um þann merka áfanga er danakonungur skipaði að Alþingi yrði endurreist á ný en þingið kom fyrst saman árið 1845 þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn þingmaður Ísfirðinga. Sex árum síðar var kallað til Þjóðfundar sem reyndist afdrifaríkur atburður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og hin fleygu orð „vér mótmælum allir" hljómuðu af vörum íslensku fulltrúanna.Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.

  • by Óþekktur
    47.99 kr.

    Þegar að Alice Rescfor, dóttir bandarísks milljónamærings, er numin á brott á næturklúbbi í New York fær Basil fursti boð um að sérþekkingar hans sé þörf. Útsmoginn og samviskulaus glæpamaður sem stundar mansal á ungum stúlkum gengur laus um götur borgarinnar. Furstinn er þó hvergi smeykur frekar en endranær og býður hættunni birginn.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.

  • by Marvel
    9.99 kr.

    Internetið er hrunið ... um allan heim! Fljótlega kemur í ljós að valdurinn að því er Últron, illmennið ógurlega. Hefnendurnir verða að slá kröftum sínum saman til að bjarga mannkyninu og í þetta skipti þurfa þau hjálp frá Marvel liðsforingja og Alfa flugliði hennar.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Páll Eggert Ólason
    69.99 kr.

    Þriðji hluti ævisögu Jóns Sigurðssonar greinir frá Alþingisfundunum árin 1853 og 1857, þeim ýmsu þingmálum sem þar voru tekin fyrir ásamt baráttu Íslendinga fyrir verslunarfrelsi. Þrátt fyrir vonbrigði að þjóðfundi loknum, efldu niðurstöður hans samstöðu og viðhorf þjóðarinnar til sjálfstæðisbaráttu. Þá litu landsmenn helst til Jóns Sigurðssonar hvað þjóðmál snertir enda atorkusamur í að koma skoðunum sínum á framfæri, bæði í ræðu og riti. Var það helst tímaritið Ný félagsrit sem birti skoðanir baráttumanna um höfuðmál þjóðarinnar á fræðandi, leiðbeinandi og hvetjandi máta. Á þessum tíma tók Jón einnig við stöðu forseta Hins Íslenzka bókmenntafélags ásamt því að starfa fyrir Árnasafn þar sem hann lagði ríka áherslu á söfnun íslenskra handrita.Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    9.99 kr.

    Guðrún Lárusdóttir (1880 - 1938) hefur lengi verið þekkt fyrir fallegar sögur sem miðla þungum og erfiðum en jafnframt fallegum boðskap. Þar er Sigur (1917) enginn eftirbátur. Sagan fjallar um móðursorg. Sigrún hefur nýlega misst dóttur sína, Lilju. Hún leitar huggunar hjá vinnukonu sinni, Unu, sem þekkir sorgina sjálf af sárri reynslu. Á meðan Sigrún gengur í gegnum erfiða sorg á ýmislegt sér stað í nærumhverfi hennar. Fólkið í sveitinni sýnir henni ekki alltaf nærgætni og samfélagið gerir fljótt kröfur til hennar aftur um að gefa af sér og leggja öðrum lið. En Una reynir af fremsta megni að skerast í leikinn og hlífa nánustu vinkonu sinni við erfiðleikum, áreiti og dómhörku annarra. Þegar Sigrún telur sig ekki rata heim í myrkri tendrar Una ljós í glugga bæjarins. Sagan er innsýn inn í reynslu og tilfinningalíf kvenna snemma á 20. öldinni, hún varpar ljósi á mennskuna sem hefur lifað með okkur í gegnum aldirnar og gerir hetjudáðum kvenna hátt undir höfði.Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    9.99 kr.

    Sögurnar þrjár í þessu smásagnasafni Guðrúnar Lárusdóttur (1880 - 1938) komu út á bilinu 1915-1917.Ásta litla, fyrsta sagan, fjallar um unga stúlku sem er við að byrja aftur í skóla að hausti eftir sumarfrí. Hún er vön að ganga í skólann með fína tösku á bakinu. En vinkona hennar, Gerður, hefur nýverið fengið nýja skólatösku ásamt ýmsum öðrum gersemum sem hún geymir í töskunni. Þá verður Ásta afbrýðisöm. Hún hefur ekki fengið jafn skemmtilegt skóladót fyrir nýja árið og þarf að nota gömlu töskuna sína. En Ásta á eftir að læra hvað er nauðsynlegt og hvað er óþarfi, með hjálp kennara síns kemst hún kannski í skilning um hvað skiptir mestu máli að eiga.Önnur sagan fjallar um Einar kaupmann, sem er alvarlegur og ómannblendinn maður. En hann mýkist allur í umgengni við Björgu dóttur sína. Hún er létt í skapi og skemmtilegt barn. Þegar hún eldist flyst hún burt og kannar heiminn upp á eigin spýtur. En sjálfstæði hennar kemur aðeins upp á milli þeirra feðgina. Þau lenda í miklum vandræðum við að greiða úr sambandi sínu og ekki er víst að þeim takist það.Þriðja sagan, Góður vilji, fjallar um Elínu. Hún er saumakona með fötlun og leggur sig alla fram við að vinna fyrir sjálfri sér. Hún veit að sumir eiga um sárt að binda og þykir óbærilegt að hugsa til þess. Hana langar að láta gott af sér leiða og finnst ekkert betra en að gleðja aðra, einkum börn.Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    44.99 kr.

    Á heimleið er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Lárusdóttur sem gefin var út árið 1913. Hún segir frá hinni ungu Margréti í Hlíð. Lesandi kynnist Margréti þegar hún er komin um borð í skip og heldur af stað út í heim, burt frá æskuslóðum sínum. Hún fékk boð frá kaupmannshjónum í Noregi um að dvelja hjá þeim. Fljótt verður hún heltekin af heimþrá en leitar huggunar í náttúrufegurð, trúrækni og vináttu sinni við aðrar ungar konur. Margrét er ekki feimin við að fylgja eigin sannfæringu og myndar náið samband við prestinn, séra Björn. Í fyrstu virðist ekki hlýtt á milli þeirra, Margrét gagnrýnir ræður hans og tekur séra Björn því mis vel, en þegar áföll dynja á í nærumhverfi verður vinátta þeirra sterkari. Á heimleið (1913) er saga af tryggri ást, trúmennsku og fórnfýsi. En einna helst um hetjudáð ungrar konu. Verkið hlaut góða dóma úr mörgum áttum og þótti vönduð frumraun.Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1908. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    19.99 kr.

    Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) hefur lengi verið þekkt fyrir skáldverk sem dreifa sterkum boðskap um góðar dygðir, réttlæti og samfélagsmál hennar samtíma. Hún tók oft á málefnum sem hún þekkti vel, t.a.m. fjalla mörg verk hennar um fátækt, stöðu konunnar og Kristin gildi. En allt eru þetta málefni sem hún starfaði náið með á sínum ferli sem stjórnmálakona. Í skáldsögunni Brúðargjöfin kemur Guðrún mörgum af sínum helstu sjónarmiðum á framfæri í formi skáldskapar.Brúðargjöfin fylgir hjónabandi Hákonar og Helgu. Í brúðkaupi þeirra ganga orðrómar um efnahagsstöðu gesta, hve mis ættgóð nýpússuðu hjónin eru og hversu góðar brúðargjafirnar séu. En þegar líður á ævi hjónanna reynir mikið á. Þau lenda í erfiðleikum, sorg, missi og þá reynir á hvað skiptir í raun máli í þeirra lífi. Þegar litið er yfir horfin veg sést hvernig brúðkaupsgestirnir reyndust. Þá gæti komið í ljós hvaða gjafir skipta mestu máli eða hvort þær skipti máli yfir höfuð.Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    9.99 kr.

    Brandur er munaðarlaus piltur og afar umkomulaus. Góðhjartaður prestur tekur hann að sér og ákveður að ala hann upp þó hann eigi ekki mikið til að gefa. En oft verður góður hestur úr göldum fola, þegar Brandur vex úr grasi fótar hann sig betur en margir. Hann flyst erlendis um skeið en gleymir aldrei hversu mikið hann á séra Gunnari að launa. Þegar Gunnar eldist á hann enga nána ættingja til að sjá um sig, en snýr Brandur þá aftur eða heldur hann ævintýrum sínum áfram í hinum stóra heimi? Hér fjallar Guðrún Lárusdóttir (1880 - 1938) aftur um málefnum sem stóðu henni nærri. Fátækt á Íslandi og náungakærleikur birtist hér eins og í mörgum verkum hennar og ævistarfi.idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /htmlGuðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    9.99 kr.

    Sagan fjallar um Helga litla sem er er fjörugt barn og mikill afastrákur. Hann langar ekkert meira en að verða sterkur eins og Grettir Ásmundarson. Hann fær þá hugmynd því afi hans les Grettis sögu fyrir hann. En afi grípur þá tækifærið og segir honum sögu af sterkustu manneskju sem hann þekkti á sinni ævi, henni Helgu á Núpum, sem er amma Helga litla. Afinn segir sögur af henni frá barnæsku til fullorðinsára. Hún var hrein og bein, varði afa þegar honum var strítt af öðrum strákum í æsku. Hún var duglegust allra sveitunga við sláturgerð, hún bauð ýmsum mönnum birginn í viðskiptum og öðrum samskiptum. Afi og amma lögðu upp í ævintýraferð á hestum sínum þar sem amma Helga er hetjan sem bjargar deginum, eitthvað sem Helgi og aðrir krakkar geta tekið sér til fyrirmyndar.Afi og amma er saga af ást og virðingu, sannri hetjudáð og góðum gildum.Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    9.99 kr.

    Jólasögur eftir Guðrúnu Lárusdóttir konu fyrst út árið 1912, bókin inniheldur fimm smásögur; Sönn jólagleði; Hvíta Skipið; Jósef; Sonarfórn og Brotna Myndin. Eins og í flestum verkum Guðrúnar Lárusdóttur er sterkur boðskapur í hverri sögu. Þær fjalla allar um málefni sem við koma jólahaldi og teljast hugvekjur um áherslur og dygðir jólaandans. Mikilvægi friðar og góðmennsku er í fyrirrúmi og hver saga snertir á eðli og ábyrgð mennskunar.Sumar byggja á biblíusögum en aðrar eru íslenskar dæmisögur sem henta lesendum á öllum aldri. Sönn Jólagleði segir frá ungri stúlku sem uppgötvar tilgang jólanna. Í sögunni Hvíta skipið fræðir gamall maður barnabörn sín um jólin í gamla daga. Jósef fjallar um jólahald í fátækt. Sonarfórn segir frá hetjudáð ungs drengs í samstarfi við trú. Brotna Myndin er saga um erfiðar raunir ungrar stúlku og gleðina sem jólin færa okkur á erfiðum tímumidden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /htmlGuðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Erling Poulsen
    44.99 kr.

    Móna er á blómaskeiði lífs síns og býr ásamt föður sínum, Winter lektor, í hjarta Kaupmannahafnar. Þegar hún uppgötvar að henni er veitt eftirför að kvöldlagi læðist illur grunur að Winter, sem er tilneyddur til að rifja upp erfiða minningu og afleiðingar hennar. Gamall fjandmaður hans er kominn til að leita hefnda og spilla friðsælli tilveru þeirra feðgina. Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Robert van Gulik
    From 64.99 kr.

    Dee dómari, hinn frægi meistari í uppljóstrun glæpa, er nýtekinn við dómstólnum í borginni Poo-yang. Hans fyrsta verkefni er að hnýta lausa enda í hrottalegu morðmáli sem bíður úrskurðar. Hin unga Hreina Jaði hefur verið myrt á heimili sínu á Hálfmánastræti og bendir allt til þess að leynilegur elskhugi hennar hafi verið að verki. Inn í málið flækjast sögusagnir af kraftaverkum úr munkamusteri þar sem fjölmargar konur hafa orðið barnshafandi í nafni trúarinnar.Robert van Gulik (1910-1967) var hollenskur rithöfundur sem er best þekktur fyrir ævintýrin um Dee dómara. Sögupersónuna fékk hann að láni úr kínverskri skáldsögu frá 18. öld sem hann þýddi yfir á ensku og var hans fyrsta útgefna verk. Í kjölfarið skrifaði hann 17 bækur um Dee dómara sem komu út á árunum 1949-1968. Gulik var margt til lista lagt en ásamt ritstörfunum var hann austurlandafræðingur, diplómati og tónlistarmaður.

  • by Marvel
    9.99 kr.

    Heimildir Nick Furys herma að Svarta ekkjan sé í Rússlandi og hafi stolið háleynilegum tæknibúnaði. Fury og hinir Hefnendurnir trúa ekki að hin sanna Svarta ekkja hafi svikið þau. Saman fara Fury og Svarta ekkjan því til Rússlands til að finna tvífara hennar.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Páll Eggert Ólason
    69.99 kr.

    „Saga hans er saga þjóðar hans og samtímis" segir í fyrsta af fimm bindum um ævisögu Jón Sigurðssonar sem fæddist þann 17. júní árið 1811.Það bar snemma á gáfum og fróðleiksþorsta Jóns en hann fluttist ungur úr foreldrahúsum til að ljúka stúdentsprófi í Reykjavík og þaðan til Kaupmannahafnar til að leggja stund á háskólanám. Hér fá lesendur innsýn í æsku og uppvöxt Jóns á Hrafnseyri, þátttöku hans í félagsstörfum, persónulega hagi og félagslíf. Dregin er upp lýsandi mynd af aðstæðum á Íslandi þess tíma og störfum Jóns í þágu þjóðfélagsmála.Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.