Þriðja gráða

About Þriðja gráða

Í þriðju bókinni um Kvennamorðklúbbinn komast hetjurnar heldur betur í hann krappann. Og ein þeirra á sér leyndarmál sem getur orðið þeim öllum að aldurtila. Rannsóknarlögreglukonan Lindsay Boxer verður vitni að sprengingu og í kjölfarið uppgötvar hún röð morða framin með aðeins þriggja daga millibili. Að venju leitar hún til vinkvenna sinna í Kvennamorðklúbbnum, sem eru boðnar og búnar til að aðstoða hana við að leysa málið. En skyndilega eru morðingjarnir komnir með meðlim Kvennamorðklúbbsins í sjónlínuna og í ljós kemur að ein þeirra geymir leyndarmál sem er svo hræðilegt að þær eru allar í hættu. Hver þeirra skyldi það vera? Mun Kvennamorðklúbburinn lifa af? Kvennamorðklúbburinn Kvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga. Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn. Bókin fær fjórar og hálfa stjörnu hjá notendum Goodreads. James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin. Andrew Gross er bandarískur rithöfundur, best þekktur fyrir samstarfsverkefni sín með James Patterson. Þar á meðal eru tvær bækur í ritröðinni Kvennamorðklúbburinn.

Show more
  • Language:
  • Icelandic
  • ISBN:
  • 9788728542040
  • Format:
  • ePub
  • Protection:
  • Digital watermark
  • Published:
  • March 8, 2024
Delivery: Immediately by email

Description of Þriðja gráða

Í þriðju bókinni um Kvennamorðklúbbinn komast hetjurnar heldur betur í hann krappann. Og ein þeirra á sér leyndarmál sem getur orðið þeim öllum að aldurtila.
Rannsóknarlögreglukonan Lindsay Boxer verður vitni að sprengingu og í kjölfarið uppgötvar hún röð morða framin með aðeins þriggja daga millibili. Að venju leitar hún til vinkvenna sinna í Kvennamorðklúbbnum, sem eru boðnar og búnar til að aðstoða hana við að leysa málið. En skyndilega eru morðingjarnir komnir með meðlim Kvennamorðklúbbsins í sjónlínuna og í ljós kemur að ein þeirra geymir leyndarmál sem er svo hræðilegt að þær eru allar í hættu. Hver þeirra skyldi það vera? Mun Kvennamorðklúbburinn lifa af?
Kvennamorðklúbburinn
Kvennamorðklúbburinn er röð spennusagna eftir James Patterson. Þær eiga það allar sameiginlegt að gerast í San Francisco og innihalda sömu fjórar aðalpersónurnar, konur sem láta ekkert stoppa sig til að réttlætið nái fram að ganga. Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.
Bókin fær fjórar og hálfa stjörnu hjá notendum Goodreads.
James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.
Andrew Gross er bandarískur rithöfundur, best þekktur fyrir samstarfsverkefni sín með James Patterson. Þar á meðal eru tvær bækur í ritröðinni Kvennamorðklúbburinn.