Stjúpmóðirin

About Stjúpmóðirin

5. nóvember 2002 var ég á kvöldvakt og um klukkan 19.00 fékk ég símtal frá rannsóknarlögreglunni í Þrændalögum. Erindið var að biðja mig um aðstoð vegna atburðar sem þeir höfðu frétt af. Blaðaljósmyndari hafði hringt í þá og spurt hvaða upplýsingar þeir hefðu um dauðsfall í Lade. Lítil stúlka átti að hafa dottið út um glugga þar og látist. Stúlkan hafði að sögn verið flutt á St. Olavs-sjúkrahúsið með sjúkrabíl. Lögreglan hafði ekki fengið neina tilkynningu um þetta eftir hefðbundnum leiðum. Tilkynningin um slysið hafði farið beint til bráðamóttöku sjúkrahússins en lögreglan hafði ekki verið látin vita. Hjá miðstöð rannsóknarlögreglunnar í Þrændalögum fékk ég þær litlu upplýsingar sem þeir höfðu um málið. Álitið var að þriggja ára stúlka hefði dottið út um glugga eða niður frá húsi og látist í kjölfarið. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.

Show more
  • Language:
  • Icelandic
  • ISBN:
  • 9788726512229
  • Format:
  • ePub
  • Protection:
  • Digital watermark
  • Published:
  • September 28, 2020
Delivery: Immediately by email

Description of Stjúpmóðirin

5. nóvember 2002 var ég á kvöldvakt og um klukkan 19.00 fékk ég símtal frá rannsóknarlögreglunni í Þrændalögum. Erindið var að biðja mig um aðstoð vegna atburðar sem þeir höfðu frétt af. Blaðaljósmyndari hafði hringt í þá og spurt hvaða upplýsingar þeir hefðu um dauðsfall í Lade. Lítil stúlka átti að hafa dottið út um glugga þar og látist. Stúlkan hafði að sögn verið flutt á St. Olavs-sjúkrahúsið með sjúkrabíl.
Lögreglan hafði ekki fengið neina tilkynningu um þetta eftir hefðbundnum leiðum. Tilkynningin um slysið hafði farið beint til bráðamóttöku sjúkrahússins en lögreglan hafði ekki verið látin vita. Hjá miðstöð rannsóknarlögreglunnar í Þrændalögum fékk ég þær litlu upplýsingar sem þeir höfðu um málið. Álitið var að þriggja ára stúlka hefði dottið út um glugga eða niður frá húsi og látist í kjölfarið.
Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.