Books in the Íslendingasögur series

Filter
Filter
Sort bySort Series order
  • by – Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Harðar saga og Hólmverja flokkast sem svokölluð útlagasaga og svipar henni til bæði Grettis sögu og Gísla sögu Súrssonar þó hún sé þeim að mörgu leyti frábrugðin líka. Sagan segir frá Herði Grímkelssyni sem ungur heldur utan. Kona Harðar var Helga Jarlsdóttir. Hörður var dæmdur til útlegðar og settist hann að í Geirshólma í Hvalfirði í kjölfarið. Þegar svo kom til átaka þar sem Hörður var veginn synti ekkja hans með syni þeirra tvo í land, til þess að komast undan.Styrmir fróði Kárason hefur verið nefndur sem hugsanlegur höfundur verksins en slíkt er þó algerlega óstaðfest. Sagan þykir endurspegla rósturtíma Sturlungaaldar og hafa fræðimenn jafnvel talið sig sjá líkindi með Herði Grímkelssyni og Sturlu Sighvatssyni. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    From 27.99 kr.

    Grænlendinga saga segir að mörgu leyti frá sama efni og Eiríkssaga rauða en þó ekki á alveg sama hátt. Hún er talin hafa verið rituð um miðja 13. öld og hefur það varðveist í Flateyjarbók.Verkið segir frá því þegar Bjarni Herjólfsson hóf leit að föður sínum sem hafði farið ásamt Eiríki rauða til Grænlands. Einnig segir frá Leifi heppna, landafundum hans og hvernig hann hlaut viðurnefni sitt. Guðríður Þorbjarnardóttir kemur einnig við sögu en sú kona var talin vera víðförlasta kona heims í kring um árið 1000. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Eyrbyggja saga er sérstök og heldur frábrugðin helstu Íslendingasögum. Bygging hennar er frábrugðin og persónur hennar skarast gjarnan á við það sem þekkist úr Brennu-Njáls sögu og Laxdælu sem dæmi. Sögusviðið er norðanvert Snæfellsnes um og eftir árið 1000.Sagan fjallar um Snorra goða Þorgrímsson, litríkan og blendinn málafylgjumann og segir frá valdaferli hans á hugmyndafræðilegan hátt. Verkið fjallar ekki einvörðungu um ævi Snorra heldur er það skýr þjóðfélagsspegill þess tímabils sem sagan spannar. Ljóst er að höfundur veitir samfélagslegum þáttum á söguöld mikla athygli en Sturla Þórðarson hefur gjarnan verið nefndur sem hugsanlegur höfundur sögunnar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Fóstbræðra saga gerist á síðari hluta 10. aldar og er sögusvið hennar Ísland, Grænland og Noregur. Sagan segir frá fóstbræðrunum Þormóði Kolbrúnarskáldi og Þorgeiri Hávarssyni. Þrátt fyrir sterk vinabönd og samleið eru þeir félagar ansi ólíkir. Þorgeir er vígamaður mikill og heiðinn en Þormóður er kvennamaður og skáld sem á auðvelt með að laga sig að aðstæðum og getur til að mynda tekið upp nýja trú án vandræða.Sagan er frábrugðin helstu Íslendingasögum að mörgu leyti og má þá helst nefna höfundarafstöðu. Í flestum Íslendingasögum er höfundur ósýnilegur en í þessu verki talar höfundur hér um bil beint til lesandans. Sagan þykir heillandi fyrir skemmtilegar lýsingar og sérstæðan stíl og má þess geta að Gerpla eftir Halldór Laxness er byggð á verki þessu.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Egils saga Skalla-Grímssonar er einna elst Íslendingasagna ásamt því að vera sú blóðugasta. Verkið fjallar aðallega um víkinga og gerist því að mestu utan landsteinanna. Aðalpersóna sögunnar er aðeins ein, Egill Skalla-Grímsson. Sá lét strax til sín taka á unga aldri og er að öllum líkindum grimmasta hetja Íslendingasagnanna.Sagan einkennist af víkingaferðum, ránum, bardögum og því sem helst einkenndi líf víkinga fyrr á öldum. Jafnframt koma við sögu ýmsir galdrar, yfirnáttúrulegar verur, rúnaletur og ásatrú.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Grettis saga fjallar um Gretti sterka Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði. Hann var ógnarsterkur og hræddist fátt. Verkið segir frá æsku Grettis og uppvexti, lífshlaupi hans og óláni. Einna þekktust er sagan af útlegð hans sem endaði í Drangey í Skagafirði þar sem hann var að lokum veginn. Grettis saga telst til þekktustu og vinsælustu Íslendingasagna og er mikilvæg lesning fyrir alla unnendur þeirra.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Gísla saga Súrssonar er einna vinsælust Íslendingasagna og er Gísli talinn til ástsælustu hetja þeirra. Saga þessi er líklega rituð um lok 13. aldrar en sögusviðið er að mestu Vestfirðir, einkum Dýrafjörður, Arnarfjörður og Breiðafjörður. Talið er að kjarni sögunnar sé sannur en hún hafi þó að miklu leyti fengið á sig skáldlegan búning.Verkið fjallar um ósættir og mannvíg þar sem hinn forni frændsemisháttur ríkir. Helstu persónur bókarinnar eru Gísli Súrsson, Auður kona hans, Þorkell bróðir Gísla og Þorgrímur goði. Sagan þessi er ein þeirra Íslendingasagna sem hefur verið kennd í gunn- og menntaskólum landsins um árabil.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Flóamanna saga er talin rituð um 1300 en hún hefur varðveist í tveimur útgáfum sem eru heldur frábrugðnar hvor frá annarri. Sögusviðið hennar er Gaulverjabær á Suðurlandi en einnig teygir hún sig til Noregs, Bretlands og Grænlands.Verkið fjallar um Þorgils Örrabeinsstjúp, nokkuð dæmigerða íslenska hetju sem tekur upp kristni og uppsker í kjölfarið reiði þrumuguðsins Þórs. Auk hans koma við sögu þekktar persónur eins og Ingólfur Arnarson, fóstbróður hans Leifur, Eiríkur rauði og Ásgrímur Elliða-Grímsson. Verkið er vel uppbyggt og þykir frásögnin frá dvölinni á Grænlandi áhrifamikil og nokkuð raunsönn.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Brennu-Njáls saga er segnnilega þekktasta Íslendingasagan og er hún kennd við flesta menntaskóla á Íslandi enn í dag. Sagan fjallar um hugrakkar hetjur sem leggja allt undir til þess að verja sæmd sína og heiður. Atburðir sögunnar gerast flestir á suðurlandi en þó einnig utan landsins.Í upphafi segir frá lífi fólksins á Hlíðarenda, þeirra Gunnars, Hallgerðar Langbrókar og sona þeirra. Síðar tekur við frásögn af lífi Njáls á Bergþórshvoli, Bergþóru konu hans og drengja þeirra. Sagan einkennist af bardögum, hefnd, tilraunum til sátta og síðast en ekki síst fjallar hún um einn hörmulegasta atburð Íslendingasagnanna, Njálsbrennu sem sagan dregur nafn sitt af.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Bjarnar saga Hítdælakappa segir frá Birni Arngeirssyni frá Borg í Mýrum, afkomanda Egils Skalla-Grímssonar. Sagan fjallar um Björn þennan og deilur hans við mann að nafni Þórður Kolbeinsson. Sögusvið bókarinnar er Borgarfjörður en Björn hélt einnig utan þar sem hann hlaut lof fyrir hreysti sitt. Sagan er heldur frumstæð en í senn áhugaverð og skemmtileg.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Færeyinga saga gerist í Færeyjum á 10 öld. Verkið segir frá þeim Sigmundi Brestissyni og Þrándi í Götu sem áttu í deilum um yfirráð í Eyjunum um árið 1000. Þrándur sá er talinn einn eftirminnilegasti skúrkur íslenskra fornsagna en Sigmundur er svarinn í ætt við hetjur eins og Gunnar á Hlíðarenda.Sagan fjallar um kristnitöku í Færeyjum en líkt og á Íslandi gekk hún ekki átakalaust fyrir sig. Færeyinga saga er skemmtileg og nokkuð ólík helstu Íslendingasögum.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Droplaugarsona saga er talin með elstu Íslendingasögum, líklega frá því fyrir eða um miðja 13. öld. Sagan segir frá sonum Droplaugar, þeim Helga og Grími. Sagan gerist á Austurlandi, beggja megin Lagarfljóts en hún skarast að hluta til á við Fljótsdælasögu sem gerist einnig þar eystra.Annar bróðirinn, Helgi, átti í deilum við nafna sinn Ásbjarnarson. Lýsingar á bardögum þeirra nafna eru með þeim eftirminnilegri í fornritum. Litríkir karakterar skreyta söguna og kvenskörungar á borð við þær Droplaugu, Gró á Eyvindará, Álfgerði lækni á Ekkjufelli og Þórdísi todda koma einnig við sögu.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Bárðar saga Snæfellsáss fjallar um Bárð nokkurn sem var hálfur maður og hálfur risi. Hann flúði land í Noregi og nam land á Snæfellsnesi. Síðar gekk hann svo í jökulinn og gerðist landvættur Snæfellinga.Sagan gerist á landnámsöld og er rituð í svokölluðum ýkjustíl. Hún segir frá tröllum, skapmiklum konum og hugdjörfum mönnum. Sögusvið bókarinnar er utanvert Snæfellsnes og tröllabyggðir Noregs. Átök kristni og heiðni koma við sögu, þar sem Bárður mætir sjálfum Ólafi Tryggvasyni, Noregskonungi.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by Óþekktur
    28.99 kr.

    Fljótsdæla saga gerist á Austurlandi, einkum í Fljótsdal. Sagan er sögð í framhaldi af Hrafnkels sögu Freysgoða. Einnig tengist hún Droplaugasona sögu og segir að hluta til frá sömu sögupersónum, Helga og Grími Droplaugarsonum. Stíll sögunnar er sérstæður og líflegur en persónur sögunnar eru fjölbreyttar og eftirminnilegar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    48.99 kr.

    Víga-Glúms saga er með elstu Íslendingasögum en hún er talin rituð á fyrri hluta 13. aldar. Verkið er ævisaga og á sér stað á 10. öld. Söguhetja þess er Glúmur Eyjólfsson en hann var mikill vígamaður og hlaut þannig nafnið Víga-Glúmur. Hann hefur jafnvel verið talinn svipa til sjálfs Egils Skalla-Grímssonar, grimmustu hetju Íslendingasagnanna.Glúmur bjó á Þverá í Eyjafirði, hann var skáldmæltur en þótti einnig klókur bragðarefur. Upphaflega hélt hann til Noregs að sanna sig hjá frændum sínum en síðar hélt hann heim þar sem hann átti í deilum við nágranna sína eins og flestar hetjur Íslendingasagnanna.Sagan er sögð á skoplegan hátt og er hún háði blandin og skemmtileg lestrar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    32.99 kr.

    Vopnfirðinga saga segir frá deilum manna á milli í Vopnafirði á söguöld. Aðalpersóna sögunnar er Brodd-Helgi Þorgilsson. Sá ólst upp hjá afa sínum eftir að faðir hans var veginn. Viðurnefnið hlaut Helgi þegar hann aðstoðaði heimanaut í vígum við aðkomunaut með því að binda mannbrodd sinn á enni þess. Geitir Lýtingsson, Blængur og Halla koma einnig við sögu en deilur urðu milli þeirra Helga og Geitis. Berast svo hefndir milli manna uns sættir verða eins og tíðkast í flestum Íslendingasögum.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    48.99 kr.

    Reykdæla saga og Víga-Skútu er verk sem varðveitt er í handritum sem rituð voru á Íslandi í lok 17. aldar. Verkinu er skipt í tvær sögur en lítið samhengi er milli þeirra og hefur því verið haldið fram að um sé að ræða tvær sjálfstæðar sögur.Sú fyrri segir frá Vémundi kögri og gerist að mestu í Reykjadal en þar kemur einnig við sögu Áskell goði og skipar stóran sess í frásögninni. Síðari sagan segir frá Víga-Skútu syni Áskels en sá bjó í Mývatnssveit og gerist sú saga að mestu þar. Kemur þar fyrir bærinn Skútustaðir sem hreppurinn dregur nafn sitt af í dag.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    28.99 kr.

    Hrana saga hrings fjallar um þá félaga Hrana hring og Einar frá Stóruvöllum í Bárðardal. Viðurnefni sitt, hringur, fékk Hrani vegna þess að hann hafði rauðan hring á vinstri kinn. Verk þetta er einungis varðveitt í handriti frá 19. öld en sagan segir að mestu frá ævintýrum þeirra félaga á ferð sinni um Fljótsdal en Hrani hringur berst meðal annars við tröll á ævintýralegri ferð sinni.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Hávarðar saga Ísfirðings segir frá Hávarði sem bjó á Blámýri og konu hans Bjargey Valbrandsdóttur. Eins og svo margir aðrir menn í Íslendingasögum, átti Hávarður í deilum við nágranna sinn, Þorbjörn Þjóðreksson. Eins og þekkist í slíkum deilum blandaðist alls konar fólk í málin og úr því varð meiriháttar deilusaga.Verkið er heldur sérstætt að því leyti að það er ekki dæmigert fyrir Íslendingasögu að vera og mörgu er snúið á hvolf. Höfðingi ofsækir þegna sína, sá gamli hefnir hins unga, börn fella vígamenn mikla og konur vinna verk karla svo dæmi séu nefnd. Stíllinn er því sérstakur og sagan skemmtileg ásamt því að hafa að geyma litríkar persónur.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Hrafnkels saga Freysgoða er einna þekktust Austfirðingasagna. Hún segir frá Hrafnkatli sem átti hestinn Freyfaxa. Maður kallaður Einar smalamaður fór ekki að orðum Hrafnkels og stalst til að ríða hestinum. Fyrir þennan verknað þarf Einar að gjalda með lífi sínu. Dráp það hafði svo víðferm áhrif í kjölfarið.Um fáar Íslendingasögur hefur verið jafn mikið skrifað og fjallað um og þessa nema þá helst Njálu. Þó sagan sé knöpp í samanburði við margar aðrar Íslendingasögur eru efnistök listræn og bygging hennar með þeim betri. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    28.99 kr.

    Heiðarvíga saga er talin vera ein af elstu Íslendingasögunum. Hún segir frá afkomendum Egils Skalla-Grímssonar og átökum milli Húnvetninga og Borgfirðinga. Deilur þessa tveggja hópa enduðu svo á heiðinni Tvídægru en þaðan dregur sagan nafn sitt. Einnig er verkið kallað Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.Sagan varðveittist ekki sérlega vel en það kom ýmislegt fyrir sem orsakaði það, bruninn í Kaupmannahöfn, blaðsíður týndust, skrifað var upp eftir minni og fleira í þeim dúr svo því miður hefur sagan ekki varðveist almennilega sem ein heild.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    21.99 kr.

    Þorsteins saga hvíta er eins konar inngangur að Vopnfirðinga sögu. Hún segir frá Þorsteini, afa Brodd-Helga, sem tók drenginn ungan til sín í fóstur eftir að Þorgils faðir hans lést. Sagan er jafnan kölluð þáttur eins og á við um fleiri styttri sögur sem tilheyra öðrum stærri verkum.Verkið er varðveitt í fleiri en einni útgáfu og ber þeim ekki saman að öllu leyti sem skýrir að sum nöfn persóna hafa skolast til. Verkið er hvergi að finna á skinni en sagan þó talin sönn í sögulegu tilliti og vel rituð.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    32.99 kr.

    Valla-Ljóts saga er Íslendingaþáttur sem fjallar um deilur og mannvíg í Svarfaðardal í kring um aldamótin 1000. Sagan er framhald af deilum þeim sem segir frá í Svarfdæla sögu. Bræðurnir Hrólfur, Halli og Böðvar standa frammi fyrir því að móðir þeirra hyggst gifta sig aftur og leggst einn bræðranna gegn því. Upphefjast þá deilur þar sem Valla-Ljótur kemur við sögu ásamt Guðmundi ríka.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    48.99 kr.

    Vatnsdæla saga hefst upphaflega í Noregi en færist svo heim til Íslands. Hún segir frá Ingimundi gamla og landnámi hans í Vatnsdal þar sem hann settist að og gerðist ættarhöfðingi. Verkið hefst eins og fleiri Íslendingasögur í heiðni en endar í kristni.Vatnsdæla saga er ættarsaga og fjallar um sögu fjögurra ættliða. Hún gerist í kring um árið 900 og telst því til yngri verka Íslendingasagnanna. Talið er að sagan hafi verið rituð á 13. öld.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    48.99 kr.

    Þórðar saga hreðu er ein Íslendingasagnanna og talin með þeim yngri í þeim flokki. Líklegt þykir að hún sé rituð í kring um 1350. Sögusvið hennar er að mestu Miðfjörður í Húnaþingi og Skagafjörður.Söguhetja bókarinnar er Þórður hreða eins og titillinn gefur til kynna. Þórður þessi flúði Noreg eftir að hafa vegið sjálfan Sigurð Gunnhildarson konung í Noregi. Settist hann svo að norður í landi og var hann orðaður við smíði margra nafnkunna húsa en hann reisti meðal annars skála Flatatungu í Skagafirði.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    From 28.99 kr.

    Gunnars saga Keldugnúpsfífils er ein Íslendingasagnanna og er talin hafa verið rituð á 15. eða 16. öld. Verk þetta er varðveitt í handriti frá 17. öld. Sagan telst með styttri frásögnum Íslendingasagnanna. Segir hún, eins og titillinn gefur til kynna, frá Gunnari Keldugnúpsfífli sem ferðast víða og ævintýra sem á vegi hans verða en hann berst meðal annars við tröll á ferðalagi sínu. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    48.99 kr.

    Víglundar saga er skáldsaga og ein fyrsta þeirrar greinar hér á landi. Sögusvið bókarinnar er Snæfellsnes, Noregur og austfirðir að mestu. Hún gerist á 10. öld en talið er að hún hafi verið rituð á síðari hluta 14. aldar. Hún er svo varðveitt í tveimur skinnhandritum frá 15. öld.Verkið fjallar um ástir, líf og áskoranir þeirra Víglundar og Ketilríðar. Þau kynnast þegar Ketilríður er send í fóstur til foreldra Víglundar ung að aldri. Gerist það svo að Víglundur heldur til Noregs og Ketilríður er lofuð bónda nokkrum austur á fjörðum þegar hann kemur heim. Rekur Víglund einmitt á land fyrir austan, sökum vinda og þykist hann þar kannast við konu bóndans. Sagan tekur óvænta stefnu fyrir lesandann og ýmislegt óvænt kemur í ljós.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    48.99 kr.

    Svarfdæla saga segir frá landnámi og deilum í Svarfaðardal og dregur hún þaðan nafn sitt. Ljótólfur goði á Hofi og Þorstein svörfuður á Grund áttu þar í deilum. Skáldið og berserkurinn Klaufi Hafþórsson kemur einnig við sögu ásamt hinni skapstóru Yngveldi fagurkinn.Sagan er ekki sérlega trúverðug en hafa þó fornminjar þótt benda til þess að í henni sé sannur kjarni. Verkið er ekki sérlega vel varðveitt og í hana kann að vanta kafla ásamt því að stór eyða er í sögunni. Ekki mátti miklu muna á að sagan í heild sinni hefði glatast.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    21.99 kr.

    Grænlendinga þáttur er stutt saga sem tilheyrir ritum Íslendingasagnanna. Verkið fjallar aðallega um þá Einar Sokkason frá Bröttuhlíð og mann að nafni Össur og bardaga sem átti sér stað þeirra á milli. Sokki faðir Einars leitaði í kjölfarið sátta á þingi en mætti þar ósætti Símonar, frænda Össurar. Sá taldi bæturnar sem um ræddi heldur fálegar og endaði það með vígi milli þeirra tveggja.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

  • by – Óþekktur
    From 21.99 kr.

    Þorsteins saga Síðu-Hallssonar, einnig kölluð Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar, segir eins og titillinn gefur til kynna frá Þorsteini syni Síðu-Halls. Hann ferðaðist víða og gerðist til að mynda hirðmaður Sigurðar Orkneyingajarls. Í Írlandsför Þorsteins segir frá dauða Brjáns konungs en Þorsteinn var í liði jarls í Brjánsbardaga. Sagan er einn af eftirmálum Brennu-Njáls sögu og ein þeirra Íslendinga sagna sem gerist á miklum umbrotatímum á Íslandi við kristnitöku. Þó er sá hængur á varðveislu verksins að upphaf sögunnar telst með öllu glatað.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.