Books in Icelandic

Filter
Filter
Sort bySort Newest
  • by Victoria Holt
    From 44.99 kr.

    Þegar Marty Leigh ferðast til Cornwall til að kenna ungri stúlku á herragarðinum Mount Mellyn hefur hún ekki hugmynd um hvað hún er búin að koma sér út í. Hin átta ára Alvean er erfiður nemandi og gerir Marty lífið leitt, en hún er staðráðin í að vinna hana á sitt band. Það er engin hjálp í föðurnum, Connan TreMellyn. Undir vinalegu yfirborðinu virðist hann fráhrindandi og grimmilegur. En Marty gefst ekki auðveldlega upp og kemst smám saman að því að þungt andrúmsloftið á herragarðinum orsakast af því að eiginkona húsbóndans og móðir Alvean lést við dularfullar aðstæður. Marty er staðráðin í að komast að leyndarmálinu, en verður hún svikin af eigin tilfinningum? Bókin er fyrsta skáldsagan sem Eleanor Hibbert ritaði undir höfundarnafninu Victoria Holt.idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /htmlVictoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Barbara Cartland
    47.99 kr.

    Drottninguna langar til að refsa markgreifanum of Weybourne fyrir að taka þátt í einvígi og skipar hann sem fulltrúi sinn í brúðkaupi guðdóttur hennar, Clotildu og hins mun eldri Friðriks fursta. Hlutverk hans er að fylgja brúðurinni á löngu ferðalagi hennar til giftingarinnar. Á leiðinni er ráðist á föruneytið af hópi ræningja. Markgreifanum tekst að bjarga Clotilde en með tímanum verður honum ljóst að hann ætti einnig að bjarga henni frá því að ganga í hjónaband með lauslátum furstanum.Barbara Cartland (1901-2000) var afar afkastamikill höfundur. Hún skrifaði 723 bækur á sínum lífstíma og af þeim eru 644 rómantískar skáldsögur. Á heimsvísu seldust yfir 1. milljarður af bókum hennar og hafa þær verið þýddar yfir á 36 tungumál. Bækur hennar hafa ávallt verið gríðarlega vinsælar og slóg hún met fjölda vinsældarlista. Hún varð að einskonar goðsögn sinnar lífstíðar og verður ávallt minnst fyrir rómantísku skáldsögurnar sem eru elskaðar af fólki sem trúir því að ástin sé það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju. Vegna skilvirkni hennar hefur hún verið nefnd í metbókum Guinnes fyrir að hafa gefið út flestar bækur á einu ári og einnig var hún heiðruð af Elísabetu Bretadrottningu fyrir skrif sín sem sín félagslegu og pólitísku framlög.

  • by Árni Þorkelsson
    69.99 kr.

    Hraunbræður á sér stað á bæ milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, sagan fjallar um uppátækjasömu bræðurna Ásgeir og Odd. Þeir koma sér í ýmis ævintýri, fara á sjó og lenda í hremmingum á siglingu til Danmerkur. Ásgeir fellur fyrir ungri og fallegri konu á bæ skammt frá, hún heitir Ingibjörg og þykir vera mikill kvenkostur og því beitir Ásgeir miklum brögðum til að fá hönd hennar. Ingibjörg er róleg en heimakær og harmar að þurfa að flytja burt frá foreldrum sínum. Togstreita skýtur rótum í ástarmálum beggja bræðra og takast þeir á við það saman.Hraunbræður er einskonar þroskasaga bræðra sem fylgja innsæi sínu, finna ástina og koma sér í mikil vandræði þess á milli. En þeir standa alltaf saman og gæta hvers annars sama hvað bjátar á.Árni Þorkelsson í Grímsey fæddist árið 1841 í Aðalvík og lést 1901. Auk Hraunbræðra ritaði hann einnig Kvöldsálmar til brúkunar í heimahúsum sem kom út árið 1890 á Akureyri og handritið Mórauðu vettlingarnir sem kom út eftir andlát hans. Hann var mjög fróður um ættfræði og íslendingasögur en þá þekkingu má gjarnan greina í verkum hans.Árni lagði mikið í fræðistörf en hafði lítið úr því og stundaði fræðin því í hjáverkum. Hann batt bækur, smíðaði báta og reisti baðstofur auk þess sem hann stundaði skrif sem voru hans framlag til menningararfs Grímseyjinga, en hann bjó í Grímsey frá sextán ára aldri.

  • by Barbara Cartland
    47.99 kr.

    Samantha leit út fyrir að geyma leyndardóma heimsins í grænu augunum sínum. En bakvið skýjað augnaráð er falin fáfróð ung stúlka frá landprestakalli. Hún kemst sjálf að því hversu óreynd og trúgjörn hún í raun er þegar hún kynnist unga og farsæla rithöfundinum David Durham og verður ástfangin!Barbara Cartland (1901-2000) var afar afkastamikill höfundur. Hún skrifaði 723 bækur á sínum lífstíma og af þeim eru 644 rómantískar skáldsögur. Á heimsvísu seldust yfir 1. milljarður af bókum hennar og hafa þær verið þýddar yfir á 36 tungumál. Bækur hennar hafa ávallt verið gríðarlega vinsælar og slóg hún met fjölda vinsældarlista. Hún varð að einskonar goðsögn sinnar lífstíðar og verður ávallt minnst fyrir rómantísku skáldsögurnar sem eru elskaðar af fólki sem trúir því að ástin sé það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju. Vegna skilvirkni hennar hefur hún verið nefnd í metbókum Guinnes fyrir að hafa gefið út flestar bækur á einu ári og einnig var hún heiðruð af Elísabetu Bretadrottningu fyrir skrif sín sem sín félagslegu og pólitísku framlög.

  • by James Patterson
    From 44.99 kr.

    Líf Lindsay Boxer, yfirvarðstjóra á morðdeildinni í San Francisco, tekur óvænta stefnu einn mánudagsmorgunn þegar hún fær erfiðar fréttir frá lækninum. Áður en hún nær að meðtaka tíðindin að fullu er hún boðuð á Grand Hyatt hótelið þar sem ung hjón hafa verið myrt með hrottalegum hætti á brúðkaupsnóttina. Við tekur eitt vandasamasta mál ferilsins sem kemur Lindsay í kynni við fréttkonuna Cindy Thomas, yfirréttarlækninn Claire Washburn og yfirréttardómarann Jill Bernhardt sem sameina krafta sína í von um að leysa gátuna.Fyrsta saga bókaseríunnar um Kvennamorðklúbbinn kom út árið 2001 en serían samanstendur af alls 23 bókum sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála og notið vinsælda um allan heim. Kvennamorðklúbbinn skipa þær Lindsay Boxer, Cindy Thomas, Claire Washburn og Jill Bernhardt en saman leysa þær dularfull morðmál í heimabæ sínum, San Francisco. James Patterson (1947) er bandarískur rithöfundur. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1976 og hefur skrifað hundruði bóka í kjölfarið. Þótt Patterson sé þekktastur fyrir spennu- og glæpasögur skrifar hann innan fjölbreyttra bókmenntagreina, bæði fyrir börn og fullorðna. Hann er mikilvæg rödd í bókmenningu í Bandaríkjunum og talar gjarnan fyrir mikilvægi lestrar- og skrifkunnáttu barna. Í gegnum árin hefur Patterson veitt skólum, bókasöfnum og sjálfstæðum bókabúðum rausnarlegan stuðning í þágu góðra málefna.

  • by Barbara Cartland
    47.99 kr.

    Með von um að bjarga föður sínum úr skuldafangelsi ákveður Crisa að kvænast Silas P. Vanderhault. Nokkrum mánuðum síðar er Crisa orðin ekkja einn ríkasta manns Ameríku. En hvers virði er auðurinn þegar Vanderhault fjölskyldan heldur henni sem fanga í sínu eigin gullna búri?Hún flýr í burt til Englands, en leiðin heim hefur í för með sér óvænt og dramatísk örlög.Barbara Cartland (1901-2000) var afar afkastamikill höfundur. Hún skrifaði 723 bækur á sínum lífstíma og af þeim eru 644 rómantískar skáldsögur. Á heimsvísu seldust yfir 1. milljarður af bókum hennar og hafa þær verið þýddar yfir á 36 tungumál. Bækur hennar hafa ávallt verið gríðarlega vinsælar og slóg hún met fjölda vinsældarlista. Hún varð að einskonar goðsögn sinnar lífstíðar og verður ávallt minnst fyrir rómantísku skáldsögurnar sem eru elskaðar af fólki sem trúir því að ástin sé það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju. Vegna skilvirkni hennar hefur hún verið nefnd í metbókum Guinnes fyrir að hafa gefið út flestar bækur á einu ári og einnig var hún heiðruð af Elísabetu Bretadrottningu fyrir skrif sín sem sín félagslegu og pólitísku framlög.

  • by Henry Rider Haggard
    69.99 kr.

    Perlumærin er söguleg skáldsaga sem á sér stað í kringum fall Jerúsalem árið 70 eftir Krist og snertir söguþráðurinn á þeim atburðum.Sagan fjallar um hetjudáð ungrar konu í samfélagi þar sem mikil ólga ríkir. Neruda, ung ambátt og Rakel, húsfreyja hennar flýja fangelsi. Þær eru kristnir flóttamenn og sæta ofsókna í heimalandi sínu. Eftir viðburðaríka sjóferð fæðir Rakel stúlkubarn og nefnir hana Mirjam.Mirjam á fram undan örlagaríka ævi. Perlumærin segir frá ást, stríði, trúarhita og sögulegum atburðum sem fléttast allt saman við uppvöxt Mirjam og fjölskyldu hennar.H. Rider Haggard fæddist árið 1856 í enska þorpinu Bradenham. Hann var var áttunda barn foreldra sinna sem eignuðust tíu börn. Hann var eini sinna bræðra sem gekk ekki í einkaskóla því hann þótti ekki líklegur til að nýta menntun sína né ganga vel í skóla. Hann fluttist frá Bretlandi til Suður Afríku nítján ára gamall. Skáldverkin hans eiga sér oft stað í Afríku og er mikill ævintýrabragur yfir þeim. Hann var einnig fremstur í flokki í sköpun týndaheims skáldsagna sem eru sögur sem fjalla um uppgötvun nýrra samfélaga eða heimsmynda.Vinsælasta skáldsaga hans er Salómon konungur (e. King Salomon). En Haggard gaf út tíu skáldsögur yfir ævina, frá árinu 1912 og fram til ársins 2006 voru gerðar fjölmargar kvikmyndir sem byggja á skrifum Haggard.

  • by Sir Arthur Conan Doyle
    From 29.99 kr.

    Ferstrendi kistillinn:Á amerísku gufuskipi verður hinn taugaóstyrki Hammond vitni að óvenjulegu og grunsamlegu samtali milli tveggja meðfarþega sinna og leggur á ráðin að grípa inn í atburðarásina. Kómísk spennusaga frá höfundi Sherlock Holmes. Silfuröxin:Virtur prófessor finnst myrtur við þrep Háskólans í Búdapest og við tekur ævintýranleg atburðarás sem daðrar bæði við fantasíu og vísindaskáldskap. Óvenjuleg glæpasaga úr smiðju höfundar Sherlock Holmes.Skotinn Sir Arthur Ignatius Conan Doyle (1859-1930), var læknir að mennt en varði tíma sínum í skrif á meðan hann beið eftir sjúklingum á læknastofu sinni. Doyle endaði svo með að leggja læknasloppinn á hilluna, í þágu bókmenntanna. Hann er þekktastur fyrir glæpasögur sínar um einkaspæjarann sígilda, Sherlock Holmes, sem mörkuðu tímamót í þeirra glæpasagnahefð sem við þekkjum í dag. Doyle var afkastamikill rithöfundur og kom víða við og telja skrif hans meðal annars til fantasíu, vísindaskáldskapar, leikrita, ljóða og fræðirita.

  • by Barbara Cartland
    69.99 kr.

    Samantha leit út fyrir að geyma leyndardóma heimsins í grænu augunum sínum. En bakvið skýjað augnaráð er falin fáfróð ung stúlka frá landprestakalli. Hún kemst sjálf að því hversu óreynd og trúgjörn hún í raun er þegar hún kynnist unga og farsæla rithöfundinum David Durham og verður ástfangin!Barbara Cartland (1901-2000) var afar afkastamikill höfundur. Hún skrifaði 723 bækur á sínum lífstíma og af þeim eru 644 rómantískar skáldsögur. Á heimsvísu seldust yfir 1. milljarður af bókum hennar og hafa þær verið þýddar yfir á 36 tungumál. Bækur hennar hafa ávallt verið gríðarlega vinsælar og slóg hún met fjölda vinsældarlista. Hún varð að einskonar goðsögn sinnar lífstíðar og verður ávallt minnst fyrir rómantísku skáldsögurnar sem eru elskaðar af fólki sem trúir því að ástin sé það mikilvægasta í lífi hverrar manneskju. Vegna skilvirkni hennar hefur hún verið nefnd í metbókum Guinnes fyrir að hafa gefið út flestar bækur á einu ári og einnig var hún heiðruð af Elísabetu Bretadrottningu fyrir skrif sín sem sín félagslegu og pólitísku framlög.

  • by Óþekktur
    47.99 kr.

    Þegar greifadóttirin Alice er numin á brott og ung kona myrt í veislu forsætisráðherrans liggja leiðir Basil fursta og Sam Foxtrot til undirheima Lundúnaborgar. Þar starfar glæpaflokkurinn Hýenurnar sem leiddur er af strokufanganum Tom Helter. Basil fursti hyggst heyja einvígi við hinn ósvífna glæpaforingja og leggja með því líf sitt að veði. Hér spinna fortíðardraugar, svik og samsæri flókna glæpafléttu sem verður vandasamt að leysa.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.

  • by Óþekktur
    47.99 kr.

    Saga þessi hefst í fjölmennri veislu hjá Rochefort lávarði sem kominn er af einni voldugustu fjölskyldu Frakklands. Þrátt fyrir völd og víðfrægð eru afkomendur Rochefort ættarinnar ekki taldir miklir sómamenn og sannast það er lávarðurinn og sonur hans Charles berjast um ástir hinnar amerísku og undurfögru Mary Gould. Veislan skrautlega tekur snöggan endi þegar röð glæpsamlegra athæfa eiga sér stað. Er Basil fursti fær fregnir af málinu er hann fljótur að koma Lejaune lögregluforingja til hjálpar enda grunar hann að gamall erkifjandi muni skjóta upp kollinum þá og þegar. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.

  • by Óþekktur
    From 31.99 kr.

    Marritt tvíburarnir hafa vakið mikla hrifningu í Metropol fjölleikahúsinu en þar stíga þær klæðlausar á svið og heilla gesti með undurfögrum tvísöng. Þegar barón Kaj von Hutter hyggst ganga að eiga aðra systurina leitar áhyggjufull móðir hans á náðir Basil fursta. Þótt furstinn leggi það ekki í vana sinn að hnýsast í ástarmálum annarra, kveikja aðstæðurnar þó forvitni hans og fara þá ýmis hjól að snúast. Blessunarlega er hinn hugdjarfi Sam Foxtrot aldrei langt undan því á sveimi eru siðblindir glæpamenn sem vilja krækja í milljónir barónsins og koma furstanum fyrir kattarnef.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.

  • by Vanessa Diffenbaugh
    From 61.99 kr.

    Löng hefð er fyrir því að manneskjan tjái tilfinningar sínar með blómagjöfum. Blóm eru bundin lífsviðburðum mannsins frá tilhugalífinu til sorgarferlisins. Þetta veit hin 18 ára Victoria sem hefur flakkað milli fósturheimila og stofnanna allt sitt líf. Hún tjáir tilfinningar sínar einungis í gegnum táknmál blómanna. Ástríða Victoriu á blómum leiðir hana að ungum blómabónda sem kann líka táknmál blómanna og opnar augu Victoriu fyrir því sem lífið hefur upp á að bjóða. Vanessa Diffenbaugh (f.1978) er fædd og uppalin í Kaliforníu. Hún lærði skapandi skrif við Stanford háskóla í heimafylki sínu. Táknmál blómanna er þekktasta verk hennar, skáldsagan kom fyrst út á ensku árið 2011. Táknmál blómanna sat á metsölulista New York Times í 69 vikur og hefur verið þýdd á 42 tungumál, m.a. íslensku. Diffenbaugh er fósturforeldri og berst fyrir velferð barna í fósturkerfi bandaríkjanna.

  • by Marvel
    9.99 kr.

    Hinn snjalli Bruce Banner var oft lagður í einelti á sínum yngri árum. Eftir að hann varð að Hulk er hann stöðugt hræddur um að hann muni óvart koma illa fram við aðra. En með aðstoð vina sinna lærir hann að stjórna kröftunum sínum og nota þá til góðs. Ásamt frænku sinni, Hulkynju, berst hann gegn óvini sínum Rústaranum. Þegar þau sameina krafta sína verða þau ennþá sterkari!© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by May Agnes Fleming
    69.99 kr.

    Rosamond Lovell er ung og fögur stúlka, aðeins átján ára þegar hún giftist hinum auðuga Gordon Caryll. Í ljós kemur að Rosamond er ekki af eins göfugum ættum og eiginmaður hennar taldi, heldur er hún komin af lágstéttafólki og hefur unnið fyrir sér sem söngkona. Gordon verður ævareiður og sækir um skilnað. Nú þarf Rosamond að finna nýtt heimili fyrir sig og nýfætt barn sitt og upp hefst örlagarík atburðarás.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.May Agnes Fleming fæddist árið 1840 í Nýju Brúnsvík í Kanada. Hún fluttist til New York eftir að fyrsta skáldsaga hennar kom út og ritaði þar bæði skáldsögur og framhaldssögur fyrir tímarit. Hún var ein af fyrstu frægu kanadísku rithöfundunum og var frægasti höfundur síns tíma í Norður-Ameríku. Hún skrifaði 47 skáldsögur og fjöldann allan af smásögum. Agnes M. Fleming lést í Brooklyn í New York árið 1880, aðeins 39 ára gömul.

  • by Alexander Kielland
    69.99 kr.

    Maríus litli, aðalpersóna sögunnar, er feiminn en uppátækjasamur piltur á skólabekk. Hann er ekki mikill námshestur og er eftirbátur bekkjarsystkina sinna í öllu - nema latínu. En hann kemst í gegnum námsefnið með aðstoð frá vini sínum, Abraham. Skáldsagan fylgir nokkrum ungum mönnum í gegnum skólagöngu, þeir hafa allir mismunandi hæfileika, eru mis iðnir og bóknám liggur ekki eins fyrir þeim öllum.Eitur kom út á norsku árið 1883 en í íslenskri þýðingu Benedikts Bjarnasonar nokkru síðar. Skáldsagan er sögð vera ádeila á nám og hvernig því er hagað í norskum skólum á 19. öld. Höfundur veltir upp ýmsum spurningum í gegnum frásögnina um skólakerfið og kennsluaðferðir samtíma síns.Alexander Kielland var eitt helsta skáld Noregs á 19. öldinni. Honum var margt til lista lagt, hann var athafnamaður, bæjarstjóri Stavanger, blaðamaður og ötull stuðningsmaður réttinda verkafólks.

  • by Marvel
    9.99 kr.

    Ofurhetjurnar hafa snúið til baka!Köngulóarmanninum fær hjálp frá Mauramanninum og Vespunni þegar Doktor Kolkrabbi hótar að eyðileggja vísindavökuna í skólanum - og þeir gefast ekki upp!Það sem er næstum jafn mikilvægt er hvort Peter Parker muni takast að sigra vökuna með vísindavekefninu sínu - eða hvort Flash muni ná að hrifsa það frá honum líka.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Victoria Holt
    From 44.99 kr.

    Í miðjum skógi í Cornwall á Englandi standa sex styttur úr steini. Sagan segir að sex jómfrúr úr klaustri í Cornwall rufu heit sín og var breytt í stein í refsiskyni. En sjöunda jómfrúin átti önnur örlög. Mörgum árum seinna er klaustrið orðið að höll St. Larston fjölskyldunnar og örlögin blikka aðra unga konu. Kerensa Carlee elst upp í fátækt rétt við St. Larnston höllina. Án annarra kvenkosta en mikils metnaðar og enn meiri fegurðar tekst henni að fá vinnu sem þerna í húsinu, en þar er reimt. Kerensa er hins vegar ástfangin af húsinu og er staðráðin í að verða húsfreyja þar. En örlögin eru með önnur áform. Þrátt fyrir metnaðinn flækist Kerensa inn í minningar og ráðgátur og tilvera hennar í Cornwall viktoríutímans vekur upp bæði brjálæði og gamla hefnigirni...Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Óþekktur
    47.99 kr.

    Basil fursti og Sam Foxtrot halda til Parísar í von um að varpa ljósi á gamalt glæpamál sem furstinn neyddist til að leggja á hilluna nokkrum árum fyrr. Hinn undirförli greifi De Miroi og þjóðþekkta leikkonan Stella Eclaire eru meðal þess glæpalýðs sem hér beita lævíslegum brögðum og draga saklausar sálir inn í atburðarrásina. Hjartaþjófurinn illræmdi er einnig í vígamóð og berst leikurinn alla leið til Suður-Afríku. Hér dregur gullgræðgin fram verstu hvatir þeirra sem við sögu koma og þarf Basil að beita allri sinni kænsku til að loka málinu í eitt skipti fyrir öll.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.

  • by Victor Hugo
    69.99 kr.

    Jean Valjean er staðráðinn í að snúa baki við glæpsamlegri fortíð sinni og verða að heiðarlegum manni. Eftir margra ára fangelsisvist og eymd tekst honum að skapa sér nafn sem auðugur verksmiðjueigandi og borgarstjóri. Á sama tíma fer lífið ekki ljúfum höndum um hina ungu Fatine sem eignast dóttur utan hjónabands og þarf í kjölfarið að færa fórnir sem ræna hana stoltinu og lífsgæðunum. Vesalingarnir er í senn átakanleg og hjartnæm saga sem lýsir mikilvægi samkenndar og kærleika þegar móti blæs. Bókaserían Vesalingarnir kom fyrst út árið 1862 og naut umsvifalaust mikilla vinsælda. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og er talin ein áhrifamesta skáldsaga sem gefin hefur verið út í Evrópu. Sagan gerist á fyrrihluta 19. aldar í Frakklandi þegar miklar hræringar eiga sér stað í samfélaginu. Þar fléttast líf ólíkra einstaklinga saman í örlagaríka atburðarás þrunginnar ástríðu, áræðis, og þrautseigju. Eftir skáldsögunni hafa verið gerðar fjölmargar kvikmyndir en árið 2012 fóru Hugh Jackman, Anne Hathaway og Russel Crowe með aðalhlutverk í eftirgerð Vesalingana undir leikstjórn Tom Hoopers. Victor Hugo (1802-1885) var franskur skáldsagna-, ljóða- og leikritahöfundur. Hann er talinn einn fremsti og áhrifamesti rithöfundur Frakklands en Vesalingarnir og Hringjarinn í Notre Dame eru meðal þekktustu skáldsagna hans. Ásamt því að vera einn af máttarstólpum rómantísku stefnunnar á 19. öld var Hugo einnig mikill mannréttindasinni og endurspeglast þau viðhorf í mörgum verka hans. Fjöldi bóka Hugos hefur verið endurgerður í formi sviðsverka og kvikmynda.

  • by E. Marlitt
    69.99 kr.

    Sagan um Kordulu frænku þykir vera gagnrýni á ranglæti og hræsni í nafni Kristindóms. Sagt er frá raunum hinnar ungu Felicitas eftir móðurmissi, hún er ættleidd af Hellwig fjölskyldunni sem reynist henni illa en hún finnur annarskonar fjölskyldu hjá gamalli konu sem býr á háaloftinu. Sagan er langlíf klassík en hún var gerð að kvikmynd árið 1972. Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.E. Marlitt er höfundarnafn Eugenie John (1825-1877). Hún fæddist í Arnstadt í Þýskalandi og var dóttir málara, en var ættleidd af þýskri prinsessu og send í tónlistarnám í Vín, enda hafði hún dásamlega söngrödd. Eugenie missti hins vegar heyrnina, en þótti skrifa svo fallega að hún var hvött til að skrifa skáldsögur. Hún eyddi síðustu árum ævi sinnar við ritstörf, en flestar bækur hennar voru skrifaðar sem ádeila á þýskt samfélag í samtíma hennar.

  • by Victor Hugo
    69.99 kr.

    Baráttan við fátæktina og misréttið hefur kostað Fantine lífið. Jean Valjean er enn á ný á flótta undan fortíð sinni en réttsýni lögreglumaðurinn Javert er stöðugt á hælum hans. Þrátt fyrir mótbyr heldur Valjean ótrauður áfram í baráttunni fyrir réttlæti en hann hafði lofað Fantine að vernda dóttur hennar, Cosette, sem sætir illri meðferð í fóstri hjá Thénardier fjölskyldunni. Hér kristallast barátta milli góðs og ills í áhrifamikilli frásögn um von, æðruleysi og elju.Bókaserían Vesalingarnir kom fyrst út árið 1862 og naut umsvifalaust mikilla vinsælda. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og er talin ein áhrifamesta skáldsaga sem gefin hefur verið út í Evrópu. Sagan gerist á fyrrihluta 19. aldar í Frakklandi þegar miklar hræringar eiga sér stað í samfélaginu. Þar fléttast líf ólíkra einstaklinga saman í örlagaríka atburðarás þrunginnar ástríðu, áræðis, og þrautseigju. Eftir skáldsögunni hafa verið gerðar fjölmargar kvikmyndir en árið 2012 fóru Hugh Jackman, Anne Hathaway og Russel Crowe með aðalhlutverk í eftirgerð Vesalingana undir leikstjórn Tom Hoopers.Victor Hugo (1802-1885) var franskur skáldsagna-, ljóða- og leikritahöfundur. Hann er talinn einn fremsti og áhrifamesti rithöfundur Frakklands en Vesalingarnir og Hringjarinn í Notre Dame eru meðal þekktustu skáldsagna hans. Ásamt því að vera einn af máttarstólpum rómantísku stefnunnar á 19. öld var Hugo einnig mikill mannréttindasinni og endurspeglast þau viðhorf í mörgum verka hans. Fjöldi bóka Hugos hefur verið endurgerður í formi sviðsverka og kvikmynda.

  • by C. Lestock Reid
    69.99 kr.

    Ungi Englendingurinn, Rupert Challoner, situr í kyrrðini við rætur Mánafjalla í Nairobi og hugleiðir mislukkað líf sitt. Hann er djúpt sokkinn í hugsanir sínar þegar hann hrekkur upp við háværan skothvell og uppgötvar að í grenndinni á eldri maður í höggi við vígalegt villinaut. Rupert reynir hvað hann getur að koma manninum til bjargar en nær ekki í tæka tíð. Áður en maðurinn gefur upp öndina biður hann Rupert um að verða við sérkennilegri ósk. Í kjölfarið kviknar lífsneisti Ruperts að nýju þegar hann leggur upp í óvænt og leyndardómsfullt ferðalag í leit að gulli Faraós.C. Lestock Reid var sonur breskra foreldra en fæddist í Indlandi árið 1857. Um tíma sinnti hann hlutverki hershöfðingja indverska riddaraliðsins sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Eftir hermennskuna byrjaði hann leggja stund á skriftir ásamt því að ferðast um Afríku og Asíu. Í frítíma sínum naut hann þess að stunda villidýraveiðar, spila tennis og synda. Reid er þekktastur fyrir að skrifa sögulegar skáldsögur í formi spennu- og ástarsagna en hann sótti gjarnan innblástur í eigin reynslu. Hann lést árið 1936.

  • by Daniel Zimakoff
    From 19.99 kr.

    Er lífið fótbolti eða er fótbolti lífið?KF Mezzi er hætt komið. Krakkarnir þurfa að hafa sig öll við til að halda liðinu í deildinni. Það hafa margir hætt undanfarið og stelpurnar eru farnar að tala um að hætta líka. Þjálfararnir tala jafnvel um að sameina KF Mezzi og gamla liðið, KFK. Það hvarflar að Tómasi að hætta og einbeita sér bara að meistarabúðunum. En hvað verður þá um KF Mezzi?KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu. Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.

  • by Harriet Lewis
    69.99 kr.

    Þessi saga á sér stað á Viktoríutímabilinu í ensku samfélagi. Ung Verenika giftist Roy, Lávarðinum af Clynord. Hann á ekki stóra fjölskyldu en á tvö stjúpsystkini sem öfundast út í hina ungu og saklausu Vereniku og reyna að koma henni fyrir kattarnef. Skáldsagan er eitt vinsælasta verk Harriet Lewis og kom fyrst út á ensku árið 1872. Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.Harriet Lewis fæddist árið 1841. Ritferill hennar fór hönd í hönd við ritferil eiginmanns hennar sem hún giftist árið 1860, en þau unnu saman að ýmsum ritverkum, m.a. spennuseríum. Harriet lést ung að aldri árið 1878, einungis 37 ára gömul. Hún lét eftir sig 41 skáldverk sem hafa verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál.

  • by Mark Twain
    47.99 kr.

    Sagan segir af hinum unga Henry Adams sem lendir í afdrifaríkum óförum í bátsferð að kvöldlagi. Blessunarlega er honum bjargað af ensku briggskipi og tekur þá við löng og ströng sigling. Þegar skipið kemur loks að landi í Lundúnarborg er Henry bæði auralaus og ráðþrota. Gerist þá hið óvænta og daginn eftir er hann kallaður á fund auðugra bræðra sem vilja lána honum peningaseðil að virði milljón dollara. Með seðilinn í vasanum tekur líf Henrys stakkaskiptum og nú reynir verulega á skynsemi hans og heiðarleika.Samuel Langhorne Clemens (1835-1910), betur þekktur sem Mark Twain, var bandarískur rithöfundur. Framan af starfaði Twain við prentiðn en hóf síðar störf sem blaðamaður. Þar fann hann ástríðu sína og vakti fljótt athygli fyrir einstaka ritfærni og kímnigáfu. Ásamt því að skrifa fjölmargar skáldsögur, smásögur og blaðagreinar skapaði Twain sér einnig gott orðspor sem ferðabókahöfundur og fyrirlesari. Þekktustu skáldverk hans eru Sagan af Tuma litla og Stikilsberja-Finnur. Twain er talinn með áhrifamestu rithöfundum amerískra bókmennta.

  • by E. Marlitt
    69.99 kr.

    Leonóra von Sassen er alin upp af móður sinni í hálfgerðri einangrun á heiðarbýli í Norður-Þýskalandi. Þar upplifir hún sannkallaða sveitasælu, en veit lítið um umheiminn. Aðeins 17 ára missir hún móður sína skyndilega og þarf að flytjast í þéttbýlið til föður síns. Þar kemst hún að því að sakleysi sveitastelpunnar á engan veginn heima í borgarsamfélaginu og þarf því að leggja sig alla fram um að aðlagast og þroskast í þessu nýja umhverfi. Að sjálfsögðu kemur ástin einnig við sögu og endalokin koma skemmtilega á óvart.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.E. Marlitt er höfundarnafn Eugenie John (1825-1877). Hún fæddist í Arnstadt í Þýskalandi og var dóttir málara, en var ættleidd af þýskri prinsessu og send í tónlistarnám í Vín, enda hafði hún dásamlega söngrödd. Eugenie missti hins vegar heyrnina, en þótti skrifa svo fallega að hún var hvött til að skrifa skáldsögur. Hún eyddi síðustu árum ævi sinnar við ritstörf, en flestar bækur hennar voru skrifaðar sem ádeila á þýskt samfélag í samtíma hennar.

  • by Daniel Zimakoff
    From 19.99 kr.

    Ást eða fótbolti - hvort er mikilvægara?Tómas er enn í meistarabúðunum í Fjörðum, ásamt því að spila með KF Mezzi. Allur þessi tími í fótbolta er farinn að hafa áhrif á einkunnirnar. Hann hefur því lítinn tíma fyrir félagslíf, hvað þá kærustuna. Tómas og Kristín virðast vera að vaxa í sundur og hann getur lítið gert til að breyta því. Svo flækir það málin að hann er farinn að hafa áhuga á annarri stelpu. En hvað verður þá um Tómas og Kristínu?KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.

  • by Sir Walter Scott
    69.99 kr.

    Ívar hlújárn er söguleg skáldsaga sem gerist á 12. öld á Englandi þegar enska þjóðin lýtur valdi Normanna. Hinn elskaði þjóðhöfðingi, Ríkharður ljónshjarta hefur verið handtekinn á heimleið sinni úr krossför. Svikuli bróðir hans, Jóhann prins, hyggst nýta tækifærið til að leggja undir sig landið og taka við konungsvaldinu. Þvert gegn vilja föður síns leggur riddarinn Ívar hlújárn upp í háskaför til að frelsa Ríkharð konung og freistast um leið til að fylgja forboðinni ást sinni á lafði Róvenu. Hér flétta rómantík og hetjudáðir ævintýralegan söguþráð sem endurspeglar menningu og tíðaranda miðalda.Walter Scott (1771-1832) var skoskt sagna-, ljóða- og leikritaskáld. Sem rithöfundur var hann einna þekktastur fyrir að gefa lesendum færi á að upplifa raunsanna atburði í gegnum líflegar sögupersónur enda frumkvöðull í ritun sögulegra skáldsagna. Hið sígilda ævintýri um Ívar hlújárn er meðal þekktustu verka hans en árið 1952 gerði leikstjórinn Richard Thorpe kvikmynd eftir sögunni þar sem Robert Taylor, Joan Fontaine og Elizabeth Taylor fóru með aðalhlutverkin. Kvikmyndin var tilnefnd til þriggja óskarsverðlauna.

  • by Louis Tracy
    69.99 kr.

    Iris Deane er ung og ævintýragjörn kona sem lendir í skipbroti á ferðalagi sínu um Suður-Kínahaf. Sem betur fer er henni bjargað af sjómanninum Robert Jenkins, sem er þó ekki allur þar sem hann er séður. Saman reyna þau að lifa af á eyðieyju með litlar vistir, þar sem þau lenda í fjölda ævintýra. En ástin er alltaf handan við hornið ...Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.Louis Tracy (1863-1928) skrifaði fjöldann allan af skáldsögum um ævina. Hann fæddist í Liverpool í Bretlandi, en stundaði nám í Frakklandi og starfaði víða sem blaðamaður samhliða skrifum sínum. Hann notaði gjarnan höfundarnöfnin Gordon Holmes og Robert Fraser við skáldsagnaritun sína, en því síðara deildi hann með höfundinum M. P. Shiel.