Books in Icelandic

Filter
Filter
Sort bySort Newest
  • by Óþekktur
    From 31.99 kr.

    Sagan segir af spænska aðalsmanninum Don del Grandia sem berst fyrir því að frelsa heimalandið úr viðjum presta- og munkavaldsins. Þegar hann mætir andspyrnu hinna miskunnarlausu pyntingarmunka leitar hann á náðir Basil fursta. Með skarpskyggni að vopni og hinn aflmikla John Skylight sér við hlið leggja þeir félagar upp í vafasaman eltingaleik við gamla erkifjendur og hættulega höfuðpaura.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.

  • by Victoria Holt
    From 45.99 kr.

    Ellen Kellaway var alltaf fátæki ættinginn, stúlkan sem átti sér enga framtíð. En þegar hinn myndarlegi og ríki Phillip Carrington verður ástfanginn af henni og biður hennar, lítur út fyrir að líf hennar sé að breytast til hins betra. Örlögin verða hins vegar til þess að Ellen neyðist til að flytjast til frænda síns, Jago, sem býr í kastala á afskekktri eyju. Hún áttar sig fljótt á því að dularfullir atburðir eiga sér stað á eyjunni og sér til skelfingar uppgötvar hún að í kastalanum er herbergi sem hún hélt að væri aðeins til í martröðum sínum ...Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Victoria Holt
    From 44.99 kr.

    Ævafornar rústir. Fjölskylduhneyksli. Forboðin ást. Caroline Verlaine veit að eitthvað er að. Systir hennar, Roma, er horfin og enginn getur sagt henni hvers vegna. Eina vonin er að fara þangað sem systir hennar sást síðast – Lovat Stacy, en það er hús með banvæna sögu. Hafið og kviksandurinn við strendur Dover hafa ógnað Stacy fjölskyldunni svo kynslóðum skiptir. En kviksandurinn er ekki það hættulegasta fyrir Caroline. Allir búa yfir leyndarmáli, ekki síst hinn dularfulli ungi erfingi Napier Stacy. Sama hvaða leið Caroline velur er jörðin undir fótum hennar óstöðug. Og því nær sem hún kemst sannleikanum, því nær kemst hún því að eiga sömu örlög og systir hennar...Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Marvel
    19.99 kr.

    Á meðan úrvalslið Hefnenda fer að hafa upp á illmenninu Þanosi er Fálki skilinn eftir við stjórnvölin í Hefnendaturninum. Hlutverk hans er að hafa umsjón með þeim sem heima sitja og passa að allt sé með kyrrum kjörum á jörðinni. Þegar Últron hyggst leggja undir sig plánetuna eru góð ráð dýr. Án Kafteins Ameríku, Þórs, Járnmannsins og Hulk er tvísýnt hvort Hefnendurnir sem eftir eru á jörðinni geti ráðið niðurlögum ofurskúrksins. Snarfari, Skarlatsnornin, Vitrun, Svarta ekkjan og Haukfránn reyna að vinna saman en allt kemur fyrir ekki, Últroni til mikillar gleði. Fálki fer að efast um hæfileika sína sem leiðtogi. Niðurbrotinn gerir vængjaði Hefnandinn eina tilraun enn til þess að fá hópinn til að sameinast gegn óvininum. Mun það takast? Bregst hann hópnum eða verður hann leiðtoginn sem jörðin þarfnast?© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Marvel
    9.99 kr.

    Bruce Banner hafði ekki alltaf verið sterkur, fullur af orku eða ótrúlega öflugur.Hér kemstu að því hvernig þessi vingjarnlegi maður varð að hinum ÓTRÚLEGA HULK sem reyndi að ráða við sína innri orku.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Arthur W. Marchmont
    69.99 kr.

    Hamilton Tregethner stendur hryggbrotinn og þunglyndur á lestarstöð. Í einum klefanum rekst hann á undurfagra unga konu, og á við hana undarleg orðaskipti. Hún telur hann vera Alexis bróður sinn, sem hann þekkir engin deili á. Við þetta hefst óvænt atburðarrás með ófyrirséðum afleiðingum.Verkið er margrómað og þykir hafa töluvert menningarlegt gildi og varpa ljósi á siðmenninguna eins og hún hefur mótast fram til dagsins í dag.Arthur W. Marchmont (1852-1923) var enskur skáldsagnahöfundur og blaðamaður. Hann gaf út nokkurn fjölda skáldsagna sem gjarnan tókust á við hverfulleika mannlegs eðlis. Auk þess starfaði hann sem blaðamaður og ritstjóri í London.

  • by Arthur W. Marchmont
    31.99 kr.

    Sagan fjallar um bandaríska spæjarann Denver sem dulbýst sem Rússakeisari vegna þess hve sláandi líkir þeir eru. Denver stendur í þakkarskuld við keisarann og tekur því að sér lífshættulegt verkefni en brögð eru í tafli og óljóst hver er í hvaða liði, þar á meðal hin heillandi og undurfagra Helga sem bandaríski spæjarinn verður brátt ástfanginn af.Arthur W. Marchmont (1852-1923) var afkastamikill rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði fjölda hetju- og spennusagna sem fjalla oft á tíðum um spæjara sem flækjast í alls konar pólitísk mál erlendis og þurfa að beita kröftum sínum og gáfum í að bjarga fólki frá mönnum í valdamiklum stöðum. Marchmont var mjög fær í að skapa margslungin verk og spennandi fléttur sem hafa afdrifarík áhrif á sögupersónurnar.

  • by Jónas Jónasson
    47.99 kr.

    Skáldsagan Hofstaðabræður segir frá átökum Jóns Arasonar biskups og Daða Guðmundssonar í Snóksdal þegar kaþólska kirkjan er að víkja fyrir Lútherstrú. Í þessari dramatísku frásögn segir frá þeim sviptingum sem einkenndu siðaskiptin og hvernig menn berjast á banaspjótum með ránum og ofbeldi þegar kjarni trúabragðanna, boðberi elskunnar, gleymist.Jónas Jónasson frá Hrafnagili (1886-1918) er fæddur við Úlfá í Eyjafirði, sonur hjónanna Guðríðar Jónasdóttur húsfreyju og Jónasar Jónssonar bónda og læknis. Jónas lauk stútendspróf frá Lærða Skólanum árið 1880 og embættisprófi í Guðfræði frá Prestaskólanum árið 1883. Jónas þjónaði brauði í 25 ár samhliða fræðastörfum, m.a. sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Akureyri. Eiginkona Jónasar hét Þórunn Stefánsdóttir og saman áttu þau 4 drengi. Jónas er einna þekktastur fyrir bókina Íslenskir þjóðhættir þar sem teknar eru saman margvíslegar upplýsingar um daglegt líf landsmanna frá árum áður. Það sem kannski færri vita er að Jónas var mikill kennslubóka - og skáldsagnahöfundur og talinn einn af okkur fyrstu spennusagnahöfundum.

  • by Gudmundur Kamban
    47.99 kr.

    Hadda Padda er leikrit eftir Guðmund Kamban sem kom út árið 1914. Tíu árum síðar var gerð dönsk-íslensk kvikmynd eftir handritinu. Sagan segir frá raunum Hrafnhildar ‘Höddu Pöddu’ og Kristrúnu systur hennar, í kjölfari þess að sú fyrri ákveður að hefna sín á unnusta sínum Ingólfi þegar hann skyndilega slítur ástarsambandi þeirra.Guðmundur Kamban fæddist árið 1888. Þegar hann var 22 ára gamall flutti hann til Kaupmannahafnar. Guðmundur lauk mastersprófi í bókmenntum frá Háskólanum í Kaupmannahöfn.

  • by Max Mauser
    47.99 kr.

    Þessi sakamálasaga á sér stað á norsku skipi sem er á siglingu frá Spáni í kjölfar spænsku borgarastyrjaldarinnar. Skipið er á leið til Ameríku og er fjöldi farþega um borð. Farþegarnir þekkja ekki hvort annað og mannaflið veit lítið sem ekkert um bakgrunn þeirra, sem flækir málin verulega þegar dularfull morð eiga sér stað á skipinu.Sagan kom út árið 1939 og er síðasta verk Max Mauser. Skáldsagan er frásögn Dyre Skaug, sjómanns, af dularfullum atburðum sem eiga sér stað í skipsferð. Bókin hlaut sigurverðlaun í Norðurlandasamkeppni á sínum tíma.Max Mauser er leyninafn skáldsins Jonas Lie. Jonas gaf út fimm skáldverk undir dulnefninu Max Mauser á árunum 1932-1939. Ferill hans markaðist frekar af opinberri þjónustu en bókmenntum, hann var hermaður, lögregluþjónn og lögmaður fyrir lögregluna.

  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Hér kemur við sögu þekkta ævintýrapersónan Sindbað sæfari. Til hans kemur fátæki flutningamaðurinn Jósef og biður hann að segja sér frá ævintýrum sínum. Sindbað segir honum frá einum af fjölmörgu siglingaferðum sínum, þar sem hann lenti í óveðurs hremmingum og áhöfn hans ákveður að hvíla sig á eyju sem er full af alls kyns verum sem þeim óraði ekki fyrir.Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Sylvanus Cobb
    69.99 kr.

    „Útlit hans lýsti því glögglega, að hann var ekki fæddur í Týrus, en hvaðan hann kom var öllum hulið." Þannig er lýsingin á hinum dularfulla handiðnaðarmanni Gio, sem vel er liðinn þótt enginn viti deili á honum. Réttlætiskennd hans og góðmennska knýr hann til að bjarga hinni fögru Marinu úr klóm auðugra og óvandaðra manna, en ýmislegt óvænt bý undir, og fortíð Gios er flóknari en virðist í fyrstu.Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga í Bergmáli, tímariti Vestur-Íslendinga og gat sér þar góðan orðstýr.Sylvanius Cobb var vinsæll bandarískur höfundur um miðja 19. öld. Hann skrifaði fjölda skáldsagna og framhaldssagna í dagblöð og tímarit og gaf verk sín út undir ýmsum dulnefnum. Íslenskum lesendum ætti hann að vera að góðu kunnur fyrir söguna vinsælu um Valdimar munk.

  • by Jens Andreas Friis
    47.99 kr.

    Þetta rit Jens Andreas Friis var þýtt yfir á íslensku af Birni G. Blöndal. Fjallað er um menningu og sögu Lapplands. Bókin kom út á norsku árið 1884 og byggir á rannsóknum Friis á Lapplandi.Jens Andreas Friis (f. 1896) var norskur rithöfundur og prófessor í málvísindum við Kristaníuháskóla (nú Háskólinn í Osló). Á sínum ferli rannsakaði hann menningu og tungumál Lapplands, flest verk hans snúa að rannsóknum sem hann stundaði.

  • by Victoria Holt
    From 44.99 kr.

    Frá því Suwellen sá Matelandsetrið fyrst vissi hún að hún myndi einhvern daginn búa þar. En hvernig getur óskilgetið barn nokkurn tímann uppfyllt þess háttar draum? Leyndardómsfullar aðstæður senda Anabel og Joel Mateland landflótta þvert yfir hnöttinn. Á eldfjallaeyju við strendur Ástralíu elst Suwellen dóttir þeirra upp og minningar um England virðast dofna. En þegar Susannah, hálfsystir Suwellen, kemur óvænt í heimsókn verða örlagaríkar breytingar á lífi þeirra allra. Susannah er eins og eldfjallið sem ríkir yfir eyjunni, hún fær gamla afbrýðissemi og ný átök til að gjósa upp. Þegar harmleikur verður kastast Suwellen inn í hættulegan blekkingavef. Heima á Englandi verður hún að bera grímu hinnar töfrandi konu – veikt dulargervi, sem kemur henni í lífshættu...Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Benedikt Gröndal
    47.99 kr.

    Bókin inniheldur tvær sögur. Sagan af heljarslóðarorrustu fjallar um erlenda leiðtoga síns tíma, m.a. Napóleon Bónaparte, Viktoríu Englandsdrottningu og Austurríkiskeisara og segir frá skoplegum hrakförum þeirra. Þórðar Saga Geirmundarsonar gerir sig út fyrir að vera skrifuð upp eftir gömlum handritum, en er í raun skoplegur spegill á samtímann í líki fornsagna. Báðar eiga þær það sameiginlegt að vera ádeila á samtímamenn höfundar, með góðum skammti af húmor og skrifaðar í stíl fornsagna, eins og höfundi var einum lagið.Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907) fæddist að Bessastöðum á Álftanesi. Þó hann hafi verið einn tíu systkina fékk hann góða menntun og fór til Kaupmannahafnar í nám þegar hann hafði aldur til. Hann lauk ekki námi og sneri aftur til Reykjavíkur, en endaði með að fara aftur í nám til Kaupmannahafnar sjö árum síðar. Þar kynntist hann skrautlegu fólki og endaði með að ferðast til Belgíu og taka kaþólska trú. Eftir það lauk hann loks prófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla, en hann var fyrstur Íslendinga til þess. Benedikt hneigðist mjög að list og náttúrufræðum og var meðal annars einn af stofnendum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Eftir hann liggja ómetanlegar teikningar af lífríki Íslands. Hann var einnig afbragðsgott skáld og orti bæði ljóð, skrifaði leikrit og sögur. Verk hans bera sterkan brag af samtímanum en eru undir miklum áhrifum af íslenskum fornbókmenntum, oft á býsna kómískan hátt.

  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Hér kemur við sögu þekkta ævintýrapersónan Sindbað sæfari. Hann segir fátækum manni frá ævintýrum sínum, þegar hann hafði sjálfur eytt bróðurhluta þess arfs sem hann fékk frá föður sínum. Hann fór þá á siglingu um heiminn með vörur. Í einni siglingaferð fer hann á land á eyju þar sem hann rekst á óvenjulegan hnött. Hnötturinn reynist vera risa-egg og Sindbað kemur sér í vandræði hjá ýmsum verum eyjunnar.Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Í þessu ævintýri er sagt frá fátækum bónda sem á ekkert í matinn. Hann fer þá niður að læk og vill svo vel að hann veiðir fallegan silung. En til hans kemur dvergur sem vill endilega fá silunginn og segir hann fiskinn vera bróðir sinn í álögum. Dvergurinn lofar góðum gersemum í staðinn fyrir að fá bróður sinn. Bóndinn þiggur það en gersemunum fylgja alls kyns uppákomur í lífi bóndans.Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helstu tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Victoria Holt
    From 44.99 kr.

    Sarah Ashington er dóttir frægrar leikkonu og ensks tebónda í Ceylon. Þegar móðir hennar deyr er Sarah upp á föðurfjölskylduna komin og flyst að lokum til Ceylon, þar sem hún kynnist öðrum enskum tebónda, Clinton Shaw. Upp hefst stormasamt ástarsamband og þegar faðir Söruh deyr fer hana að gruna að hennar eigið líf sé einnig í hættu. En hver er eiginlega Clinton Shaw og hver eru raunveruleg áform hans? Og hvað er leyndarmálið á bak við fjölskylduperlurnar, sem aðeins kvenkyns afkomendur ættarinnar mega eiga?Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

  • by Elisabeth Beskow
    47.99 kr.

    Allt eða ekkert kemur út á sænsku árið 1895 og er hún fyrsta bók Elísabetar Beskow. Skáldsagan segir frá reynslu hinnar ungu Ebbu, hún á vel efnaða fjölskyldu sem trúir því að konur eigi ekki að vinna. En Ebbu langar að mennta sig og gerast hjúkrunarfræðingur í óþökk foreldra sinna.Elisabeth Beskow var sænskt skáld, fædd árið 1870. Hennar ferill einkenndist af skáldlegum aktívisma. Segja má að hún hafi verið nokkuð á undan sinni samtíð en verk hennar einkenndust af trú hennar á jafnrétti kynjanna og velferð dýra.

  • by Sylvanus Cobb
    69.99 kr.

    Sagan fjallar um Pál Larún, sem er alinn upp á sjóræningjaskipinu Plágu Antilla-eyja. Pál grunar að þó skipstjórinn Marl Larún segist vera faðir hans, sé hann það ekki og hann einsetur sér að komast að því hverra manna hann er í raun og veru. Páll lendir í miklum ævintýrum áður en yfir lýkur og finnur jafnvel ástina í leiðinni.Sylvanus Cobb yngri (1823-1887), skrifaði um 120 skáldsögur og fleiri en 800 smásögur um ævina. Hann sérhæfði sig í sögum sem voru spennandi og gátu haldið lesendum föngnum viku eftir viku, enda skrifaði hann fyrst og fremst framhaldssögur fyrir bandarísk vikurit. Hann notaði ýmis höfundarnöfn, þar á meðal: Austin Burdick, Charles Castleton, Walter B. Dunlap, Enoch Fitzwhistler, Dr. J. H. Robinson, Dr. S. LeCompton Smith, Symus pílagrímur og Amos Winslow yngri.

  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Í þessu ævintýri er sagt frá Nonna litla sem er yngstur þriggja bræðra, hann er líka minnstur af sínum bræðrum. Í konungsríkinu sem Nonni og fjölskyldan hans búa í ríkir mikill ótti því risi hefur nýlega numið konungsdæturnar á brott. Bræður Nonna leggja í langferð til að fá leyfi konungs til að bjarga prinsessunum. Þegar bræður hans snúa ekki aftur tekur Nonni málin í sínar eigin hendur.Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Jón Mýrdal
    69.99 kr.

    Þessi fræga saga eftir Jón Mýrdal var gerð að kvikmynd árið 1978. Verkið segir frá Þorgrími á Felli og gerist í íslenskri sveit á 18. Öld. Sagan þykir vera ádeila á viðhorf og framkomu samfélagsins gagnvart þeirra sem minna mega sín.Jón Jónsson Mýrdal (1825-1899) var íslenskur rithöfundur og smiður. Hann var af fátæku fólki kominn og fékk því ekki þá menntun sem hann hefði viljað, en lærði þess í stað trésmiði og þótti hagleikssmiður. Hann fékkst meðal annars við að byggja kirkjur og þótti bæði listhneigður og vandvirkur. Hann skrifaði gjarnan við hefilbekkinn og lét eftir sig skáldsögur, ljóð og leikrit. Jón var um skeið búsettur í Danmörku, þar sem hann skrifaði tvær skáldsögur á dönsku. Hann hneigðist mjög að ævintýrabókmenntum, enda bera verk hans merki þess.

  • by Jón Mýrdal
    69.99 kr.

    Mannamunur er þekktasta verk Jóns Mýrdals. Það var gefið út árið 1872. Skáldsagan segir frá lífi og æsku í fögrum íslenskum dal og fjallar um tvo vini, Ólaf og Vigfús, sem reyna að heilla sömu stúlkuna með misjöfnum árangri.Jón Jónsson Mýrdal (1825-1899) rithöfundur og smiður á að baki fjölda ritverka, hann er fæddur að Hvammi í Mýrdal. Hann var af fátæku fólki kominn og fékk því ekki þá menntun sem hann hefði viljað, en lærði þess í stað trésmiði og þótti hagleikssmiður. Hann fékkst meðal annars við að byggja kirkjur og þótti bæði listhneigður og vandvirkur. Hann skrifaði gjarnan við hefilbekkinn og lét eftir sig skáldsögur, ljóð og leikrit. Jón var um skeið búsettur í Danmörku, þar sem hann skrifaði tvær skáldsögur á dönsku. Hann hneigðist mjög að ævintýrabókmenntum, enda bera verk hans merki þess.

  • by Gregor Samarow
    69.99 kr.

    „Í Kalkútta ríkti Warren Hastings með engu minni dýrð og veldi en hverjum austurlenskum harðstjóra hefði sæmt." Sagan hefst árið 1780, þegar veldi Englendinga á Indlandi rís sem hæst. Þar segir af lífi landstjórans Warren Hastings, ótrúlegum átökum og örlögum hans og fólksins í kringum hann, þegar ólíkar skoðanir og menningarheimar mætast.Gregor Samarow er dulnefni prússneska rithöfundarins og diplómatans Oskars Medning. Medning var lærður maður sem gegndi ýmsum pólitískum störfum í Þýskalandi á árunum 1847-1871, þegar hann sagði sig frá störfum og helgaði sig skriftum. Bækur hans eru jafnan sögulegar skáldsögur sem þykja spegla á áhugaverðan hátt stjórnmálaástand samtíma hans.

  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Sagt er frá fátækum hjónum sem eignast lítinn son. Spáð er fyrir því að sonurinn muni giftast konungsdóttur. Þegar kóngurinn fréttir af spádómnum reiðist hann og skipar að láta stytta drengnum aldur. Böðullinn sem fær það verkefni aumkar sér svo yfir drengnum að hann getur ekki með nokkru móti drepið hann. Drengurinn lifir og þegar kemur að því að eignast kóngsdótturina þarf hann að ganga í gegnum erfiðar þrautir. Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Lene Kaaberbøl
    From 64.99 kr.

    Dína er ung stúlka sem hefur erft gáfur frá móður sinni sem gera henni kleift að sjá inn í sálu fólks. En Drakan, drekaherrann yfir Dúnark, er í herferð við að elta niður og brenna hennar líka, svo hún verður að taka á öllu sínu til að berjast við hann. Þar kemur Nikó vinur hennar til sögunnar. Hann er erfingi ríkisins og frændi Drakans, en gerir ekki flugu mein. Saman leggja þau þó á ráðin um að steypa Drakan af stóli og koma á friði, en það mun hætta öllu sem þau elska...Þetta er 4. og síðasta bókin í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.Lene Kaaberbøl fæddist 24. mars árið 1960 í Kaupmannahöfn. Hún hefur skrifað frá því hún man eftir sér, en aðeins 15 ára gaf hún út sína fyrstu bók, um hestastelpuna Tinu. Síðan þá hefur hún skrifað yfir 30 barna- og unglingabækur og jafnvel spreytt sig á glæpasögum fyrir fullorðna. Hún er mjög hrifin af bókum J.R.R. Tolkiens og Ursulu K. LeGuin, enda gerast flestar bækur hennar í ævintýraheimi. Lene hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og það hafa meira að segja verið gerðar kvikmyndir eftir nokkrum þeirra. Fyrir utan ritstörf, hefur hún unnið sem menntaskólakennari, reiðkennari og ritstjóri.

  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Sveitapilturinn Hákon hefur verið í vist hjá sama bóndanum í sjö ár. Hann er alltaf glaður og vinnusamur. En komið er að því að hann snúi aftur heim og hann vill fara aftur til móður sinnar. Á leiðinni heim þvælist klaufaskapur og eigin jákvæðni fyrir honum. Hann gerir ýmis skipti við hina og þessa þar sem hann lætur í minni pokann. En þrátt fyrir það virðist hamingjan elta hann. Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Óþekktur
    From 10.99 kr.

    Fátækur viðarhöggsmaður og kona hans til margra ára eiga sér draum um að eignast barn. Þegar þau eiga loksins von á barni stelur viðarhöggsmaðurinn Eyrarrósum af galdrakerlingu til þess að gefa konu sinni seiði, þegar kerlingin gómar hann krefst hún þess að hún fái barnið afhent þegar það fæðist. Svo fer að viðarhöggsmaðurinn og konan hans eignast stúlku. Kerlingin læsir hana í turni en ungur konungssonur kemur auga á hana og reynir allt sem hann getur til að bjarga henni. Bókasafn barnanna er samansafn stuttra ævintýra sem þýddar voru af Seyðisfirðingnum Theodóri Árnasyni. Bækurnar voru fyrst prentaðar í prentsmiðju Austurlands og gefnar út árið 1947. Um er að ræða þýddar þjóðsögur og ævintýri frá ýmsum heimshornum. Theodór Árnason fæddist á Seyðisfirði 10. desember 1889. Hann er Íslendingum þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Á ferli sínum þýddi hann ævintýri handa börnum en hann skrifaði einnig bók um ævi helsti tónskálda áranna 1525-1907. Hann var tónlistarmaður og starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn.

  • by Marvel
    44.99 kr.

    HETJA VERÐUR TIL!Peter Parker er ósköp venjulegur menntaskólanemi þar til slys á rannsóknarstofu breytir lífi hans, að eilífu. Þegar geislavirk könguló bítur hann fær hann ofurkrafta. Skyndilega getur hann hoppað ofurmannlega langt, fest sig á lóðrétta fleti og klifið háhýsi eins og ekkert sé. En hvað á Peter að gera við þessa nýju krafta sína? Fyrst um sinn notar hann þá til að græða svolitla peninga, til að hjálpa May frænku sinni og Ben frænda, en þegar harmleikur á sér stað verður Peter að taka mikilvæga ákvörðun. Getur Köngulóarmaðurinn staðið undir ábyrgðinni sem fylgir þessum miklum kröftum og notað þá til góðs?© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!

  • by Marvel
    9.99 kr.

    Þór var af háum stigum en þurfti að sanna að hann væri sæmdarinnar virði.Hér kemstu að því hvernig ÞÓR eignaðist hamarinn öfluga og kynnist þeim gríðarmiklu kröftum sem fylgdu honum.© Disney/Marvel. All rights reserved.Í Hefnendunum berjast stærstu (og minnstu) ofurhetjurnar saman við að bjarga heiminum frá hættulegum ofurskúrkum og illum öflum. Hittu Járnmanninn, Kaftein Ameríku, Þór, Svörtu ekkjuna, Svarta pardusinn og alla hina og komdu með í skemmtileg ævintýr með heimsins mestu hetjum!Fylgstu með ævintýraheimi Marvel! Hlustaðu á spennandi frásagnir af Hefnendunum: Járnmanninum, Köngulóarmanninum, Hulk, Kaftein Ameríku, Svörtu ekkjunni, Þór, Haukfráni, Marvel liðsforingja, Fálka og öllum hinum hetjunum og illmennunum úr ótrúlegum fjársjóðskistum Marvels. Skelltu þér í skikkjuna og finndu þína innri ofurhetju - nú förum við í æsileg ævintýr!