Books in Icelandic
-
From 61.99 kr. "Ljósið, sem hvarf" er fyrsta skáldsaga Kipling, sem hann skrifaði 26 ára gamall og er talin innihalda sjálfsævisögulega þætti úr lífi hans. Hún segir frá lífshlaupi Dick Heldar og fylgir raunum hans sem bæði stríðsfréttaritari og listmálari. Hann sérhæfir sig í teikningum á breskum orrustum frá Súdan sem verða mjög svo vinsælar. Þegar hann snýr aftur til London, byrjar hann að mála mun stærra verk, sem hann þarf að ljúka við á ógnarhraða þar sem stríðssár veldur því að sjón hans fer óðum versnandi. Í gegnum líf og sögu Dick birtist æskuvinkona hans, Maisie, sem er talin endurspegla óendurgoldna ást Kiplings á Florence Garrard.
-
From 47.99 kr. Elskar mig, elskar mig ekki er sería sem samanstendur af fjórum bókum um vinkonurnar Ingu, Soffíu, Ellu og Jóhönnu og þeirra fyrstu reynslu af ástinni. Bækurnar fléttast listilega vel saman, þar sem lesandi fær að kynnast sjónarhorni hverrar sögupersónu á sama málinu - allar hliðar teningsins eru kannaðar. Þessi leið höfundar að skrifunum vekur upp ákveðna samkennd með hverri persónu, þar sem bakgrunnur þeirra er kynntur og lesandi öðlast frekari skilning á gjörðum hverrar vinkonu. Það sem lesandi situr eftir með er það að dæma ekki bókina af forsíðunni, heldur að sjá undir yfirborðið þar sem í ljós kemur að allir eru að ganga í gegnum eitthvað sem hefur áhrif á þeirra dagsdaglega líf.Elskar mig, elskar mig ekki er sería um fjórar vinkonur og þeirra fyrstu reynslu af ástinni.Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Line skrifaði bækurnar um Lísu og Emmu og einnig seríuna K fyrir Klara, sem hafa verið þýddar yfir á mörg tungumál á undanförnum árum og njóta gríðarlegra vinsælda á heimsvísu. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp og hafa bækur hennar hlotið fjölda bókmenntaverðlauna.
-
From 28.99 kr. KF-Mezzi, fótboltalið krakkanna á Vorvöllum, hefur verið stofnað og er farið að spila sína fyrstu leiki. Þá flytur nýr strákur í bæinn og allt breytist. Er Tómas kominn með samkeppni um athygli Kristínar? Og tekst þeim að komast upp úr deildinni svo þau geti loksins spilað á móti gamla liðinu sínu?KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.
-
From 42.99 kr. Kalviðir samanstendur af sjö sögum: Rússneskir flóttamenn, Einmana sálir, Blómasalinn, Hans bókhaldari, Pólski málarinn, Ekkert og Ljettfeti. Bókin er sögð vera skrifuð út frá reynslu og tilfinningum Davíðs, sem missti móður sína þegar hann bjó í Frakklandi og afleiðingarnar sem því fylgdu. Sögurnar eru grípandi og eiga sér sér stað í Frakklandi, Belgíu, við Miðjarðarhaf og á Íslandi og segja frá persónum sem lýst er með fallegum, tilfinningaríkum skrifum.Ekki þekkja eins margir nafn Davíðs Þorvaldssonar þrátt fyrir hæfileika hans og sköpunargáfu sem rithöfundur. Hann lifði stutta ævi vegna veikinda, en þrátt fyrir það gaf hann út tvö smásagnasöfn, Kalviði og Björn formaður, en það síðarnefndna þýddi hann sjálfur á ensku til útgáfu ásamt því að sögur hans voru birtar í virtu frönsku riti. Verk hans endurspegla gildi Davíðs, sem vildi leggja alþýðunni lið, með lýsingum, stíl sagnanna, sem jafnan bera þann boðskap að sá sem þurft hefur að hafa fyrir lífinu er vitrari en sá sem ekkert hefur reynt.
-
9.99 kr. Seinni heimsstyrjöldin geisar og hinn smávaxni Steve gengur í herinn til að berjast fyrir friði og réttlæti. Í hernum er Steve breytt í stóran og sterkan ofurhermann sem gengur undir nafninu Kafteinn Ameríka. Mörgum árum síðar er Kafteinn Ameríka hluti af hópi Hefnendanna og þarf að berjast gegn M.O.D.O.K. sem hefur búið til heilan her af sæborgum.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 9.99 kr.
-
9.99 kr. Þegar afbrotamenn brjóta ekki af sér verða ofurhetjurnar í Hefnendunum órólegar – hvað eiga þau þá að gera? Tony Stark heldur að hann sé kominn með snilldarlausn á vandamálinu. Hann finnur upp tímavél sem getur sent Hefnendurna aftur í tímann og fram í framtíðina til að berjast við illmenni. En þegar hann sjálfur, í gervi Járnmannsins, er tekinn til fanga í villta vestrinu eru góð ráð dýr ...© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 9.99 kr.
-
9.99 kr. Svarti pardusinn er konungssonur frá Afríkuríkinu Wakanda sem gekk til liðs við Hefnendurna. En nú snýr hann aftur heim til að vernda land sitt fyrir gömlum óvini ...© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 9.99 kr.
-
From 61.99 kr. Ungi ávítarinn Dína getur fengið fólk til að játa syndir sínar með því einu að horfa í augu þeirra. Hún er að læra að nota gáfurnar sem hún erfði frá móður sinni þegar henni er rænt og hún neydd til að nota gáfurnar til ills. Davin bróðir hennar kemur henni til bjargar og saman lenda þau í hættulegri atburðarás.Þetta er 2. bókin af 4 í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.Lene Kaaberbøl fæddist 24. mars árið 1960 í Kaupmannahöfn. Hún hefur skrifað frá því hún man eftir sér, en aðeins 15 ára gaf hún út sína fyrstu bók, um hestastelpuna Tinu. Síðan þá hefur hún skrifað yfir 30 barna- og unglingabækur og jafnvel spreytt sig á glæpasögum fyrir fullorðna. Hún er mjög hrifin af bókum J.R.R. Tolkiens og Ursulu K. LeGuin, enda gerast flestar bækur hennar í ævintýraheimi. Lene hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og það hafa meira að segja verið gerðar kvikmyndir eftir nokkrum þeirra. Fyrir utan ritstörf, hefur hún unnið sem menntaskólakennari, reiðkennari og ritstjóri.
-
From 64.99 kr. Dína hefur yfirnáttúrulega gáfu sem hún virkjar með því einu að horfa í augun á fólki. Kraftana fékk hún frá móður sinni, en föður sinn hefur hún aldrei hitt. Þegar dularfullur maður sem segist vera faðir hennar birtist skyndilega, verður móðir Dínu hrædd og flýr yfir holt og hæðir með börnin sín. En hinn ókunni hefur mátt slöngunnar, sem þýðir að hann sér í gegn um lygar og blekkingar, svo það reynist þeim erfitt að fela sig fyrir honum. Dína verður að nota gáfur sínar til að bjarga þeim og uppgötvar að hún gæti haft fleiri gáfur sem hún vissi ekki af.Þetta er 3. bókin af 4 í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.Lene Kaaberbøl fæddist 24. mars árið 1960 í Kaupmannahöfn. Hún hefur skrifað frá því hún man eftir sér, en aðeins 15 ára gaf hún út sína fyrstu bók, um hestastelpuna Tinu. Síðan þá hefur hún skrifað yfir 30 barna- og unglingabækur og jafnvel spreytt sig á glæpasögum fyrir fullorðna. Hún er mjög hrifin af bókum J.R.R. Tolkiens og Ursulu K. LeGuin, enda gerast flestar bækur hennar í ævintýraheimi. Lene hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og það hafa meira að segja verið gerðar kvikmyndir eftir nokkrum þeirra. Fyrir utan ritstörf, hefur hún unnið sem menntaskólakennari, reiðkennari og ritstjóri.
-
From 28.99 kr. KF Mezzi eru loksins komin með eigið félagsheimili og þau ætla að vígja það með því að gista þar og horfa á hryllingsmyndir! Rómantíkin blómstrar milli Kristínar og Tómasar, en fljótlega kemst Tómas að svolitlu sem kemur upp á milli þeirra og gerir þeim erfitt fyrir að ná sáttum. Á meðan allt þetta er að gerast er liðið að sjálfsögðu á fullu í boltanum, á heimavelli og úti og ýmislegt kemur upp á í hita leiksins.KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.
-
47.99 kr. Sagan gerist í Moskvu á seinni hluta 17. aldar, þegar Rússland er í upplausn og valdabarátta ríkjandi. Hér segir frá Rúrik Nevel, byssusmið sem verður ástfanginn af ungri greifynju. Út frá því spinnst spennuþrungin frásögn, þar sem við sögu kemur Pétur hinn mikli dulbúinn sem munkurinn Valdimar. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu New York Ledger árið 1856, en hefur verið endurútgefin þó nokkrum sinnum og þýdd á fjölda tungumála.Sylvanus Cobb, yngri (1823-1887), skrifaði um 120 skáldsögur og fleiri en 800 smásögur um ævina. Hann sérhæfði sig í sögum sem voru spennandi og gátu haldið lesendum föngnum, enda skrifaði hann fyrst og fremst framhaldssögur fyrir bandarísk vikurit. Hann notaði ýmis höfundarnöfn, þar á meðal: Austin Burdick, Charles Castleton, Walter B. Dunlap, Enoch Fitzwhistler, Dr. J. H. Robinson, Dr. S. LeCompton Smith, Symus pílagrímur og Amos Winslow yngri. Valdimar munkur er frægasta saga hans.
- Ebook
- 47.99 kr.
-
From 44.99 kr. Favel Farrington hittir Roc Pendorric á eyjunni Capri, þar sem hún býr með föður sínum. Það er ást við fyrstu sýn og Favel er mjög hamingjusöm þegar hún kemur á nýja heimilið sitt, Pendorric í Cornwall, nýgift. Systir Rocs og fjölskylda taka henni opnum örmum og það kætir hana að staðarbúar gefa henni strax titilinn „brúðurin frá Pendorric." En gleði Favel breytist fljótt í áhyggjur. Á veggjum kastalans hanga myndir af fyrri brúðum Pendorric – ungum konum sem allar létust við dularfullar aðstæður. Sagan segir að norn hafi lagt álög á brúðir Pendorric: Brúðurin mun deyja ung og ganga aftur í kastalanum þar til ný brúður tekur við af henni. Smám saman læðist óttinn inn í líf Favel. Ill augu virðast fylgja henni um allt og eitt óhappið tekur við af öðru. Fljótlega verður Favel að viðurkenna að þjóðsagan gæti verið sönn – og að einhver sé að reyna að drepa hana. Skyndilega fá orðin „þar til dauðinn aðskilur okkur" nýja og ískyggilega merkingu ...Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
69.99 kr. Skin eftir skúr kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu Fróða á árunum 1886-1887, en var aldrei kláruð. Hún kom ekki út í heild sinni fyrr en 1960, 61 ári eftir lát höfundarins, þá unnin upp úr eiginhandarriti hans sem handritasafn Landsbókasafnsins varðveitir. Sagan segir frá ungum elskendum sem fá ekki að vera saman og þótti viðfangsefni hennar býsna nútímalegt þegar bókin kom loks út. Fjölbreyttir atburðir og lifandi mannlýsingar einkenna bókina, eins og höfundi einum var lagið.Jón Jónsson Mýrdal (1825-1899) var íslenskur rithöfundur og smiður. Hann var af fátæku fólki kominn og fékk því ekki þá menntun sem hann hefði viljað, en lærði þess í stað trésmiði og þótti hagleikssmiður. Hann fékkst meðal annars við að byggja kirkjur og þótti bæði listhneigður og vandvirkur. Hann skrifaði gjarnan við hefilbekkinn og lét eftir sig skáldsögur, ljóð og leikrit. Jón var um skeið búsettur í Danmörku, þar sem hann skrifaði tvær skáldsögur á dönsku. Hann hneigðist mjög að ævintýrabókmenntum, enda bera verk hans merki þess.
- Ebook
- 69.99 kr.
-
69.99 kr. Ógróin jörð er smásagnasafn sem var jafnframt fyrsta bók höfundar. Hún orsakaði töluverðar deilur á sínum tíma og skrifaði Halldór Laxness meðal annars umdeildan ritdóm um hana, þá aðeins átján ára að aldri. Sögurnar endurspegla stjórnmálaskoðanir höfundar og er efni þeirra mikið til úr samtíma hans. Sögurnar eru: Þórólfur, Leikföngin, Forboðnir ávextir, Hún kemur seinna, Guðsdýrkun, Sól og stjarna og síðasta sagan ber nafnið Söknuður.Jón Friðrik Björnsson fæddist árið 1891 á Upsaströnd í Eyjafirði. Hann flutti seinna til Dalvíkur og kenndi sig gjarnan við bæinn. Árið 1918 fór hann til Reykjavíkur, þar sem hann hafði fengið vinnu sem blaðamaður. Hann starfaði svo við blaðamennsku og ritstjórn alla sína tíð, en fékkst einnig við skáldskap og eftir hann liggja bæði smásögur, skáldsögur, ljóð og leikrit. Hann var mikill hugsjónamaður, eins og sést vel í skáldskap hans. Jón lést fyrir aldur fram árið 1930 eftir skurðaðgerð.
- Ebook
- 69.99 kr.
-
From 44.99 kr. Hin sautján ára Pippa uppgötvar nokkuð skelfilegt. Systir hennar, Francine, sem lést nokkrum árum áður, var í raun myrt. Hún fannst á veiðisetri í furstadæminu Bruxenstein ásamt baróninum manni sínum, en barn þeirra var hvergi að finna. Pippa ferðast til Bruxenstein til að komast að því hvernig – og hvers vegna – systir hennar var myrt og hvað varð um barn Francine. Tilraun hennar til að komast að sannleikanum um dauða systur sinnar færir hana mitt í valdabaráttu um furstadæmið og hún mætir pólitískum öflum sem veigra sér ekki við að myrða fyrir völd. Mitt í þessu hrífandi en hræðilega landi hittir Pippa þó einnig ástina og yfirþyrmandi ástríðu.Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
31.99 kr. Pétur og Bergljót eftir Kristofer Janson kom út í þýðingu Jens Benediktssonar. Sagan birtist í sérprenti Morgunblaðsinsárið 1944. Sagan er upprunalega norsk og heitir á frummálinu Han Per og ho Bergit. Sagt er frá Bergljótu sem er 16 ára og hálfgert tryppi, hún þykir ekki líkleg til að ganga út þó hún sé fögur. En myndarlega og sterka drengnum Pétri fellst þó hugur með henni.Kristofer Janson var norskt skáld sem fæddist árið 1841 í Bergen Noregi. Hann lærði til prests og bjó um skeið í Danmörku. Ævistarf hans spannar yfir 50 bókmenntaverk og yfir 100 greinar.
- Ebook
- 31.99 kr.
-
47.99 kr. Reginald Sandridge er ungur, enskur maður af aðalsættum. Hann á að erfa frænda sinn, greifann af Weldsham, en atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir gerir það að verkum að greifinn hótar að gera hann svo gott sem arflausan. Ekkjan frú Dartrell virðist vera mjög auðug, en um hana ganga ýmsir orðrómar sem ekki er auðvelt að staðfesta. Hún hefur augastað á Reginald, en er hún öll þar sem hún er séð?Guy Newell Boothby fæddist árið 1867 í Adelaide í Ástralíu. Hann var sonur ástralsks stjórnmálamanns og ferðaðist um Ástralíu þvera og endilanga sem ungur maður, en flutti til Englands eftir að hann gifti sig og gerðist rithöfundur. Einn af lærifeðrum hans í ritlistinni var enginn annar en hinn víðfrægi breski rithöfundur Rudyard Kipling. Eftir Boothby liggur mikill fjöldi spennusagna, sem gerast nær allar í Ástralíu. Guy Boothby lést skyndilega úr lungnabólgu árið 1905 og skildi eftir sig konu, þrjú börn og yfir 50 skáldsögur.
- Ebook
- 47.99 kr.
-
31.99 kr. Þetta víðfræga verk Jónasar Hallgrímssonar kom út í síðasta árgangi Fjölnis árið 1847. Sagan lýsir íslenskri sveitamenningu á fyrri hluta 19. Aldar og segir frá ungum systkinum. Grasaferð er líka þroskasaga ungs drengs sem upplifir ótta og hugrekki.Jónas Hallgrímsson fæddist 16. Nóvember 1807. Dagur íslenskrar tungu er haldinn á fæðingardag hans á hverju ári. Hann var skáld, náttúrufræðingur og mikill unnandi íslenskunnar. Hann bjó einnig til fjölmörg íslensk nýyrði til þess að varðveita tungumálið.
- Ebook
- 31.99 kr.
-
From 61.99 kr. Dína hefur erft gáfur móður sinnar, en það er ekkert til að gleðjast yfir. Móðir hennar býr nefnilega yfir þeirri gáfu að geta fengið fólk til að játa allt sem það skammast sín fyrir með því einu að horfa í augu þeirra. Fyrir Dínu eru gáfurnar bölvun og hún gerir allt til að komast hjá því að nota þær. Á sama tíma þráir hún innilega að vera eins og önnur börn og geta átt vini. En þegar hræðilegir atburðir gerast í Dúnark ferðast þær mæðgur þangað saman og Dína verður að sætta sig við gáfurnar til að bjarga mömmu sinni.Gerður var söngleikur eftir bókinni sem sýndur var í Kaupmannahöfn og síðar meir kvikmynd, sem var gefin út árið 2015 við góðar undirtektir en hún hlaut Robert Prisen árið 2016 fyrir barna- og fjölskyldumynd ársins.Þetta er 1. bókin af 4 í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.Lene Kaaberbøl fæddist 24. mars árið 1960 í Kaupmannahöfn. Hún hefur skrifað frá því hún man eftir sér, en aðeins 15 ára gaf hún út sína fyrstu bók, um hestastelpuna Tinu. Síðan þá hefur hún skrifað yfir 30 barna- og unglingabækur og jafnvel spreytt sig á glæpasögum fyrir fullorðna. Hún er mjög hrifin af bókum J.R.R. Tolkiens og Ursulu K. LeGuin, enda gerast flestar bækur hennar í ævintýraheimi. Lene hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og það hafa meira að segja verið gerðar kvikmyndir eftir nokkrum þeirra. Fyrir utan ritstörf, hefur hún unnið sem menntaskólakennari, reiðkennari og ritstjóri.
-
From 31.99 kr. Peter Marmot þráir meira í líf sitt en að vinna í kolanámu föður síns. Þegar hann heyrir af anda, sem býr í skóginum og getur látið óskir rætast, fer hann að finna hann. Heppnin er með honum og hann fær allar sínar óskir uppfylltar. Ekki líður á löngu þar til Peter finnur fyrir mikilli vanlíðan, en til þess að losna frá henni fer hann að finna hættulegan anda. Andinn bíður Peter steinhjarta til þess að losna við allar tilfinningar sínar og eins mikinn pening og hann lystir. Næsta dag leggur hann upp í heimsferðalag þar sem hann mun læra hinar ýmsu lífsins lexíur. Þetta er heimsfrægt ævintýri sem kvikmyndirnar „Heart of Stone" og "Das Kalte Herz" er byggðar á.Wilhem Hauff (1802-1828) var bæði ljóðskáld og skáldsagnahöfundur. Hann missti föður sinni aðeins sjö ára gamall og kenndi sjálfum sér mikinn fróðleik á bókasafninu. Hann lærði heimspeki og varð síðan kennari, en hann byrjaði síðar að skrifa sögur fyrir nemendur sína, sem hann svo gaf út undir nafninu: „Ævintýra Almanak árið 1826". Þessar sögur urðu gríðarlega vinsælar í þýskumælandi löndum og eru það enn í dag.
-
69.99 kr. Sagan fjallar um ungan Íslending sem flyst til frænku sinnar í Winnipeg rétt fyrir aldamótin 1900. Hún ber nafn sitt af Rauðárdal (Red River Valley) í Manitoba, þar sem Winnipegborg er staðsett, en þar bjó töluvert af Íslendingum þegar bókin var skrifuð. Þetta er ævintýraleg spennusaga um fólk í furðulegum aðstæðum, en er þó skrifuð af einlægni og innsæi um mannlega hegðun.Jóhann Magnús Bjarnason fæddist árið 1866 í Meðalnesi í Norður-Múlasýslu. Árið 1875 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni vestur til Kanada, þá aðeins níu ára gamall. Jóhann átti aldrei aftur eftir að sjá fósturjörðina. Foreldrar hans námu land í Nova Scotia í Kanada, en síðar fluttist Jóhann Magnús til Winnipeg, þar sem hann gekk í skóla og gerðist svo kennari. Samhliða kennarastarfinu var Jóhann mikils metinn rithöfundur og skrifaði bæði skáldsögur, smásögur, greinar og ljóð. Verk hans eru talin hafa haft áhrif á íslenska rithöfunda sem síðar komu, til dæmis Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Jóhann lést árið 1945 og þó hann hafi aldrei átt afturkvæmt til Íslands leit hann alltaf á sig sem Íslending, enda er ýmislegt íslenskt að finna í verkum hans.
- Ebook
- 69.99 kr.
-
31.99 kr. Guðbjörg og Sveinbjörn eru börn að aldri þegar þau kynnast við að sitja yfir ánum og með þeim tekst mikil og góð vinátta. En feður þeirra eiga land að sömu laxánni og deila mikið um notkun hennar. Vinátta barna þeirra kemur því illa við þá og þeir gera sitt til að spilla henni. Voveiflegur atburður og mikil hetjudáð verða hins vegar til þess að allt breytist ...Benedikt Ásgrímsson (1845-1921) var menntaður gullsmiður. Hann hafði gullsmíðina að aðalstarfi ævilangt og vann til verðlauna fyrir smíðar sínar. Hann var einnig bókhneigður og tónelskur, las mikið og hafði góða söngrödd. Ást hans á skáldskap varð síðan til þess að hann fór að rita sínar eigin skáldsögur. Eftir hann liggja þrjár skáldsögur og nokkur ljóð, en sögurnar gaf hann út sjálfur.
- Ebook
- 31.99 kr.
-
From 44.99 kr. Í skógi einum í Sviss er sérkennilegur klettur. Sagan segir að ef hann er heimsóttur á tíma veiðimánans sjái maður framtíðarmaka sinn. Cordelia Grant er ensk stúlka í heimavistarskóla í Sviss sem ákveður að heimsækja klettinn með vinkonum sínum til að sjá hvort sagan sé sönn. Og þær verða ekki fyrir vonbrigðum. Í skóginum hitta þær dularfullan en myndarlegan mann sem sýnir Cordeliu alveg sérstaka athygli. Cordelia snýr aftur til Englands, en getur ekki hætt að hugsa um þennan ókunna, heillandi mann. Þegar hann birtist við dularfullar aðstæður á fjölskylduheimili hennar fer hún að halda að þjóðsagan um klettinn sé kannski sönn...Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
From 44.99 kr. Nora Tamsin er sjálfstæð og viljasterk ung kona. En eins og aðrar ungar, ógiftar konur á viktoríutímanum í Englandi er hún fjárhagslega háð föður sínum. Þegar faðir hennar deyr tekur viðskiptafélagi hans við forræði Noru. Charles Herrick er gjarnan kallaður "gaupan" vegna þess hve sérstætt augnaráð hans er, en Nora lærir fljótt að nafnið á vel við hann á fleiri en einn hátt. Ásamt syni Charles, Stirling, ferðast þau til Ástralíu í leit að gulli, eins og svo margir aðrir á þessum tíma. En Nora áttar sig á að Charles er heltekinn hefndarþrá og er með áform um að taka yfir hinn svokallaða "hvíta kastala" heima á Englandi. Til að bæta gráu ofan á svart verður Nora ástfangin. En hvor Herrick-feðganna á hjarta hennar? Og hversu langt er Charles Herrick tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum?Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
31.99 kr. Undirtitill Gandreiðarinnar er Sorgarleikr í mörgum þáttum. Í raun er það gamanleikrit, þar sem höfundur hendir gaman að fornbókmenntum og hetjudýrkun þeirra á óvæginn og skoplegan hátt. Meðal persóna eru goðin Óðinn, Þór og Freyja, en einnig koma við sögu Egill Skallagrímsson og meira að segja Lúsífer sjálfur, gjarnan kallaður "djöfsi". Leikritið er hörð ádeila á samtíma höfundar, ekki síst Dani og stjórn þeirra á landinu.Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist að Bessastöðum á Álftanesi. Þó hann hafi verið einn tíu systkina fékk hann góða menntun og fór til Kaupmannahafnar í nám þegar hann hafði aldur til. Hann lauk ekki námi og sneri aftur til Reykjavíkur, en endaði með að fara aftur í nám til Kaupmannahafnar sjö árum síðar. Þar kynntist hann skrautlegu fólki og endaði með að ferðast til Belgíu og taka kaþólska trú. Eftir það lauk hann loks prófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla, en hann var fyrstur Íslendinga til þess. Benedikt hneigðist mjög að list og náttúrufræðum og var meðal annars einn af stofnendum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Eftir hann liggja ómetanlegar teikningar af lífríki Íslands. Hann var einnig afbragðsgott skáld og orti bæði ljóð, skrifaði leikrit og sögur. Verk hans bera sterkan brag af samtímanum en eru undir miklum áhrifum af íslenskum fornbókmenntum, oft á býsna kómískan hátt.
- Ebook
- 31.99 kr.
-
From 45.99 kr. Minella Maddox elst upp á enskum herragarði. Frá unga aldri veit hún hins vegar að henni er ekki ætlað að búa þar til frambúðar, enda er hún aðeins dóttir kennslukonunnar. Í fyrsta sinn sem hún sér hinn hrokafulla greifa Fontaines Delibes kallar hún hann „greifann á hestbaki". Hann bæði hræðir hana og heillar og fundur þeirra verður örlagaríkur. Þrátt fyrir að hann sé frægur kvennabósi getur Minella ekki hætt að hugsa um hann og fljótlega snýst líf hennar um hann.Greifinn ræður Minellu sem lagskonu dóttur sinnar, hún flytur með þeim til Frakklands, beint inn í ólgandi hringiðu frönsku byltingarinnar. Hún verður svo ástfangin að hún getur ekki sleppt takinu, þrátt fyrir að líf hennar sé í hættu og maðurinn sem hún elskar muni án efa verða eitt af fyrstu fórnarlömbum byltingarinnar.Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
44.99 kr. 12 sögur. 12 hetjur. 12 óvænt endalok.Í þessu smásagnasafni er frásagnarlist Jeffreys Archer upp á sitt besta. Archer fer með lesendur sína í spennandi ferðalag um rómantík, viðskipti og frelsisþrá; frá London og New York til Kína og jafnvel Nígeríu. Persónurnar elska og þrá, svíkja, tapa og vinna sér inn heiður og fé í sögum sem eiga eftir að vinna hug og hjörtu lesenda, enda hefur safnið að geyma eitthvað fyrir alla.Jeffrey Howard Archer (f. 1940) er breskur aðalsmaður sem var meðlimur breska þingsins, en neyddist til að segja af sér í kjölfar hneykslismáls. Nær gjaldþroti tókst honum að vinna sér inn frægð með því að skrifa pólitískar spennusögur. Í dag hafa bækur hans selst í fleiri en 320 milljón eintökum um allan heim, þrátt fyrir að mál hans hafi verið tekið upp aftur og hann setið í fangelsi í nokkur ár. Hann hefur skrifað alls 42 verk, sem hafa verið þýdd á 33 tungumál.
-
47.99 kr. Sögumaður Forsetaránsins er ungur sjómaður sem hefur það að atvinnu að sigla á milli Englands og Suður-Ameríku um aldamótin 1900. Hann lendir í ýmsum ævintýrum, meðal annars mitt í valdabaráttu forseta Mið-Ameríkuríkis. Hetjan okkar gerir sitt besta til að halda heiðri sínum og verða ekki undir í baráttunni, en það reynist erfiðara en hægt er að ímynda sér. Heima bíður hans unnustan, svo honum er mikið í mun að lifa ævintýrið af og komast aftur heim.Guy Newell Boothby fæddist árið 1867 í Adelaide í Ástralíu. Hann var sonur ástralsks stjórnmálamanns og ferðaðist um Ástralíu þvera og endilanga sem ungur maður, en flutti til Englands eftir að hann gifti sig og gerðist rithöfundur. Einn af lærifeðrum hans í ritlistinni var enginn annar en hinn víðfrægi breski rithöfundur Rudyard Kipling. Eftir Boothby liggur mikill fjöldi spennusagna, sem gerast nær allar í Ástralíu. Guy Boothby lést skyndilega úr lungnabólgu árið 1905 og skildi eftir sig konu, þrjú börn og yfir 50 skáldsögur.
- Ebook
- 47.99 kr.
-
9.99 kr. Hér kynnumst við Carol Danvers, sem verður að Marvel liðsforingja. Hún gerir allt sem hún getur til að vernda Jörðina og dag einn reynir á mátt hennar þegar hún mætir fornum fjanda.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 9.99 kr.
-
From 64.99 kr. Þetta byrjar allt með sakleysislegu bréfi. En bréfið sem faðir Adams Scott ánafnar syni sínum er allt annað en sakleysislegt. Það inniheldur upplýsingar sem gætu breytt valdajafnvægi stærstu þjóða heims og áður en hann veit af er Adam kominn á flótta, ekki aðeins frá CIA og KGB, heldur einnig samlöndum sínum. Markmið þeirra er einfalt: Að drepa hann áður en sannleikurinn kemur í ljós. Meira að segja þeir sem Adam eru næstir koma til með að svíkja hann og hann áttar sig á að málið snýst um annað og meira en bara líf og dauða; hér er heiður í húfi.Jeffrey Howard Archer (f. 1940) er breskur aðalsmaður sem var meðlimur breska þingsins, en neyddist til að segja af sér í kjölfar hneykslismáls. Nær gjaldþroti tókst honum að vinna sér inn frægð með því að skrifa pólitískar spennusögur. Í dag hafa bækur hans selst í fleiri en 320 milljón eintökum um allan heim, þrátt fyrir að mál hans hafi verið tekið upp aftur og hann setið í fangelsi í nokkur ár. Hann hefur skrifað alls 42 verk, sem hafa verið þýdd á 33 tungumál.