Books in Icelandic
-
69.99 kr. Bókin er að mestu leyti þekkt fyrir að kynna til sögunnar glæpaheilann og dulhyggjumanninn Doktor Nikola og langri leit hans að ódauðleika, en Nikola kom meira fyrir í framhaldsbókum eftir sama höfund og varð áhrifarík sögupersóna í heimi spæjarasagna. Richard Hatteras er aðalhetja sögunnar en hann dregst fljótt inn í hættulega atburðarás þegar hann kynnist illmenninu Doktor Nikola og fylgdarliði hans.Guy Boothby (1867-1905) var ástralskur höfundur sem ferðaðist víða um Suðaustur Asíu, Melanesíu og Ástralíu. Hann hóf ferilinnn á því að skrifa ferðasögur en við tóku sögur um alls konar glæpasnillinga, múmíur, álög, uppvakninga og þess háttar. Hann var vinur Rudyard Kipling og var í góðu áliti hjá George Orwell. Boothby lést aðeins 38 ára að aldri en verk hans hafa haft mikil áhrif á heim kvikmyndanna, sér í lagi á ímynd illmenna og óvætta.
- Ebook
- 69.99 kr.
-
69.99 kr. Þegar faðir Aðalheiðar deyr og skilur eftir sig erfðaskrá með undarlegum fyrirmælum neyðist hún til að fórna eigin hamingju fyrir fólkið sem hún elskar. Smám saman uppgötvar lesandi meira um hjónaband og föður Aðalheiðar. Sagan af Aðalheiði og raunum hennar er hugljúf og ber góðan boðskap um kærleika og fórnfýsi en hún er einnig talin vera byggð á sannsögulegum atburðum.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.C. Davies var breskur rithöfundur frá 19. öld. Sögurnar hans eru oft til þess að verma hjartarætur en vinsælasta verk hans heitir á frummálinu A Victorian Fireside Christmas.
-
69.99 kr. Elísabet Ferber elst upp í höfuðborg Þýskalands en flyst sem ung kona með foreldrum sínum á herragarð þar sem faðir hennar hefur fengið vinnu hjá herragarðseigandanum. Elísabet, sem er gjarnan kölluð Gull-Elsa enda bæði fögur og dyggðug, verður fyrir aðkasti kvennanna á heimilinu, sem eru afbrýðissamar út í fegurð hennar og hæfileika sem píanóleikara. Gull-Elsa upplifir einnig ástina í fyrsta skipti, en þarf að finna henni stað í lífi sínu alveg eins og hún finnur sér stað í samfélagi herragarðsins.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.E. Marlitt er höfundarnafn Eugenie John (1825-1877). Hún fæddist í Arnstadt í Þýskalandi og var dóttir málara, en var ættleidd af þýskri prinsessu og send í tónlistarnám í Vín, enda hafði hún dásamlega söngrödd. Eugenie missti hins vegar heyrnina, en þótti skrifa svo fallega að hún var hvött til að skrifa skáldsögur. Hún eyddi síðustu árum ævi sinnar við ritstörf, en flestar bækur hennar voru skrifaðar sem ádeila á þýskt samfélag í samtíma hennar.
-
47.99 kr. Þegar hinn ungi Howard Thorne er kallaður á fund hjá ástkærum fóstra sínum fær hann loksins að heyra sannleikann um örlög foreldra sinna. Eftir að hafa verið ranglega sakaður um peningaþjófnað flúði faðir hans land en var talinn hafa látist af slysförum á sjó. Nýjar upplýsingar benda þó til annars og leggur Thorne upp í langferð með briggskipinu Naida undir traustri leiðsögn Latimers skipstjóra. Von hans er sú að finna föður sinn á lífi og hreinsa nafn hans af röngum sakargiftum.W. Bert Foster (1869-1929) var bandarískur rithöfundur. Hann skrifaði afþreyingarbókmenntir í formi smásagna og skáldsagna. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni starfaði hann einnig sem skuggaskrifari fyrir bókaútgáfuna Stratemeyer Syndicate sem gaf út fjölmargar barnabókaseríur. Þar að auki var Foster viðloðandi kvikmyndagerð en árið 1921 kom út myndin „The Last Door" þar sem hann var meðal þriggja höfunda. Þar á eftir fylgdu nokkrar vestrænar kvikmyndir sem voru allar byggðar á sögum Fosters. Kvikmyndirnar voru allar svarthvítar og þöglar.
- Ebook
- 47.99 kr.
-
69.99 kr. Hinn ungi efnaði Neville Lynne flyst á sléttur Ástralíu og hefur námurekstur í Lorn Hope. Eitt kvöld í þorpinu er ung kona í leit að húsaskjóli. Margir bjóða henni húsaskjól en hafa misgóða hluti í hyggju. Brugðið er á það ráð að selja hana til hæstbjóðanda á uppboði til að fjármagna spítala. Neville aumkar sér yfir örlögum hennar og býður hæst allra, en það hefur í för með sér örlög sem hann gat ómögulega séð fyrir.Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.Charles Garvice var breskur rithöfundur sem skrifaði ástarsögur. Ferill hans hófst á blaðamennsku en síðar naut hann gífurlegra vinsælda sem penni. Hann seldi á aðra milljón bóka árlega til dauðadags.
-
From 19.99 kr. Lífið leikur við félaga KF Mezzi, Tómas er kominn í meistarabúðir á Karólínuvelli og allt er eins og best verður á kosið ... eða hvað?Tómas þarf jú líka að sinna skólanum, vinunum og kærustunni og það er ekki auðvelt að halda svona mörgum boltum á lofti. Hann þarf hann að hafa sig allan við að koma jafnvægi aftur á - og bjarga KF Mezzi!KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.\tDaniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.
-
19.99 kr. Í þessu magnaða safni er að finna níu æsispennandi ofurhetjusögur um sívinsæla spunameistarann Peter Parker, betur þekktur sem Köngulóarmaðurinn.Á daginn hangir hann með vinkonu sinni Mary Jane og sinnir starfi sínu sem ljósmyndari hjá Daily Bugle-dagblaðinu en þegar hann fer í köngulóarbúninginn þarf hann að kljást við allskyns illmenni á borð við doktor Kolkrabba, Elektró og Eðluna. Af og til kynnist hann öðrum ofurhetjum sem hjálpa honum þegar hann kemst sjálfur í klípu, þeirra á meðal Hulk og Fröken Marvel.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 19.99 kr.
-
19.99 kr. BERST LÓI VIÐ VINI SÍNA?Peter Parker stendur í ströngu við að sinna skólanum, hitta vinina og lifa lífinu sem ofurhetjan Köngulóarmaðurinn. Vanalega tekst honum að halda jafnvægi, en þegar liðsstjóri skólaruðningsliðsins, Flash Thompson, byrjar að stríða honum verður Peter Parker að læra hvernig skal halda ofurkröftum sínum í skefjum. Til að toppa allt byrja Ofurhugi, Nóva, Fyrirbærið og Járnmaðurinn að haga sér undarlega og valda usla um alla New York-borg! Það er undir Köngulóarmanninum komið að bjarga deginum. Þegar Flash kemur sér í klandur hjá illu ofurhetjunum er spurning hvort Peter geti bjargað helsta óvini sínum og hindrað ... ofurhetjuárásina!© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 19.99 kr.
-
9.99 kr. Ég er Marvel! Þú ert Marvel! Við erum Marvel!Köngulóarmaðurinn gengur í lið með Marvel liðsforingja og fröken Marvel til þess að koma í veg fyrir að Græni púkinn eyðileggi vísindasýninguna á Coney eyju - og steli ómetanlegu þyngdaraflsvélinni! Þessi dagur í skemmtigarðinum er fullur af graskerssprengjum, ofurhetjukveðjum og nýjum vinum.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 9.99 kr.
-
69.99 kr. Þessi saga kom út árið 1899 og naut mikilla vinsælda meðal íslendinga á Íslandi og íslenskra vesturfara. Sagan gefur innsýn inn í líf Íslendinga sem fluttust brott og komu sér fyrir í Kanada eða bandaríkjunum upp úr 1870. Eiríkur Hansson, aðalpersóna sögunnar, segir frá æviminningum sínum. Frásögn hans hefst á Íslandi þegar hann er ungur piltur og rekur ferðalag hans vestur um haf.Jóhann Magnús Bjarnason fæddist árið 1866 í Meðalnesi í Norður-Múlasýslu. Árið 1875 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni vestur til Kanada, þá aðeins níu ára gamall. Jóhann átti aldrei aftur eftir að sjá fósturjörðina. Foreldrar hans námu land í Nova Scotia í Kanada, en síðar fluttist Jóhann Magnús til Winnipeg, þar sem hann gekk í skóla og gerðist svo kennari. Samhliða kennarastarfinu var Jóhann mikils metinn rithöfundur og skrifaði bæði skáldsögur, smásögur, greinar og ljóð. Verk hans eru talin hafa haft áhrif á íslenska rithöfunda sem síðar komu, til dæmis Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Jóhann lést árið 1945 og þó hann hafi aldrei átt afturkvæmt til Íslands leit hann alltaf á sig sem Íslending, enda er ýmislegt íslenskt að finna í verkum hans.
- Ebook
- 69.99 kr.
-
From 19.99 kr. KF Mezzi er á leið á stærsta mót sitt til þessa með nýja þjálfaranum, Auði. Nú reynir svo sannarlega á liðsheildina og keppnisandann. En ýmislegt getur gerst á fótboltamótum, svo sem alvarleg meiðsli, slest getur upp á vinskapinn og jafnvel stofnað til nýs vinskapar. Það sem er mest spennandi eru þó útsendararnir, sem eru þarna sérstaklega til að finna fótboltastjörnur framtíðarinnar. Ætli einhver í liðinu verði uppgötvaður?KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.
-
69.99 kr. Maisie á sér ímyndaðan vin. Hann er ekki mennskur, heldur er hann hesturinn Hamilton.Maisie er loks laus úr hræðilegu hjónabandi og er að gifta sig í annað sinn. Hún er einnig orðin metsöluhöfundur, en hún skrifaði bók um hestinn Hamilton, sem var ímyndaður félagi hennar þegar fyrra hjónabandið var upp á sitt versta. Fyrst um sinn er lífið dans á rósum, en það varir ekki lengi. Fyrr en varir er Maisie farin að sjá Hamilton aftur og trúir honum fyrir öllum sínum leyndarmálum.Catherine Ann Cookson fæddist í mikilli fátækt, var alin upp af ömmu sinni og afa og trúði því í æsku að móðir sín væri systir sín. Hún vann sig upp úr fátæktinni og 34 ára gömul giftist hún Tom Cookson, grunnskólakennara. Þeim Tom varð ekki barna auðið, nokkuð sem tók mjög á fyrir Catherine, svo hún tók upp á að skrifa til að vinna úr tilfinningum sínum. Hún skrifaði á ævinni yfir 100 bækur, sem seldust í yfir 123 milljón eintaka og hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Hún er í dag einn af þeim bresku höfundum sem á hvað flestar útgefnar bækur. Bækur Catherine hafa einnig komið út undir höfundarnöfnunum Catherine Marchant og Katie McMullen.
-
From 45.99 kr. Hin nítján ára Helena er í lautarferð með bekkjarfélögum sínum í Svartaskógi þegar hún týnist. Sex dögum síðar finnst hún aftur, en man ekkert hvað gerðist. Eða gerir hún það? Helena telur sig muna eftir að vera bjargað af hinum heillandi Maximilian, en er sagt að það geti ekki verið annað en ofsjónir og draumar. Mörgum árum seinna snýr hún aftur í skóginn, staðráðin í að leysa ráðgátuna um týndu dagana og hinn dýrlega Maximilian. Hún áttar sig þó fljótt á að hún er lent mitt í dularfullum aðstæðum sem enda með skelfingu.Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
47.99 kr. Þegar frægi fiðluleikarinn, Zirka Zenowitz, deyr skyndilega í miðri sýningu veldur það unnendum hans mikilli sorg. Þeirra á meðal er Ethel Stoneway, einkadóttir voldugs kolakóngs, sem fiðluleikarinn hafði löngum horft hýrum augum til. Er dularfull kista með andstyggilegu innihaldi finnst á heimili Zenowitz er Basil fursti sannfærður um að blygðunarlaus morðingi sé að verki. Hér reynir á eldmóð og sannfæringarmátt furstans því það eru fleiri sem vilja að ráða gátuna og helst eftir eigin höfði. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
47.99 kr. Basil fursta þykir margt vafasamt við þá sorglegu atburði sem undanfarið hafa átt sér stað í London en talið er að um fimmtíu einstaklingar hafi fallið fyrir eigin hendi. Hinn útsjónarsami fursti telur lögregluna vera á villigötum varðandi dánarorsakirnar og tekur því málin í eigin hendur. Í bráðsnjöllu dulargervi gengur furstinn á fund Lafði Ethel sem býr á herrasetrinu Eatontower. Lausn á þessari gátu þarf Basil að vinna af mikilli varkárni því lögbrjótar og lygarar gætu leynst í hverju horni. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
From 44.99 kr. Jane Lindsay hefði aldrei getað ímyndað sér að hún yrði rík. Hvað þá að hún yrði ástfangin af manni sem hún gæti ekki treyst. Jane hafði verið hugfangin af húsi hinna þúsund lampa frá því hún heyrði fyrst af því. Þegar hún er loks komin í húsið, eftir óhamingjusamt ástarsamband og brúðkaup af skynsemisástæðum, er það allt öðruvísi en hún hafði ímyndað sér. Hún upplifir sig óvelkomna, eins og einhver vilji hana feiga. Jane reynir í örvæntingu að komast að því hvað er í gangi, en kemst að því að hún hefur ekki lengur stjórn á atburðarásinni. Atburðarás, þar sem hver hryllilegur atburðurinn gerist á fætur öðrum.Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
From 19.99 kr. Fótbolti snýst hvorki um líf né dauða – það er miklu mikilvægara!KF Mezzi keppir til að vinna í deildinni, svo þau geti tekið þátt í Íslandsmeistaramótinu.Það þýðir að þeir þurfa að sigra gamla félagið hans Tómasar, KFK! En þjálfari Mezzi, Kári, er kannski að fara í nám til Bandaríkjanna. Ef hann hættir, hver á þá að þjálfa KF Mezzi? Og geta þau yfir höfuð unnið án Kára?KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.
-
47.99 kr. Sam Foxtrot er eirðarlaus vegna skorts á afbrotum og þyrstir í ný ævintýri ásamt húsbónda sínum Basil fursta. Furstinn hefur þó ekki setið auðum höndum að undanförnu heldur safnað ógrynni af gögnum um Gulldúfuna, skæðasta glæpakvendi síðari tíma. Eftir margra ára eftirfylgd og vitnisburði um hrottalega glæpi hennar þykir Basil tímabært að glæpakvendið fái makleg málagjöld í eitt skipti fyrir öll. Nú hefst barátta upp á líf og dauða. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
47.99 kr. Þegar Bartzgerald lávarður hverfur fyrirvaralaust fara leyndardómsfullir atburðir að eiga sér stað. Firestone skipstjóri er órólegur yfir brotthvarfi vinar síns en hin fagra lafði Girdlestone virðist ekki öll þar sem hún er séð. Basil fursti, með sinni einstöku útsjónarsemi, er fenginn til að leys ráðgátuna um stolnu dementana, kókaínsmyglarann og örlög lávarðarins.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
From 45.99 kr. Faldir fjársjóðir. Dularfullir atburðir. Myrkir leyndardómar. Anna Brett óttast að þurfa að vera kennslukona á heimili annarra það sem eftir er ævinnar. En þegar hinn glæsilegi skipstjóri Redvers Stretton kemur aftur inn í líf hennar, ferðast hún frá köldu landslagi Englands yfir í dulúð Kyrrahafsins þar sem ekkert er það sem það lítur út fyrir að vera og hún lendir í miðri ráðgátu sem aðeins hún getur leyst. Meðan myndarlegi, ljóshærði og bláeygði skipstjórinn gerir sitt besta til að fá Önnu til að gleyma fortíð sinni áttar hún sig á því að myrk lendarmál liggja undir heillandi yfirborði hans. Morð fær mjög á ungu konuna og í draumum hennar eltir hana leyndardómur um falinn fjársjóð. Það er ekki tilviljun að skip Strettons er kallað „Leynda konan" og á ferð þeirra að Kóraleyju í Kyrrahafinu neyðist Anna til að horfast í augu við manninn sem gæti átt eins mörg leyndarmál og hún. Á frumstæðri eyjunni, þar sem fólk trúir enn á galdra og myrk öfl, kemur sannleikurinn um Redvers Stretton í ljós. Og ráðgátan um leyndu konuna er loksins leyst.Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
-
47.99 kr. Basil fursti leggur upp í tvísýna baráttu er hann freistar þess að afhjúpa hinn mikilsvirta fornleifafræðing, Weng Gildner. Eftir að stofustúlka Gildners er lögð inn á geðsjúkrahús og talin ólæknandi grunar furstann að yfirnáttúrulegir kraftar séu að verki. Það þarf sterkar taugar til að leysa þessa gátu og fær Basil með sér í lið hinn hugrakka Sam Foxtrot og heimsfrægu söngkonuna, ungfrú Karinu. Saman mæta þau dularfullum fyrirbrigðum og slóttugum síbrotamönnum.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
47.99 kr. Þegar Basil fursti fær hverja heimsóknina á fætur annarri sem bera merki um að glæpamannadrottningin sé komin á mannaveiðar er hann snöggur að koma sér í stellingar. Basil og Sam Foxtrot þurfa að hafa hraðar hendur því grunur leikur á að hennar næsta fórnarlamb sé hinn háttvirti hertogi af Girdlestone. Drottning þessi er þó ekkert lamb að leika sér við og þurfa þeir félagar að taka á öllu sínu til þess að leysa ráðgátuna. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
47.99 kr. "Allt í einu kiptist verkfræðingurinn við og benti á nokkur skóglaus fjöll, sem gnæfðu upp úr morgunþokunni. "Þarna býr hann", hrópaði hann. "Sjáið þér ljósið?" "Það er frá vinnustofu hans"".Ásbjörn Krag fær sent skeyti frá litlum hafnarbæ í Noregi, þar sem stórhættulegur þorpari er á sveimi sem truflar mikilvæg símskeyti og kemur á mikilli ólgu í kjölfarið. Til þess að fletta ofan af því hvað glæpamanninum gengur til, fer Ásbjörn Krag í eltingaleik við hann, manninn sem býr á toppi Mánafjalls, maðurinn í tunglinu.Sagan segir frá leynilögreglunni Ásbirni Krag sem birtist í mörgum skáldsögum Riverton. Hann er leynilögreglumaður, hugljúfur og dularfullur. Bækurnar um hann eru vinsælustu verk höfundar og hafa aðrir höfundar einnig nýtt sér persónur hans í sínum textum. Stein Riverton er höfundanafn norska blaðamannsins Sven Elvestad. Hann skrifaði aðallega glæpa-, leynilögreglu-, og spennusögur á sínum ferli. En hann var einnig þekktur fyrir margskonar uppátæki við vinnu sína sem blaðamaður, t.d. varði hann degi í ljónabúri og skrifaði grein um þá upplifun.
-
From 31.99 kr. Þegar Sam Foxtrot verður vitni að skelfilegri atburðarás liggur ljóst fyrir að hann og Basil fursti þurfa að láta til skarar skríða. Undanfarið hafa sex konur horfið á dularfullan hátt í Lundúnaborg og grunar hinn forsjála fursta að um skipulagt rán sé að ræða. Hér kemur við sögu hinn kaldrifjaði glæpamaður, Guli djöfullinn og munu gjörðir hans hafa illar afleiðingar ef hann nær sínu fram. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
From 31.99 kr. Basil fursti er staddur í Lundúnum að leita uppi ný ævintýri. Er hann þræðir næturklúbba borgarinnar hefur hann ekki minnsta grun um að þar leitar háskakvendi og skæður óvinur hans hefnda elskhuga síns. Í sögu þessari fá lesendur að kynnast óvæntri hlið á furstanum þar sem ástir, svik og undirferli fléttast saman í spennandi háskaleik. Bókin er sjálfstætt framhald af sögunum um Basil fursta og hans fjölmörgu ævintýri.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
47.99 kr. Basil fursti þarfnast hvíldar eftir margra ára eltingaleik við allskyns glæpalýð og ætlar sér að leita næðis í afskekktri sveit á Englandi. Hann kemst þó ekki langt áður hann villist af leið og lendir í óvæntum hremmingum. Tekur þá við dularfull atburðarás sem hefst á gömlu óðalssetri á Englandi en berst alla leið til arabahöfðingjans í Afghanistan. Eins og ævinlega eru Basil fursti og Sam Foxtrot til þjónustu reiðubúnir og hefja enn eina baráttuna gegn glæpum og grimmdarverkum.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
47.99 kr. Basil fursti og hans trausti aðstoðarmaður, Sam Foxtrot, eru á leið til Berlínar til að svara kalli þýska ríkisbankans en þar leikur grunur um fyrirhugað bankarán. Í fluginu yfir Ermasundið lenda þeir á tali við tortryggilegan kvenmann sem þá grunar að sé mikilvægur hlekkur í ráðgátunni. Úr því skilja leiðir þeirra í París og fyrr en varir skerast alræmdir glæpamenn í leikinn og illvíg áflog hefjast.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
29.99 kr. Sláist í för með uppáhaldshetjunum ykkar þar sem þær hætta sér í ótrúleg ævintýr og há ógnvænlega bardaga til að viðhalda frið á jörðu, jafnt sem á himni!Kafteinn Marvel og Gamóra takast á við sinn versta ótta, Köngulóarmaðurinn leikur á leiðindaandstæðinga, Verndarar vetrarbrautanna standa uppi í hárinu á sleipum geimdreka og svona mætti lengi telja. Þetta hetjusafn er uppfullt af skemmtilegum og æsispennandi sögum um hetjudáðir í Marvel-heiminum.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!
- Audiobook
- 29.99 kr.
-
47.99 kr. Það er ýmislegt dularfullt á seyði í Lundúnaborg. Basil fursti og Sam Foxtrot bregða á leik sem skilur marga eftir í öngum sínum. Á meðan situr lögreglan ráðþrota yfir óvenjulegum morðingja sem leikur lausum hala og sýnir fórnarlömbum sínum enga miskunn. Stella Eaton gerir einnig vart við sig, hættulegasti andstæðingur sem Basil fursti hefur komist í tæri við. Hér spinna klækir glæpakvendis og djöfullegt ráðabrugg vandráðinn svikavef.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
-
From 44.99 kr. Harriet Delvaney missir föður sinn ung, en hefur stjúpmóður sína, Jenny, til að hugga sig við. Þegar Harriet giftir sig uppgötvar hún hins vegar að fjölskyldusagan er allt önnur og skuggalegri en hún hélt. Bevil er draumaeiginmaður, en þrátt fyrir það verður Harriet mjög afbrýðissöm. Er Jenny eins góð vinkona og hún lést vera? Og hvað varð um erfðaskrá föður hennar? Harriet fer smám saman að trúa gömlu þjóðsögunni um að þegar klukkan stoppar á Menfreya mun einhver brátt deyja.Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.