Books in the Norræn Sakamál series
-
From 9.99 kr. Það skrítnasta í starfi lögreglumanna, er sú staðreynd að sjaldnast er vitað hvaða mál verða stórmál fyrr en rannsókn er vel á veg komin. Þess vegna þarf að sinna öllum málum vel, því aldrei er að vita hvert þau leiða. Ég ætla að segja ykkur frá einu slíku máli sem naut töluverðrar fjölmiðlaumfjöllunar þegar það var komið á dómstig og ekki síður eftir að dómur féll: Héraðsdómslögmaður sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
From 9.99 kr. Árin 2005 og 2006 eru höfundi minnisstæð enda fékkst hann þá við lögreglu- rannsóknir tveggja mála sem vöktu óhug þrautreyndra lögreglumanna. Hvernig gat hegðun slíks ljúflings orðið sem raun bar vitni í návist þeirra kvenna sem hann komst í tæri við? Hegðun sem bar vott um mannvonsku, illsku og djúpstæða kvenfyrirlitningu. Þessari spurningu verður seint svarað. Vissulega væri fróðlegt fyrir vísindamenn að skoða lífssögu þessa manns og finna orsök ógæfu hans.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
From 9.99 kr. „Leyndir kraftar hins illa gera fólki kleift að fara lengra en villtustu draumar ná." (Eugen Kogon.)Það er ekki óþekkt að fólk ákveði að binda enda á líf sitt ásamt því að taka líf annarra. Hvað veldur er erfitt að segja. Fyrir flest okkar er erfitt, ef ekki ómögulegt að skilja þetta. Í mörgum tilfellum er um það að ræða að foreldrar taka líf barna sinna og síðan sitt eigið líf. Þess konar atburðir gerast oft í trúarhópum. Líka hefur komið fyrir að ungt fólk hafi gert það sama.Það mál sem nú verður sagt frá snýst ekki um trú heldur um það hvernig maður reynir á afar skipulagðan hátt að koma eiginkonu sinni fyrir kattarnef. Hann sannfærir konuna um að þau muni bæði deyja til að fara í nýja vídd þar sem ekkert illt fyrirfinnst.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.