Norræn Sakamál 2002

book 2002 in the Norræn Sakamál series

About Norræn Sakamál 2002

Bókin Norræn sakamál kemur nú út í annað sinn. Fyrsta bókin, sem kom út á síðasta ári, hlaut góðar viðtökur sem gáfu til kynna að efni hennar væri áhugavert. Norræn sakamál er ritröð sem koma mun út árlega. Bækurnar bera allar sama nafn en eru auðkenndar með ártali þess árs sem útgáfa hverrar um sig á sér stað. Í bókunum eru frásagnir af störfum lögreglumanna á Íslandi og Norðurlöndum. Þrátt fyrir nafnið, Norræn sakamál, er langt frá því að bækurnar fjalli eingöngu um sakamál og rannsóknir þeirra. Bækurnar eru um störf lögreglu almennt og gefa þess vegna lesendum nokkra innsýn í störf lögreglumannsins, sem eru afar fjölbreytt og krefjandi. Fæstir gera sér grein fyrir í hverju lögreglumenn geta lent við störf sín enda viðfangsefnin fjölbreyttari en hægt er að ímynda sér. Lesendum gefst færi á að nálgast efnið frá öðru sjónarhorni ekki síst vegna þess að greinarnar eru skrifaðar af þeim lögreglumönnum sem annast hafa rannsóknir viðkomandi mála eða vettvangsstjórn. Öll lögreglumál eru viðkvæm, en leitast er við að greina frá staðreyndum á svo hlutlausan og faglegan hátt sem kostur er. Efni bókarinnar er fjölþætt, þar gefst t.d. kostur á að lesa um friðargæslustörf Íslendinga í Bosníu-Herzegóvínu, vandaða tæknivinnu íslensku lögreglunnar og hina endalausu baráttu við náttúruöflin á Íslandi svo sem snjóflóð og snjóflóða- hættu. Ég vona að lesendur verði einhvers vísari við lestur bókarinnar. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.

Show more
  • Language:
  • Icelandic
  • ISBN:
  • 9788726523331
  • Format:
  • ePub
  • Protection:
  • Digital watermark
  • Published:
  • August 18, 2020
Delivery: Immediately by email

Description of Norræn Sakamál 2002

Bókin Norræn sakamál kemur nú út í annað sinn. Fyrsta bókin, sem kom út á síðasta ári, hlaut góðar viðtökur sem gáfu til kynna að efni hennar væri áhugavert.
Norræn sakamál er ritröð sem koma mun út árlega. Bækurnar bera allar sama nafn en eru auðkenndar með ártali þess árs sem útgáfa hverrar um sig á sér stað.
Í bókunum eru frásagnir af störfum lögreglumanna á Íslandi og Norðurlöndum. Þrátt fyrir nafnið, Norræn sakamál, er langt frá því að bækurnar fjalli eingöngu um sakamál og rannsóknir þeirra. Bækurnar eru um störf lögreglu almennt og gefa þess vegna lesendum nokkra innsýn í störf lögreglumannsins, sem eru afar fjölbreytt og krefjandi. Fæstir gera sér grein fyrir í hverju lögreglumenn geta lent við störf sín enda viðfangsefnin fjölbreyttari en hægt er að ímynda sér.
Lesendum gefst færi á að nálgast efnið frá öðru sjónarhorni ekki síst vegna þess að greinarnar eru skrifaðar af þeim lögreglumönnum sem annast hafa rannsóknir viðkomandi mála eða vettvangsstjórn.
Öll lögreglumál eru viðkvæm, en leitast er við að greina frá staðreyndum á svo hlutlausan og faglegan hátt sem kostur er.
Efni bókarinnar er fjölþætt, þar gefst t.d. kostur á að lesa um friðargæslustörf Íslendinga í Bosníu-Herzegóvínu, vandaða tæknivinnu íslensku lögreglunnar og hina endalausu baráttu við náttúruöflin á Íslandi svo sem snjóflóð og snjóflóða- hættu.
Ég vona að lesendur verði einhvers vísari við lestur bókarinnar.
Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.