Books in Icelandic

Filter
Filter
Sort bySort Newest
  • by Marvel
    29.99 kr.

    Máttugustu hetjur Jarðarinnar!Uppáhalds Hefnendurnir þínir og vinir þeirra sameinast og berjast við sannkallað ofurefli! Sigraðu forna skepnu með Þór, ferðastu til Wakanda með Svarta pardusnum, farðu aftur í tímann með Járnmanninum og margt fleira. Í þessu æsispennandi safni lifnar sístækkandi Marvel-heimurinn við með epískum krafti!© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Marvel
    29.99 kr.

    Viltu vita meira um hetjur og skúrka Marvel-heimsins?Hér má finna upplýsingar um 40 aðalpersónur sem allir aðdáendur ættu að þekkja! Hér má lesa um Köngulóarmanninn, Verndara Vetrarbrautarinnar og Hefnendurna.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Robert van Gulik
    From 9.99 kr.

    Dagarnir hafa verið með rólegra móti hjá hinum háttvirta Dee dómara og varðliði hans síðan hann tók við dómaraembættinu í Pei-chow héraði. Þegar Yeh bræðurnir birtast óvænt í réttarsal hans verður þó breyting á, því að systir þeirra hefur verið myrt með grimmilegum hætti og morðingjann er hvergi að finna. Atvik þetta er þó einungis byrjunin á óhuggulegri og flókinni ráðgátu sem enginn annar en Dee dómari er megnugur að leysa.Bækurnar um ráðgátur Dee dómara eru byggðar á fornum glæpabókmenntum þar sem Dee leysir margslungin mál sem eiga mörg hver rætur sínar að rekja úr raunverulegum dómsmálum frá Kína.Robert van Gulik (1910-1967) var hollenskur rithöfundur sem er best þekktur fyrir ævintýrin um Dee dómara. Sögupersónuna fékk hann að láni úr kínverskri skáldsögu frá 18. öld sem hann þýddi yfir á ensku og var hans fyrsta útgefna verk. Í kjölfarið skrifaði hann 17 bækur um Dee dómara sem komu út á árunum 1949-1968. Gulik var margt til lista lagt en ásamt ritstörfunum var hann austurlandafræðingur, diplómati og tónlistarmaður.

  • by Páll Eggert Ólason
    9.99 kr.

    Hér er að finna öll fimm bindin úr ævisögu Jón Sigurðsson. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani.Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.

  • by Erling Poulsen
    44.99 kr.

    Henning Holm þarf að takast á við erfiðustu upplifun lífs síns þegar eiginkona hans deyr af barnsförum og lætur eftir sig tvær dætur, aðra þeirra blinda. Þótt sorgin sé yfirþyrmandi finnur Henning lífsþróttinn á ný og elur tvíburasysturnar Coru og Beata upp við bestu hugsanlegu aðstæður. Þrátt fyrir blóðbönd eiga systurnar ekki alltaf samleið og þegar faðir þeirra verður ástfanginn á ný breytist lífið til hins verra á nýjan leik.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Erling Poulsen
    From 44.99 kr.

    Eftir strangt uppeldi og æskuáföll öðlaðist hin unga Vibeka Tanning loksins hugrekki til að flytja til Kaupmannahafnar og takast á við lífið á eigin spýtur. Síðustu fimm ár hefur hún lifað þægilegu lífi og átt í traustu hjónabandi með verksmiðjueigandanum Torben Tanning en þegar útgrátin og illa farin stúlka ber skyndilega að dyrum með dularfull skilaboð fara ýmsar minningar úr fortíðinni að leita á Vibeku. Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Netta Muskett
    44.99 kr.

    Líf Anne snýst um kennslu, hún er fær í sínu starfi og þykir mjög gefandi að kenna börnum. Einn daginn rekst hún á Gillian, sem er svo keimlík henni að varla gæti nokkur þekkt þær í sundur. Gillian biður Anne að taka þátt í ráðabruggi með sér. Hún vill að Anne verði staðgengill hennar á aðalsetrinu Wychombe. Anne fellst á áætlun Gillian og við það tekur líf kennslukonunnar stakkaskiptum. Hún verður miðpunktur í félagslífi efri stéttar og kynnist heimi sem hana óraði ekki fyrir. Anne þarf að hafa sig alla við að forðast óvæntar uppákomur sem koma henni í vandræði.Netta Muskett (1887–1963) fæddist í Kent á Englandi, hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill. Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim. Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins. Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.

  • by Netta Muskett
    44.99 kr.

    Nora er við að giftast aðalsmanninum Jeremy Blake. En kvöldið fyrir athöfnina rekst hún á fyrrum elskhuga sinn, Adrian. Áður gleymdar tilfinningar vakna upp að nýju, þó Adrían sé fátækur þá er hann hæfileikaríkur tónlistarmaður sem býr yfir mikilli ástríðu. Nora stingur af til Parísar með honum. Nora verður ólétt en ekki fer allt vel hjá henni og Adrían. Hörmungar láta á sér kræla í lífi þeirra og brátt er Nora orðin einstæð móður sem býr við bág kjör langt frá heimahögum sínum. Hún gerir sitt besta til að skaffa atvinnu og sjá fyrir barninu, líf hennar er langt frá því sem hún hafði óskað sér, en hvort rætist úr aðstæðum kemur senn í ljós.Netta Muskett (1887–1963) fæddist í Sevenoaks í Kent á Englandi, hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill. Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim. Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins. Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.

  • by Netta Muskett
    44.99 kr.

    Cilla lendir í miklum hremmingum í hjónabandi sínu þegar hún uppgötvar að maðurinn sem hún elskar lifir tvöföldu lífi. Hún rífur upp líf sitt með rótum og ákveður að hún vilji eingöngu standa á eigin fótum, aldrei gifta sig, mennta sig eins og hún getur og forðast samneyti við karlmenn að öllu leyti. En brátt kynnist hún Anthony. Hann er myndarlegur, ríkur, eftirsóttur en einnig varhugaverður með slæmt orðspor. Cilla þarf að hafa sig alla við að láta sjarma hans ekki á sig fá. Smám saman heillast hún af honum og uppgötvar hvað býr undir brynju hans.Netta Muskett fæddist í Kent á Englandi. Hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill. Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim. Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins. Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.

  • by Netta Muskett
    44.99 kr.

    Maxine átti erfitt uppdráttar sem barn. Móðir hennar, Júlía, ólst upp við fátækt og giftist ríkum manni án þess að elska hann. Hún eignaðist tvö börn og var köld í garð þeirra. Þegar Maxine vex úr grasi lendur hún sjálf í erfiðleikum í ástarmálum. Hún giftist Victori en samband þeirra er henni sem fangelsi og Victor beitir hana reglulega ofbeldi. Þegar Victor hverfur og finnst síðar látinn beinast öll spjót að Maxine. Hún hefur ástæðu til að vilja losna við hann og brátt ganga orðrómar manna á milli sem allir bera Maxine þungum sökum. Loks er Maxine ákærð fyrir morð og virðast allir hafa snúið við henni baki, nema gamli vinur hennar, Lee, sem reynist henni haukur í horni.Netta Muskett (1887–1963) fæddist í Kent á Englandi hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill. Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim. Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins. Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.

  • by Óþekktur
    From 9.99 kr.

    Basil fursti er í góðu yfirlæti hjá hinum víðförla Samúel Willer í Abbey höllinni á Englandi. Þegar rússnesku furstadótturinni Sonju Vladimiroff ber að garði neyðist Basil til að horfast í augu við kvalarfulla fortíð sína. Er hraustlegur stormur gengur yfir fer af stað rás dularfullra atburða sem byggja á hatri og hefndarþorsta. Nú reynir ekki aðeins á öryggi hinna fornu hallarveggja heldur einnig vináttu þeirra félaga.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.

  • by Páll Eggert Ólason
    64.99 kr.

    Í fimmta og síðasta hefti ævisögu Jón Sigurðssonar er farið yfir aðdraganda stöðulaganna sem tóku gildi árið 1871. Sama ár var Þjóðvinafélagið stofnað sem var fyrsti stjórnmálaflokkur Íslands og sinnti Jón formennsku þess. Þá er fjallað um fyrstu stjórnarskrána sem þjóðin hlaut árið 1874 og átti Jón stóran þátt í þeim merka áfanga. Lesendur fá innsýn í ritstörf, hagi og síðustu afskipti Jóns af þjóðmálum. Líkur þá sögu eins eftirminnilegasta og merkasta leiðtoga í sögu Íslendinga.Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.

  • by Tove Jansson
    19.99 kr.

    Múmínsnáðinn, vinir hans og fjölskylda leggja upp í nýjar ævintýraferðir. Hér lærir múmínsnáðinn um vináttu, að deila með öðrum, fyrirgefningu og hugrekki. Í einni sögunni týnir múmínsnáðinn dýrmætum sjónauka og verður að finna hann aftur áður en það er um seinan. Í annarri fara vinirnir út í eyðieyju í leit að söng hafsins. Í þeirri þriðju finnur múmínsnáðinn einstakan fjársjóð: perlu sem er á litinn eins og miðnæturtunglið. Komdu með og upplifðu allar hinar sögurnar sem eiga sér stað í múmíndalnum.Komdu með í ferðalag í friðsælan og tímalausan heim múmínálfanna þar sem múmínsnáðinn, múmínpabbi og múmínmamma lenda í ótal spennandi ævintýrum ásamt vinum sínum snorkstelpunni, Snabba, Míu litlu, Snúði, Pjakki, Fillífjonkunni og öllum hinum.Til hvaða undraheima skyldu þau ferðast næst og hvaða ævintýraverur hitta múmínsnáðinn og vinir hans á leiðinni?Ævintýraveröld múmínálfanna, sköpunarverks Tove Jansson, fangar ímyndunarafl barna jafnt sem fullorðinna. Fyrstu sögurnar urðu til árið 1945 og síðan hafa múmínfjölskyldan og vinir hennar eignast aðdáendur um allan heim og birst í bókum og sjónvarpsþáttum á meira en 35 tungumálum. Einstakur og allt að því goðsagnakenndur ævintýraheimur Tove Jansson hefur sópað til sín bókmenntaverðlaunum, svo sem H.C. Andersen verðlaununum, Bókmenntaverðlaunum Selmu Lagerlöfs og mörgum fleirum.

  • by Tove Jansson
    From 9.99 kr.

    Mía litla er sannkallaður eldibrandur; þó hún sé lítil er hún áköf, klár og hugrökk. Hún er einn af bestu vinum múmínsnáðans. Mía litla vill sjálf fá að ráða ferðinni og eitthvað spennandi á sér stað hvert sem hún kemur. Það er varla hægt að hugsa sér betri ferðafélaga í ævintýraleiðangur en í þetta sinn snýst ævintýrið um Míu litlu sjálfa!Komdu með í ferðalag í friðsælan og tímalausan heim múmínálfanna þar sem múmínsnáðinn, múmínpabbi og múmínmamma lenda í ótal spennandi ævintýrum ásamt vinum sínum snorkstelpunni, Snabba, Míu litlu, Snúði, Pjakki, Fillífjonkunni og öllum hinum.Til hvaða undraheima skyldu þau ferðast næst og hvaða ævintýraverur hitta múmínsnáðinn og vinir hans á leiðinni?Ævintýraveröld múmínálfanna, sköpunarverks Tove Jansson, fangar ímyndunarafl barna jafnt sem fullorðinna. Fyrstu sögurnar urðu til árið 1945 og síðan hafa múmínfjölskyldan og vinir hennar eignast aðdáendur um allan heim og birst í bókum og sjónvarpsþáttum á meira en 35 tungumálum. Einstakur og allt að því goðsagnakenndur ævintýraheimur Tove Jansson hefur sópað til sín bókmenntaverðlaunum, svo sem H.C. Andersen verðlaununum, Bókmenntaverðlaunum Selmu Lagerlöfs og mörgum fleirum.

  • by Tove Jansson
    From 9.99 kr.

    Fylgist með múmínsnáðanum og vinum hans leika leynilöggur og takast á við ýmsar ráðgátur: Hvert leiðir dularfulla rauða slóðin okkur? Hver stal hálsfesti frú Fillífjonku? Hvað varð um frímerki hemúlsins? Og hvað í ósköpunum kom eiginlega fyrir allan farangurinn í ferðatösku frænkunnar?Komdu með í ferðalag í friðsælan og tímalausan heim múmínálfanna þar sem múmínsnáðinn, múmínpabbi og múmínmamma lenda í ótal spennandi ævintýrum ásamt vinum sínum snorkstelpunni, Snabba, Míu litlu, Snúði, Pjakki, Fillífjonkunni og öllum hinum.Til hvaða undraheima skyldu þau ferðast næst og hvaða ævintýraverur hitta múmínsnáðinn og vinir hans á leiðinni?Ævintýraveröld múmínálfanna, sköpunarverks Tove Jansson, fangar ímyndunarafl barna jafnt sem fullorðinna. Fyrstu sögurnar urðu til árið 1945 og síðan hafa múmínfjölskyldan og vinir hennar eignast aðdáendur um allan heim og birst í bókum og sjónvarpsþáttum á meira en 35 tungumálum. Einstakur og allt að því goðsagnakenndur ævintýraheimur Tove Jansson hefur sópað til sín bókmenntaverðlaunum, svo sem H.C. Andersen verðlaununum, Bókmenntaverðlaunum Selmu Lagerlöfs og mörgum fleirum.

  • by Tove Jansson
    19.99 kr.

    Fylgstu með lífi múmínsnáðans, fjölskyldu hans og vina, allar fjórar árstíðirnar! Hér segir frá fyrsta vordeginum, þegar Snúður kemur til baka úr vetrarferðalaginu sínu, og björtum sumarnóttum þegar múmínsnáðinn leysir ráðgátu. Við upplifum litadýrð haustins, en þá finna múmínsnáðinn og Snabbi flöskuskeyti og leggja af stað í leiðangur í leit að nýjum vini. Loks kynnumst við myrkum frosthörkum vetrarins þegar múmínálfarnir liggja í dvala og bíða eftir því að sólin láti aftur sjá sig.Komdu með í ferðalag í friðsælan og tímalausan heim múmínálfanna þar sem múmínsnáðinn, múmínpabbi og múmínmamma lenda í ótal spennandi ævintýrum ásamt vinum sínum snorkstelpunni, Snabba, Míu litlu, Snúði, Pjakki, Fillífjonkunni og öllum hinum.Til hvaða undraheima skyldu þau ferðast næst og hvaða ævintýraverur hitta múmínsnáðinn og vinir hans á leiðinni?Ævintýraveröld múmínálfanna, sköpunarverks Tove Jansson, fangar ímyndunarafl barna jafnt sem fullorðinna. Fyrstu sögurnar urðu til árið 1945 og síðan hafa múmínfjölskyldan og vinir hennar eignast aðdáendur um allan heim og birst í bókum og sjónvarpsþáttum á meira en 35 tungumálum. Einstakur og allt að því goðsagnakenndur ævintýraheimur Tove Jansson hefur sópað til sín bókmenntaverðlaunum, svo sem H.C. Andersen verðlaununum, Bókmenntaverðlaunum Selmu Lagerlöfs og mörgum fleirum.

  • by Howard Roughan & James Patterson
    From 45.99 kr.

    Í upphafi skyldi endinn skoða ... Nora Sinclair vekur aðdáun hvert sem hún fer, en voveiflegir atburðir umlykja hana. Karlmennirnir í lífi hennar fara sérstaklega illa út úr samneyti við Noru. En hvað er það þá sem laðar FBI-manninn John O'Hara að henni? Er það hin myrka fortíð hennar? Eða ómótstæðileg fegurð hennar? Hvað sem það er þarf John að hafa sig allan við til að flækjast ekki um of í vef Noru og leysa málið án þess að stofna sjálfum sér í hættu.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.Howard Roughan er bandarískur rithöfundur. Hann hefur gefið út tvær skáldsögur einn síns liðs, en hefur einnig verið meðhöfundur nokkurra skáldsagna með James Patterson.Roughan er með bakgrunn í auglýsingabransanum og segir þá reynslu hafa haft mikið um rithæfileika sína að segja.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    9.99 kr.

    Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) hefur lengi verið þekkt fyrir skáldverk sem dreifa sterkum boðskap um góðar dygðir, réttlæti og samfélagsmál hennar samtíma. Allt fyrir Krist er enn eitt dæmið um sögu sem vakti fólk til umhugsunar snemma á 20. öldinni og gerir jafnvel enn í dag.Uppi verður fótur og fit á heimili Þórðar skipstjóra þegar Ragnar, sonur hans, lýsir yfir draumi sínum um að gerast trúboði. Hann vill ferðast heiminn og bera út boðskap guðs og er sama hverju hann mun fórna eða hve lítið hann muni þéna. Hann uppsker góðar undirtektir móður sinnar sem kann að meta trúrækni og staðfestu sonar síns en annars er öll fjölskyldan mótfallin áformunum. Systkini Ragnars velja sér frjálslegra líferni, nær foreldrum sínum og láta eigin velmegun frekar ráða för en nokkrar hugsjónir. En þegar fram líða stundir sést hver hefur spilað betur úr tækifærum lífs síns.idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /htmlGuðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Erling Poulsen
    44.99 kr.

    Þegar Róbert Lund heyrir hræðilegt kvenmannnsóp og byssuskot á göngu sinni bregst hann snögglega við ef hann gæti orðið til hjálpar. Hann gengur á hljóðið, en er hann finnur vettvanginn er allt um seinan. Kona hefur verið myrt og morðinginn horfinn á braut. Áður en Róbert yfirgefur morðstaðinn tekur hann eftir að hin látna kreppir hönd um bláan, slípaðan stein. Frá þeirri stundu er Róbert flæktur í margslungna morðgátu þar sem ágirnd, slægð og átök koma títt við sögu.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Erling Poulsen
    44.99 kr.

    Eftir föðurmissi stendur Maríanna Biorck uppi allslaus. Þegar hún fær boð um að gerast stofustúlka hjá lafði Wellington í Kent á Englandi grípur hún tækifærið án umhugsunar. Þangað ferðast hún ásamt dýralækninum Allan Bennow sem ætlar sér einnig að starfa fyrir fjölskylduna. Við komuna á setrið vaknar fljótt uggur hjá Maríönnu vegna orðróms um reimleika og óviðeigandi tilhneigingar einkasonar lafði Wellington. Þrátt fyrir aðvaranir frá fólki kýs Maríanna að dvelja áfram á setrinu, drifin af forvitni um dularfullan og óáþreifanlegan persónuleika herra Wellingtons. Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Erling Poulsen
    44.99 kr.

    Þann 22. janúar árið 1940 fæðast tvær stúlkur hjá ljósmóðurinni í Karild sem bíða ólík örlög. Önnur þeirra er greifadóttir sem elst upp á Herragarðinum í Hardingborg á meðan hin flakkar móðurlaus á milli barnaheimila. Af einskærri tilviljun liggja leiðir stúlknanna saman á 15 ára afmælisdaginn þeirra og tekst með þeim vinátta. Endurfundir þessir munu þó einnig svipta hulunni af gömlum leyndarmálum sem hafa afgerandi áhrif á lífið eins og stúlkurnar þekkja það.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er „Drømmen om det hvide slot", sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

  • by Line Kyed Knudsen
    From 9.99 kr.

    Nadía er ný i bekknum. Hún er svolítið feimin en Klara kemst að því að Nadía er bæði góð og skemmtileg þegar þær kynnast. En hinar stelpurnar í bekknum gera ekkert til að bjóða Nadíu velkomna í hópinn. Er það vegna þess að fjölskylda Nadíu er frá öðru landi? Klara verður að gera eitthvað í málunum!„K fyrir Klara" eru auðlesnar bækur um stelpuna Klöru og vinkonur hennar. Bækurnar fjalla um vináttu, skóla og að eldast (og smávegis um ástamál) og höfðar beint til markhópsins.Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.

  • by Michael Ledwidge & James Patterson
    64.99 kr.

    Þegar einnar nætur gaman vindur upp á sig er voðinn vís ...Lauren Stillwell er engin venjuleg kona, heldur er hún lögreglukona í New York. En lögreglukonur geta einnig orðið afbrýðiseminni að bráð og þegar Lauren uppgötvar að eiginmaðurinn hefur haldið framhjá henni ákveður hún að hefna sín með því að svara í sömu mynt. Áður en hún veit af er hún flækt í vef lyga og glæpa og það versta er að henni er falið að leysa morð sem hana hefði aldrei grunað að hún þyrfti að leysa. Í ljós kemur að ekkert er eins og það sýnist og Lauren þarf að hafa sig alla við til að komast lífs af í bók sem heldur lesandanum í greipum sínum allt til síðustu blaðsíðu.James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.Michael Ledwidge er bandarískur rithöfundur af írskum uppruna. Hann hefur skrifað nokkrar sjálfstæðar skáldsögur en langvinsælustu sögurnar hans eru þær sem hann skrifaði sem meðhöfundur James Patterson. Með samstarfinu hefur honum því tekist að fara frá því að vera nær óþekktur yfir í að verða metsöluhöfundur á andartaki.

  • by Frank Harris
    69.99 kr.

    Sjálfsævisaga rithöfundarins og leikarans Frank Harris (1855 - 1931) kom út í íslenskri þýðingu Baldurs Hólmgeirssonar árið 1958. Harris rekur ævi sína og örlög, allt frá barnæsku til kvennafars á fullorðinsárum. Ævisaga hans hefst á fleygu orðunum: „Minnið er móðir listagyðjanna og sönn fyrirmynd listamannsins." Eftir þeirri speki er sjálfsævisaga Harris rituð.Hann segir frá kynnum sínum af konum í miklum smáatriðum og teiknaði myndir til sem voru innblásnar af ævintýrum hans. Frásögnin og teikningarnar sem þeim fylgdu vakti mikinn usla á sínum tíma og var bókin bönnuð í áratugi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þrátt fyrir það varð Ævi mín og ástir metsölubók, hún þykir enn vera merkilegt erótískt verk og seldist dýrum dómum í Frakklandi þar sem hún var ekki bönnuð. „Ævi mín og ástir" kynnir lesanda einnig vel fyrir samtíma höfundarins, við sögu koma fjölmargar þekktar persónur sem Harris kynntist á sinni ævi. Þar má nefna: Oscar Wild, Heinrich Heine, George Meredith og fleiri samtímamenn Harris.Frank Harris (1855 - 1931) fæddist 14. Febrúar 1855 í Galway á Írlandi. Hann kom víða við á viðburðaríkri ævi sinni. Hann flutti til Bandaríkjanna á fullorðinsárum til að læra lögfræði en síðar lagði hann leið sína aftur til Evrópu og settist að í London. Honum var margt til lista lagt. Frank Harris var þekktur rithöfundur, ritstjóri og blaðamaður. Hann hóf feril sinn sem ritstjóri ýmissa dagblaða og tímarita, þar á meðal Fortnightly Review og Saturday Review.Frank Harris skrifaði nokkrar skáldsögur og einnig ritaði hann ævisögu Oscar Wilde, sem þótti tímamótaverk. Harris er þó þekktastur fyrir sjálfsævisöguleg verk sín, þar á meðal „Ævi mín og ástir". Ritstíll hans var umdeildur á sínum tíma og hann uppskar misjafnar móttökur á verkum sínum. Harris var margslungin persóna og ef af orðspori hans má dæma var hann heillandi og erfiður í senn. Þrátt fyrir þetta var hann mjög virtur í bókmenntaheiminum þar til hann lést 26. ágúst 1931.Verk hans höfða til þeirra sem hafa áhuga á bókmenntasögunni og litríkum reynslusögum.

  • by Guðrún Lárusdóttir
    44.99 kr.

    Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) er þekkt fyrir sögur með sterkan boðskap handa börnum, unglingum og fullorðnum. Bræðurnir er ein af lengri sögum hennar, hún er ætluð unglingum og var gefin út árið 1930. Sagan fjallar um lífsraunir tveggja stráka sem heita Axel og Jói. Jói er alltaf í grænni lopapeysu. Hann býr hjá Möllu prjónakonu við óvenjulegar fjölskylduaðstæður og er strítt mikið af bekkjarbróður sínum, honum Axel. Jói er hræddur við stríðnina og vill gera allt sem hann getur til að forðast Axel. Hann reynir að verða sér úti um öðruvísi peysu en Malla segir honum að Axel sé afbrýðisamur út í peysuna og neitar að gera aðra til að bægja burt stríðni. Strákarnir halda að þeir eigi ekkert sameiginlegt og eru nokkurs konar óvinir í bekknum. En þegar líður á söguna uppgötva þeir að líf þeirra eru samofnari en þeir gerðu sér grein fyrir áður. Þeir eiga eitthvað stórt sameiginlegt sem ristir djúpt í sál þeirra.Guðrún Lárusdóttir fæddist árið 1880 í Fljótsdal og lést í bílslysi árið 1938. Hún var einn afkastamesti kvenrithöfundur landsins um skeið og þótti andlát hennar mikill missir fyrir íslenska menningu. Fólk beið eftirvæntingarfullt eftir verkum hennar sem voru mikið lesin.Guðrún var önnur konan til að sitja á Alþingi, á ferli sínum lagði hún mikla áherslu á velferðarmál með því að beita sér fyrir styrkjum til kvennasamtaka. Einnig starfaði Guðrún sem fátækrafulltrúi Reykjavíkur um skeið. Frammistaða hennar í stjórnmálum var einstök, þegar hún sat á lista gaf hún út sína eigin stefnuskrá til að leggja áherslu á þau gildi og þær hugsjónir sem hún hafði umfram stefnu flokksins. Hún átti viðburðaríka ævi og lagði sig fram við að gefa til samfélagsins. Hún starfaði sem rithöfundur og skrifaði sextán verk yfir ævina, einnig þýddi hún verk úr dönsku, þýsku og ensku. Verk hennar bera þess merki að vera eftir konu með samfélagslegt innsæi.

  • by Páll Eggert Ólason
    69.99 kr.

    Hér er gerð úttekt á ritstörfum Jóns, þar á meðal aðkomu hans að blaðamennsku sem hann fór ávallt leynt með. Á árum þessum lagði hann mikla stund á rannsóknir í tengslum við baráttu til fjárhagslegs sjálfstæðis Íslendinga sem síðar meir urðu grundvöllur fyrir fullveldinu. Jón lét sig einnig varða fjárkláðann sem þá dundi yfir landið og var Íslendingum mikið áhyggjuefni. Málið olli bæði spennu og sundrung sem varð til þess Jón sótti hvorki Alþingi né heimsótti Ísland í sex ár. Þegar hann loksins sneri aftur ásamt konu sinni Ingibjörgu Einarsdóttur vakti það mikla gleði meðal landsmanna.Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.

  • by Daniel Zimakoff
    From 64.99 kr.

    Hér er að finna bækur nr. 1-10 í vinsælu seríunni um fótboltaliðið KF-Mezzi.KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.

  • by Maxine Paetro & James Patterson
    From 64.99 kr.

    Paradís verður aldrei söm við sig ...Við strendur Havaí hverfur hin íðilfagra ofurfyrirsæta Kim McDaniels eftir sundfatamyndatöku. Þegar foreldrar hennar komast að því að hún er horfin hoppa þau um borð í næstu flugvél til Havaí. En þau eru ekki ein um að leita Kim. Fyrrum lögreglumaðurinn og blaðamaðurinn Ben Hawkins er hvumsa yfir vanhæfni lögreglunnar á staðnum og fer af stað með sína eigin rannsókn. Á meðan er annar glæpur í undirbúningi og hryllingurinn sem paradís felur undir yfirborðinu kemur smám saman í ljós. James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.Maxine Paetro er bandarískur rithöfundur. Hún er best þekkt fyrir bæði stakar bækur og seríur sem hún hefur skrifað með James Patterson.

  • by Daniel Zimakoff
    From 44.99 kr.

    Hér er að finna bækur nr. 1-5 í vinsælu seríunni um fótboltaliðið KF-Mezzi.KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.

  • by Janosch
    From 9.99 kr.

    Sagan um það hvernig litli björninn og litla tígrisdýrið finna upp póstþjónustuna, flugpóstinn og símann.Þegar litli björn veiðir fisk við ána situr litla tígrisdýrið heima og er mjög leiður. Þá biður litla tígrisdýrið litla björninn að skrifa sér bréf. Og þar með fer allt á flug; vinirnir tveir finna upp bréfapóst, flugpóst og líka símann með jarðstrengjatengingu.Janosch fæddist í Zabrze í Póllandi árið 1931. Hann hefur skrifað yfir 100 barnabækur, myndabækur og hefur skapað fjölda af sögum og persónum - og er stoltur faðir litla tígrisdýrsins, litla bjarnarins og allra vina þeirra. Hann hlaut þýsku unglingabókmenntaverðlaunin fyrir bók sína "Ferðin til Panama".