About Murusóleyin

Murusóleyin vex upp í fegurð og sakleysi utan við girðinguna. Hún gleðst yfir sólargeislunum og söng fuglanna auk þess að líta upp til túlípananna og rósanna sem vaxa innan garðsins. Henni verður því hverft við þegar mannfólkið sker upp þá fyrrnefndu til að hafa með sér heim. Undur náttúrunnar færa henni ómælda gleði, en þá fyrst verður hún ofandottin þegar lævirkinn söngfagri gefur sig að henni, dáist að útliti hennar og kyssir hana. Seinna eiga örlög þeirra eftir að tvinnast saman með óvæntum og harmrænum hætti. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Eitt af aðalsmerkjum ævintýra hans er hvernig hann ljær mállausum einstaklingum náttúrunnar rödd, en „Murusóleyin" er gott dæmi um slíka sögu. Þar bregður skáldið upp andstæðum villtrar náttúru og manngerðrar og bregður þannig ljósi á hvað gerist þegar gripið er inn í vistkerfið. Það sem elst upp við frjálsræði og fegurð lifir ekki lengi í fjötrum, en þannig er einnig forgengileiki lífsins.

Show more
  • Language:
  • Icelandic
  • ISBN:
  • 9788726238136
  • Format:
  • MP3
  • Protection:
  • Digital watermark
  • Published:
  • April 1, 2020
  • Narrator:
  • Jóhann Sigurðarson
Delivery: Immediately by email

Description of Murusóleyin

Murusóleyin vex upp í fegurð og sakleysi utan við girðinguna. Hún gleðst yfir sólargeislunum og söng fuglanna auk þess að líta upp til túlípananna og rósanna sem vaxa innan garðsins. Henni verður því hverft við þegar mannfólkið sker upp þá fyrrnefndu til að hafa með sér heim. Undur náttúrunnar færa henni ómælda gleði, en þá fyrst verður hún ofandottin þegar lævirkinn söngfagri gefur sig að henni, dáist að útliti hennar og kyssir hana. Seinna eiga örlög þeirra eftir að tvinnast saman með óvæntum og harmrænum hætti.
Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Eitt af aðalsmerkjum ævintýra hans er hvernig hann ljær mállausum einstaklingum náttúrunnar rödd, en „Murusóleyin" er gott dæmi um slíka sögu. Þar bregður skáldið upp andstæðum villtrar náttúru og manngerðrar og bregður þannig ljósi á hvað gerist þegar gripið er inn í vistkerfið. Það sem elst upp við frjálsræði og fegurð lifir ekki lengi í fjötrum, en þannig er einnig forgengileiki lífsins.